Keegan Bradley grínast með hvað Luke Donald er stuttur af teig
Keegan Bradley er nr. 10 á listanum yfir högglengstu kylfinga á PGA Tour. Luke Donald, hmm… já hvar er hann eiginlega á listanum yfir högglengstu kylfinga mótaraðarinnar? Maður verður að fara niður listann og neðar og enn neðar og ….. já einmitt hann er í 178. sætinu. Að meðaltali drævar Donald 277 yarda (253 metrar) en Bradley 306,1 yarda (289.9 metra). Bradley af ókunnum ástæðum fór að grínast með það á Twitter hversu höggstuttur Luke Donald væri. Og sá svaraði fyrir sig með því að skrifa hæðnislega að Bradley drykki bara eplamjöð. ???? What? Hvað er eiginlega að því að drekkja Apple Ale eins og drykkurinn heitir á ensku? Og Lesa meira
Björn Óskar sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosó
Björn Óskar Guðjónsson, GM sigraði í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ nú um helgina, 20. september. sl. Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi: 1. Björn Óskar Guðjónsson GM 2. Kristófer Tjörvi Einarsson GV 3. Kristján Benedikt Sveinsson GA 4. Arna Rún Kristjánsdóttir GM 5. Ragnar Már Ríkarðsson GM 6. Sverrir Haraldsson GM Til þess að sjá nánari umfjöllun um Unglingaeinvígið SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Sólveig Leifsdóttir – 21. september 2015
Það er Sólveig Leifsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Sólveig er fædd 21. september 1951. Hún er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Sólveig er góður kylfingur og það er sannkölluð ánægja og heiður að spila golf með henni; hún er góður félagi utan vallar sem innan. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sólveig Leifsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Albína Unndórsdóttir (68 ára); Siglfirðingur Siglufirði (57 ára); Hulda Björg Birgisdóttir (55 ára); Lia Biehl, (spilaði á LPGA) 21. september 1969 (46 ára); Svana Jónsdóttir (39 ára); Hannes Jóhannsson, GSG, 21. september 1979 Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Rikard Karlberg?
Rikard Karlberg sigraði á Opna ítalska í gær og var sigurinn sá fyrsti hjá Karlberg á Evrópumótaröðinni. Við sigurinn fer Karlberg úr 247. sætinu á heimslistanum í 133. sætið. En hver er kylfingurinn? Rikard Karlberg er fæddur í 1. desember 1986 og er því 28 ára. Árið 2007 varð Karlberg í efsta sæti á stigalista Nordic Golf League þar sem hann hafði sigrað í 4 mótum og þannig vann hann sér inn kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu. Hann var nýliði á Evrópumótaröðinni 2014 þó hann hafi þegar tekið þátt í 70 mótum á Evrópumótaröðinni; aðallega gegnum mót sín, sem hann tók þátt í á Áskorendamótaröðinni en einnig keppti hann á Lesa meira
Skrítið en satt (7/8)
Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósettu, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar BOULDER CREEK G.C., STREETSBORO, OHIO Lesa meira
PGA: Jason Day sigraði og er nr. 1 á heimslistanum yngstur Ástrala
Jason Day virðist óstöðvandi þessa dagana. Hann vann yfirburðarsigur á BMW Championship; lék á samtals 22 undir pari, 262 höggum (61 63 69 69). Næsti maður á eftir Day var Daníel Berger og átti Day 6 högg á hann þ.e. Berger lék á samtals 16 undir pari. Með þessum sigri er Jason Day orðinn nr. 1 á heimslistanum, yngstur Ástrala sem þar hafa setið (Greg Norman og Adam Scott) aðeins 27 ára. Til þess að sjá lokastöðuna á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á BMW Championship SMELLIÐ HÉR:
Solheim Cup 2015: Viðbrögð nokkurra kylfinga við 17. flatardramanu hjá Pettersen/Hull g. Lee/Lincicome
Hér má lesa viðbrögð nokkurra kylfinga við dramanu á 17. flöt St. Leon Rot í morgun SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Jóhannsson – 20. september 2015
Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 35 ára í dag. Adam Örn er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS). Hann hefir sigrað í ýmsum opnum mótum m.a. haustmótaröð GVS 2011 og Opna Carlsberg mótinu hjá Golfklúbbi Hveragerðis 2012. Adam Örn Jóhannsson · 35 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marty Schiene, 20. september 1958 (57 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (54 ára); Jenny Murdock, 20. september 1971 (44 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (37 ára – spilar á PGA Tour) Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
Evróputúrinn: Karlberg sigraði á Opna ítalska e. bráðabana við Kaymer
Svíinn Rikard Karlberg vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni í dag, þegar hann bar sigurorð af Martin Kaymer í bráðabana en báðir voru efstir og jafnir að loknum 72 holum. Karlberg lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (67 67 68 67) og Kaymer (68 66 65 70). Það þurfti því bráðabana til að ná fram úrslitum þannig að par-4 18. holan var spiluð 2 var. Karlberg sigraði með fugli í 2. skipti sem holan var spiluð. Til þess að sjá högg 4. hringsins þ.e. lokahrings Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ítalska SMELLIÐ HÉR:
Solheim Cup 2015: Bandarísku stúlkurnar sigruðu – USA 14 1/2 – Evrópa 13 1/2
Sveit Bandaríkjanna í Solheim Cup var rétt í þessu að sigra í Solheim Cup, sem fram fór á St. Leon Rot golfvellinum, nálægt Heidelberg, í Þýskalandi. Allir síðustu leikirnir unnust af hálfu Bandaríkjanna. Gerina Piller gerði úti um vonir sveitar Evrópu þegar hún vann Caroline Masson 1&0. Þar áður var nýliðinn Alison Lee búin að vinna hina frönsku Gwladys Nocera. Lisette Salas vann Aza Muñoz 3 &1. Angela Stanford vann Suzann Pettersen 2&1 á hinni örlagaríku 17. holu. Cristie Kerr vann ensku stúlkuna ungu Charley Hull 3&2. Caroline Hedwall tapaði stærst fyrir Michelle Wie 6&4. Paula Creamer vann heimakonuna Söndru Gal nokkuð stórt 4&3 – Hún lauk keppninni eins Lesa meira










