Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 18:00

Eimskipsmótaröðin 2015 (6): Anna Sólveig með naumt forskot fyrir lokahringinn

Það er útlit fyrir hörkukeppni í baráttunni um sigurinn og efsta sætið á stigalistanum á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki. Lokamótið hófst í dag, Nýherjamótið, á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Kylfingar úr Keili raða sér í þrjú efstu sætin ásamt Karen Guðnadóttur úr Golfklúbbi Suðurnesja og eru fjórir kylfingar í nokkrum sérflokki fyrir lokahringinn sem fram fer á sunnudaginn. Anna Sólveig Snorradóttir úr Keili er efst á +5 eftir 36 holur í dag en höggi á eftir eru þrír kylfingar jafnir í 2.-4. sæti. Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar í kvennaflokknum en Íslandsmeistarinn Signý Arnórsdóttir er ekki langt á eftir og það getur því margt gerst á lokahringnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 17:30

Steinn Auðunn sigraði í meistaramóti LSH

Landspítalinn Háskólasjúkrahús (LSH) stóð fyrir meistaramóti á Hólmsvelli í Leiru, fimmtudaginn 20. ágúst s.l. Þátttakendur í ár voru 41. Mótið var punktakeppni með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Veitt voru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti karla og kvenna í punktakeppni, besta skor án forgjafar og nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Í lok móts var boðið uppá kvöldverð. Verðlaunahafar voru eftirfarandi: Besta skor: Steinn Auðunn Jónsson og telst hann því meistari LSH Verðlaunahafar í punktakeppni með forgjöf: Karlaflokkur: 1 Steinn Auðunn Jónsson GÖ 6 F 19 23  42 punktar 2 Þorbjörn Guðjónsson GR 6 F 18 22  40 punktar 3 Sigurður Sigurðsson GR 10 F 18 21 39 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lang —— 22. ágúst 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Brittany Lang. Brittany fæddist í Richmond, Virginia, 22. ágúst 1985 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Brittany var í Solheim Cup liði Evrópu 2013 og m.a. aðeins önnur af 2 til þess að vinna leik sinn í tvímenningsleikum sunnudagins f.h. liðs Bandaríkjanna, en Brittany vann leik sinn gegn Azahara Muñoz 2&1. Brittany var 2 ár í háskóla, Duke University og spilaði golf með háskólaliðinu. Hún hætti samt í háskóla og gerðist atvinnumaður í golfi 2005 eftir gott gengi á US Women´s Open þar sem hún náði 2. sætinu (T-2) (sem er næstbesti árangur hennar til dagsins í dag í risamóti; besti árangurinn er að verða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 15:00

GL: 50 ára afmælismót 30. ág. n.k.

Í tilefni af 50 ára afmæli GL árið 2015 verður haldið innanfélagsmót sunnudaginn 30.ágúst 2015 á Garðavelli. Ath: Mótið er boðsmót og aðeins fyrir félagsmenn GL. Keppnisfyrirkomulag Mótið er 18 holu punktamót með fullri forgjöf. Hæst er gefin forgjöf 36 hjá körlum og konum. Karlar leika af gulum/rauðum teigum og konur af rauðum teigum. Keppt er í tveim forgjafarflokkum 0 – 12,4 og 12,5 – 36 og einnig barna og unglingaflokkum 15 ára og yngri og 16 til 18 ára. Verðlaun Veitt eru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni í öllum flokkum. Ath: Aðeins er hægt að vinna til verðlauna í einum flokk. 1.sæti 10.000 kr. gjafabréf. 2.sæti 7.500 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: María Hernandez (42/45)

Nú hafa allar stúlkurnar verið kynntar sem urðu í 5.-45. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014. Þær sem eru í 1.-20. sæti eru með fullan spilarétt en hinar sem urðu í 21.-45. sæti með takmarkaðan spilarétt. Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída. Nú er komið að því að kynna þá kylfinga, sem urðu í 3.-4. sæti í mótinu, m.ö.o. T-3; Maríu Hernandez frá Spáni og Ariyu Jutanugarn frá Thaílandi. Byrjað verður á Maríu. María lék á samtals 9 undir pari, 351 höggi (67 73 71 65 75). Maria Hernandez fæddist 24. mars 1986 í Pamplona á Spáni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 11:00

