Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 01:00

PGA: Tiger og Hoge efstir í hálfleik

Þar kom að því. Í fyrsta skipti, í langan tíma er Tiger aftur í fyrirsögnum fyrir að vera í fyrsta sæti. Að vísu ásamt nýliða, sem ekki nokkur kjaftur þekkir, Tom Hoge, en engu að síður í 1. sæti. Tiger er búinn að spila á 11 undir pari, 129 höggum (64 65); líkt og Hoge (62 67). Davis Love III og Chad Campbell eru T-3, 1 höggi á eftir forystumönnunum. Skyldi Hoge nokkurn tímann hafa dreymt að vera í 1. sæti ásamt Tiger? Spennandi golfhelgi framundan – skyldi Tiger halda þetta út – eða falla niður skortöfluna? Til þess að sjá stöðuna á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 19:15

Evróputúrinn: Bónorð á golfvelli

Andreas Hartö bað kærustu sinnar Louise á Made in Denmark mótinu. Áður var hann búinn að ná frábærum fugli Sjá má danska kylfinginn í hvorutveggja ofangreindu á meðfylgjandi myndskeiði SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 19:00

Evróputúrinn: Horsey enn efstur e. 2. dag

Englendingurinn David Horsey er enn efstur á Made in Denmark, móti vikunnar á Evróputúrnum. Horsey er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum (63 67). Í 2. sæti í hálfleik er John Parry og Richard Green, báðir 3 höggum á eftir forystumanninum, þ.e. 9 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags Made in Denmark SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 18:00

GSÍ: Yfir 500 í mótum GSÍ um helgina

Það verður nóg um að vera hjá afrekskylfingum landsins um helgina víðsvegar um landið og verða vel á fimmta hundrað keppendur á öllum aldri í harðri keppni sín á milli. Nýherjamótið, lokamót Eimskipsmótaraðarinnar, hefst á laugardaginn á Urriðvelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Færri komust að en vildu í þetta mót en keppendur eru rúmlega 80. Leiknir verða tveir hringir á laugardeginum og lokahringurinn verður síðan leikinn á sunnudag. Efstu kylfingarnir á stigalista Eimskipsmótaröðinni taka allir þátt í mótinu, en Axel Bóasson GK er sem stendur efstur á stigalistanum með 5505 stig en í öðru sæti er Kristján Þór Einarsson GM með 4387 stig. Í kvennaflokki leiðir Tinna Jóhannsdóttir GK stigalistann með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Björk Birgisdóttir – 21. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Anna Björk Birgisdóttir. Hún fæddist 21. ágúst 1966 og er því 49 ára. Hún er í kvennanefnd Golfklúbbs Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska Önnu Björk til hamingju með afmælið Anna Björk Birgisdóttir (49 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)   Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Eiríkur Jónsson, 21. ágúst 1905 (110 ára); Sigridur Eythorsdottir , 21. ágúst 1940 (75 ára);  Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958 (57 ára);  Sturla Friðriksson, 21. ágúst 1962 (53 ára); Keramikhofið Slf, 21. ágúst 1972 (43 ára);  Magnus A Carlson, 21. ágúst 1980 (35 ára); St Victoire, 21. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 15:00

LET Access: Ólafía og Valdís komust ekki gegnum niðurskurð í Svíþjóð

Hvorki Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR né Valdís Þóra Jónsdóttir, GL komust í gegnum niðurskurð á Sölvesborg Ladies Open, í Sölvesborg, Svíþjóð. Mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra átti þó stórglæsilegan hring upp á 2 undir pari, 70 högg, sem var 11 högga sveifla frá deginum áður. Hún var því samtals á 7 yfir pari, 151 höggi (81 70) og munaði aðeins 3 höggum á að hún kæmist gegnum niðurskurð. Ólafía Þórunn spilaði á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (75 78) og var 5 höggum frá að komast gegnum niðurskurð sem miðaður var við 4 yfir pari. Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn í Sölvesborg SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 11:00

Day drekkur ekki úr Wanamaker

Að nota verðlaunabikara til að drekka úr er ekki frumleg hugmynd. Síðast á þessu ári þá bárust fréttir af Zach Johnson og fjölskyldu að gúlpa í sig Coke, vín, kampavín, bjór og vatn úr Claret Jug (verðlaunabikar Opna breska). Síðast en ekki síst á Zach að hafa sett maískólfa í Claret Jug en hann segist þó ekki hafa etið þá. Jordan Spieth flaug frá Skotlandi og drakk líka úr bikarnum. Rory valdi að drekka Jägermeister úr Claret Jug 2014 eftir að hann sigraði á Opna breska. Jason Day vill að borin sé virðing fyrir verðlaunagripum og segir því að hann muni ekki drekka úr Wanamaker bikarnum (sigurbikar PGA Championship risamótsins). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 09:00

2 kylfingar meðal 10 fegurstu íþróttakvenna

Af og til eru skoðanakannanir birtar, þar sem spurt er hver sé fallegasti kvenkylfingurinn eða hvaða konur þyki þær fegurstu af íþróttakonum. Síðan eru ýmsir íþróttafréttaritarar eða jafnvel sjálfskipaðir sérfræðingar sem setja saman lista um hverjar þeim þyki fegustu íþróttamennirnir. Einn slíkur listi birtist á Fresh News. Sjá má listann yfir topp-10 yfir fegurstu íþróttakonur heims með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2015 | 07:00

PGA: Frábært flop högg Tiger – er T-7

Tiger Woods tekur þátt á Wyndham Championship, sem er mót vikunnar á PGA. Mótið fer fram á Sedgfield CC, í Greensboro, Norður-Karólínu. Á fyrsta hring átti hann frábært flop-högg fyrir fugli sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Tiger er T-7 á 6 undir pari, 64 höggum. Hann er aðeins 2 höggum á eftir þremenningunum sem leiða mótið Compton, Hoge og McGirt. Sjá má stöðuna á Wyndham Championship með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2015 | 22:00

LET Access: Ólafía Þórunn +3 og Valdís Þóra á +9 í Svíþjóð

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hófu leik í dag á Sölvesborg Ladies Open Hosted by Fanny Sunneson, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Ólafía lék á 3 yfir pari, 75 höggum og Valdís á 9 yfir pari 81 höggi. Ólafía er T-40 en Valdís T-101 eftir 1. dag. Efstar í mótinu er Cecilie Lundgreen frá Noregi og Natalie Wille frá Svíþjóð. Til þess að sjá stöðuna á  Sölvesborg Ladies Open SMELLIÐ HÉR: