GK: Fyrirtækjakeppni Keilis 29. ág.nk.
Laugardaginn 29. ágúst n.k er Fyrirtækjakeppni Keilis. Þetta mót á sér langa sögu hjá golfklúbbnum Keili og er eitt aðal-fjáröflunarmót okkar hvert ár. Í ár er mótið sérstaklega veglegt, mótið er haldið til styrkar þeim miklu framkvæmdum sem Keilir stendur í þessa dagana. Enn verið er að stækka golfvöllinn og byggja þrjár nýjar holur. Framkvæmd sem hljóðar uppá 39 milljónir og því fjárþörf mikil þessa dagana. Í ár gefst einstakt tækifæri hjá keppendum að leika eina af nýju holunum, enn það er verðandi 15 holan, par 3 hola sem opnar 2017. Holan er ein sú glæsilegasta á landinu, þar sem slegið er yfir sjó til að ná inná flöt (sjá Lesa meira
Evróputúrinn: Horsey efstur e. 1. dag í Danmörku
Það er Englendingurinn David Horsey sem er efstur eftir 1. keppnisdag Made in Denmark mótinu, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Horsey lék á glæsilegum 8 undir pari, 63 höggum. Á hringnum fékk Horsey 1 örn, 7 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti er Wales-verjinn Oliver Farr á 7 undir pari og í 3. sæti Paul Lawrie á 6 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Made in Denmark eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR:
GO: Boltarenna tekin í notkun á Urriðavelli
Nú gefst félögum í Golfklúbbnum Oddi færi á að leika níu holur á Urriðavelli þó völlurinn sé þéttbókaður. Ákveðið hefur verið að gera þá tilraun að setja upp boltarennu við 10. teig. Með þessu móti er það von okkar hjá GO að nýting Urriðavallar verði betri og fleiri kylfingar geti leikið á góðviðursdögum. Reglurnar eru einfaldar en kylfingur setur einfaldlega sinn bolta fyrir sig og sinn ráshóp í boltarennuna. Sá leikmaður sem á boltann sem er neðst í rennunni er þá næstur út á völl opnist eyða á seinni níu holunum. Þetta á við þegar ráhópur hættir leik eftir níu holur eða að hægt sé að koma inn í ráshóp Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Garrett Phillips – 20. ágúst 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Garrett Whitney Phillips. Hún fæddist í Houston, Texas 20. ágúst 1986 og er því 29 ára í dag. Garrett hefir spilað bæði á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) og LPGA Futures Tour (nú Symetra Tour). Hún gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hún útskrifaðist frá University of Georgia, þar sem hún spilaði golf með háskólaliðinu. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólafur Bjarnason Sh, 20. ágúst 1973 (42 ára); Álsey Ve, 20. ágúst 1987 (28 ára) og Góðir Landsmenn Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira
LPGA: Brooke Henderson hlýtur keppnisrétt á LPGA
Kanadíski kylfingurinn Brooke Henderson er aðeins 17 ára, en hefir þegar sigrað á fyrsta LPGA móti sínu. Hún sigraði nú s.l. helgi í fyrsta LPGA móti sínu, Cambia Portland Classic sem er nokkuð sérstakt þar sem hún var ekki einu sinni með keppnisrétt á mótaröðinni, ja, þar til nú. Því sigurinn tryggir henni 2 ára keppnisrétt á LPGA. Hún er eins og segir aðeins 18 og varð að biðja framkvæmdastjóra LPGA um undanþágu, sem hann veitti henni þá þegar. „Brooke hefir svo sannarlega unnið fyrir kortinu sínu, og við hlökkum til þess að hún taki þátt í mótum mótaraðar okkar og verði hluti af fjölskyldu okkar,“ sagði Whan sem veitti Lesa meira
Miss Texas rappar og biður Spieth um deit!