PGA: Örn Tiger – Myndskeið

Tiger Woods átti hreint frábæran 2. hring á Wyndham Championship í gær og er nú í 1. sæti í hálfleik ásamt nýliðanum Tom Hoge. Meðal frábærra tilþrifa hjá Tiger var örninn sem hann fékk á par-5 15. holu  á Segdefield. Sjá má örn Tiger með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 08:00

Byrjaðu í golfi hjá Magga Birgis – Fyrir byrjendur og lengra komna – 1. sept. í Endurmenntun HÍ

Í samstarfi við Golfsamband Íslands og Hissa, ráðgjafar- og fræðslumiðstöð um golf. Nú er hægt að byrja í golfi í Endurmenntun. Á námskeiðinu eru grunnatriðin í golfi kennd með Starting New At Golf (SNAG) golfkennslukerfinu sem hefur slegið í gegn út um allan heim. Kennslan fer fram í formi fyrirlestra, æfinga og leikja. Golf er vinsæl íþrótt meðal allra aldurshópa og það er hægt að byrja að spila golf hvenær sem er á lífsleiðinni. Á námskeiðinu verður farið í alla þá grunnþætti sem nauðsynlegir eru fyrir fyrstu skrefin á golfvellinum. Á NÁMSKEIÐINU ER FJALLAÐ UM: • Grunnhreyfingar í golfsveiflunni • Öll meginhögg í golfi • Siði og grunnreglur í golfleiknum • Venjur og hugarfar við golfiðkun Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 07:00

Íslandsbankamótaröðin 2015 (5): Saga efst e. 1. dag í stúlknaflokki

Saga Traustadóttir, GR er efst eftir 1. keppnisdag í stúlknaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fer á Hamarsvelli í Borgarnesi. Saga hefir leikið á 5 yfir pari, 76 höggum. Í 2. sæti eru Alexandra Eir Grétarsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss og Eva Karen Björnsdóttir, GR, báðar á 7 yfir pari, 78 höggum. Í 4. sæti er síðan Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, á 79 höggum. Sjá má stöðuna í heild í stúlknaflokki eftir 1. keppnisdag hér að neðan:  1 Saga Traustadóttir GR 7 F 36 40 76 5 76 76 5 2 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 7 F 40 38 78 7 78 78 7 3 Eva Karen Björnsdóttir GR 7 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 06:45

Íslandsbankamótaröðin 2015 (5): Patrekur og Henning Darri efstir e. 1. hring í piltaflokk

Patrekur Nordqvist Ragnarsson, GR og Henning Darri Þórðarson, GK eru efstir og jafnir í piltaflokk á Íslandsbankamótaröðinni eftir 1. keppnisdag. Fimmta mót Íslandsbankamótaraðarinnar fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi.  Þátttakendur eru 29. Báðir léku þeir Patrekur og Henning Darri á sléttu pari, 71 höggi. Staðan í heild í piltaflokki eftir 1. keppnisdag er eftirfarandi: 1 Henning Darri Þórðarson GK 0 F 39 32 71 0 71 71 0 2 Patrekur Nordquist Ragnarsson GR 2 F 37 34 71 0 71 71 0 3 Aron Skúli Ingason GM 5 F 39 35 74 3 74 74 3 4 Jóhannes Guðmundsson GR 4 F 40 35 75 4 75 75 4 5 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2015 | 06:00

Hver er kylfingurinn: Tom Hoge?

Nýliðinn Tom Hoge leiðir í hálfleik á PGA Tour mótinu Wyndham Championship ásamt sjálfum Tiger Woods. Hver er eiginlega kylfingurinn Hoge? Tom Hoge var sá 19. til þess að hljóta kortið sitt af 50 á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Tom Hoge er fæddur í Statesville, Norður-Karólínu, 25. maí 1989 og er því 26 ára og er einn af þessu ungu og upprennandi, góðu kylfingum Bandaríkjanna. Hoge er með gráðu (frá 2011) í endurskoðun og fjármálum frá Texas Christian University en Hoge spilaði með golfliði skólans í 4 ár. Eftir útskrift í háskóla 2011, gerðist Hoge atvinnumaður í golfi. Þetta ár vann Hoge The Players Cup, sem er mót á kanadíska Lesa meira