Þegar maður er nr. 1 á heimslistanum, líkt og Jordan Spieth, þá leynast allskyns freistingar bakvið hornið og eins og Spieth hefir komist að þá eru honum stöðugt boðin allskyns gylliboð. Eitt þeirra barst honum í beinni útsendingu þar sem fréttamaður Rangers var að taka viðtal við núverandi Miss Texas, Shannon Sanderford. Sú er að vekja athygli á sér fyrir Miss America fegurðarsamkeppnina sem fram fer 13. september n.k. Hún var m.a. spurð hvað hún ætlaði að gera í hæfileikahluta fegurðarsamkeppninnar á hafnarboltaleik Rangers, þar sem hún fékk að vera með fyrsta kastið (enska: first pitch) Sanderford svaraði að hún ætlaði að rappa. Hún var þá beðin um smá sýnishorn Lesa meira
19 atriði sem þið vissuð ekki um Jason Day
Golf Digest hefir tekið saman í máli og myndum 19 atriði sem þið vissuð ekki um Jason Day. Ja hérna, eflaust eru nú þar á meðal atriði sem þið vissuð en upptalningin er góð engu að síður. Day hefir mikið verið í kastljósi fjölmiðla undanfarna daga eftir sigur á PGA Championship; fyrsta risamóts sigri sínum. Þá hefir verið mikið rætt um m.a. erfiða æsku Day og hvernig allt kynni að hafa farið til verra vegar hjá honum hefði hann ekki fundið golfið, samskipti hans við þjálfara hans nú kaddý Colin Swatton, samband Day við konu sína Ellie; soninn Dash ofl. ofl. Hérna má sjá atriðin 19 um Day með því Lesa meira
GR: Garðar Eyland hættir sem frkv.stj.
Golfklúbbur Reykjavíkur og Garðar Eyland framkvæmdastjóri GR hafa komist að samkomulagi um starfslok vegna aldurs. Samkvæmt samkomulaginu hættir Garðar störfum að loknum aðalfundi félagsins sem fram fer í desember. Garðar hefur starfað lengi fyrir klúbbinn, settist í stjórn GR árið 1984 og árið 1993 hann tók við sem formaður klúbbsins. Því embætti gengdi hann svo til lok ársins 1998. Haustið 2006 var Garðar svo ráðinn framkvæmdastjóri og hefur gengt því starfi síðan. Garðar hefur m.a. stýrt uppbyggingu vallarins við Korpúlfsstaði og er við hæfi að því verkefni sé nú formlega að ljúka með uppbyggingu á 27 holu golfvelli.
Els vann Payne Stewart verðlaunin
Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els vann Payne Stewart verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur í góðgerðarmálum. Els hefir lengi stutt einhverfa, en sonur hans er einmitt einhverfur. NBC tók viðtal við Els eftir að kunngert var um verðlaunin og var Els m.a. spurður um hvern hann teldi geta tekið við af Tiger og unnið 14 risatitla líkt og hann. Ernie Els sagði hvern þessara góðu nýju kylfinga á borð við Rickie Fowler, Jordan Spieth, Rory eða Brooks Koepka geta unnið risatitlana og sagðist hann þá eflaust gleyma einhverjum nöfnum í upptalningunni. Til þess að sjá viðtal NBC við Ernie Els eftir að gert var kunnugt um Payne Stewart verðlaunin SMELLIÐ HÉR:
GA: Golfklúbbur Akureyrar 80 ára!
Í dag er stór dagur hjá Golfklúbbi Akureyrar þar sem klúbburinn fagnar 80 ára afmæli sínu. Það var 19 ágúst 1935 sem 27 menn hittust í Samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri, í þeim tilgangi að stofna golfklúbb á Akureyri og var Gunnar Schram kosinn fyrsti formaður Golfklúbbs Akureyrar og var fyrsti golfvöllurinn 6 holur á Gleráreyrum. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag státar GA af einum glæsilegasta golfvelli landsins á Jaðri. Miklar breytingar hafa átt sér stað á vellinum á undanförnum árum og sér nú fyrir endann á þeim. Nú í sumar klárast framkvæmdir við 6 holu æfingavöll og á haustmánuðum verður hafist handa við að byggja Lesa meira









