44 fyndnustu augnablik í golfinu (1/44)
E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
PGA: Rory tilbúinn fyrir Tour Championship
Mót vikunnar á PGA Tour er lokamót keppnistímabilsins, Tour Championship, sem fram fer í East Lake í Atlanta, Georgia. Sigur sérhverra hinna 5 sem efstir eru á FedExCup listanum: Jason Day, Jordan Spieth, Rickie Fowler, Henrik Stenson eða Bubba Watson tryggir þeim hinum sama $10 milljóna bónuspottinn, sem allir 30 lokakeppendurnir keppast um. Eftir því sem neðar dregur á listanum verða líkurnar skiljanlegri minni, s.s. í tilviki Harris English, sem þarf á smá kraftaverki að halda til þess að taka bónuspottinn. Sá sem á mestu möguleikana er Jason Day, en hann hefir sigrað í 5 mótum á PGA Tour 2015. „Það stig sjálfstraust sem ég spila með nú er hærra en það hefir nokkru Lesa meira
Juli Inkster ræðir um samtal sitt við Petterson – Myndskeið
Juli Inkster fyrirliði bandaríska liðsins í Solheim Cup og norska frænka okkar Suzann Pettersen, sem olli öllu fjaðrafokinu út af pútti sem ekki var gefið á 17. holu sunnudagsmorguninn 20. september s.l. í Solheim Cup 2015, áttu saman gott samtal að leik loknum. Inster ræðir um þetta samtal sitt við Petterson í Morningdrive og má sjá myndskeið af því með því að SMELLA HÉR:
PGA: Furyk ekki með í East Lake
Jim Furyk dró sig úr Tour Championship í gær vegna meiðsla á úlnlið, en þessu meiðsl voru líka ástæða þess að hann hætti leik eftir aðeins 6 holur á fyrsta hring BMW Championship í síðustu viku. Furyk, sem sigraði á Tour Championship árið 2010, er nr. 7 á heimslistanum. Staða hans á Forsetabikarslistanum er óljós. Hinn 45 ára Furyk var greindur með marinn beinvef (ens. bone contusion) í vinstri úlnlið. Hann verður í endurhæfingu og vonast eftir að komast í forsetabikarslið Bandaríkjanna. Furyk hefir aldrei dregið sig úr móti á PGA og hefir hann spilað í 477 mótum samfellt án þess nokkurn tímann að draga sig úr móti. „Meðan að ég er vonsvikinn Lesa meira
PGA: Fyndið mat Stenson á hvernig sér muni ganga á Tour Championship
Henrik Stenson er einn af aðeins 4 kylfingum sem taka þátt í Tour Championship á East Lake, lokamóti keppnistímabilsins á PGA Tour sem unnið hefir mótið…. …. og hefir því tekið heim einn hæsta sigurtékka sem stílaður er á nokkurn vinningshafa í golfinu. Og Stenson var með heldur fyndið mat á hvernig sér myndi ganga í mótinu í ár. Þannig sagði hann: „Ég á enn eitt tækifæri (á sigri) og það ætti ekkert að vera of erfitt að (skrúbba gólfið með þessum náungum í þessari viku þ.e.) fara léttilega með þá, ekki satt? Það er enginn sem er að spila neitt sérstaklega eða er með of mikið sjálfstraust eða hefur Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-12 á Cougar Cup
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State tóku þátt í Cougar Cup, sem fram fór í Palouse Ridge golfklúbbnum, í Pullman hjá Washington State University. Mótið fór fram 21.-22. september og lauk í gær. Þátttakendur voru 12 háskólalið. Guðrún Brá stóð sig virklega vel; lék á samtals 5 yfir pari, 221 höggi (77 73 71) og varð T-12. Fresno State varð í 3. sæti af 12 háskólaliðum, sem þátt tóku. Til þess að sjá lokastöðuna í Cougar Cup SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Guðrúnar Brá er Rose City Collegiate í Aurora, Oregon þann 28. september n.k.
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst í 3. sæti!!! Gísli T-26 og Bjarki T-46 í Toledo
Þrír íslenskir kylfingar tóku þann 21.-22. september 2015 þátt í Inverness Intercollegiate; þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og lið hans ETSU og Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson GB og lið þeirra Kent State. Mótinu lauk í dag og keppendur voru 75. Guðmundur Ágúst lauk keppni í 3. sæti í einstaklingskeppninni; en hann lék betur með hverjum hringnum; var á 2 yfir pari, 215 höggum (73 72 70). Gísli varð T-27 lék á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (73 77 75). Bjarki er T-51 á samtals 17 yfir pari 230 högg (77 75 78). Lið Guðmundar Ágústs ETSU varð í 2. sæti en Kent State, lið Gísla og Bjarka Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ingólfur Theodór Bachmann – 22. september 2015
Það er Ingólfur Theodor Bachmann, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingólfur Theodór er fæddur 22. september 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag!!! Ingólfur Theodór Bachmann (40 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Bland, frá S-Afríku, 22. september 1945 (70 ára merkisafmæli!!!); Halldóra Helgadottir, 22. september 1949 (66 ára); Jerry Anderson 22. september 1955 (60 ára merkisafmæli!!!); Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (58 ára); Greg Bruckner, 22. september 1959 (56 ára); Michele Berteotti, 22. september 1963 (52 ára); Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (35 ára); Joaquin Estevez, (frá Argentínu), 22. september 1984 (31 árs); Áslaug Jónsdóttir, 22. september Lesa meira
Skrítið en satt (8/8)
Golfvöllurinn er rólegur staður þar sem hægt er að flýja raunveruleikann, en stundum er það sem gerist þar skrítnara en raunveruleikinn. Nick Price drævaði eitt sinn golfbolta og hann festist í óæðri enda svíns. Golf Digest bað þá sem „followa” blaðið á félagsmiðlunum (Twitter og Facebook) að deila skrítnustu sögum sínum af golfvellinum. Þar á meðal eru nokkur atriði sem virkilega koma á óvart; t.a.m. óheppni kylfingurinn sem leitaði skjóls fyrir stormi innan í færanlegu klósettu, en síðan feykti vindurinn færanlega klósettið út í móa. Við hér á Golf 1 ætlum að spara ykkur skítugu smáatriðin en hér fara nokkrar sögur sem okkur fundust skemmtilegar LINGAN G. & C.C., SYDNEY, Lesa meira
Solheim Cup 2015: Pettersen biðst afsökunar á reglufestu sinni – Myndskeið
Norska frænka okkar Suzann Pettersen hefir beðið afsökunar á að hafa farið að golfreglum í Solheim Cup. Nýtt sér golfreglurnar til þess að ná stigi fyrir lið sitt. Golfreglurnar eru hluti af golfleiknum líka – þannig að setja má spurningarmerki við hvort rétt hafi verið að biðjast afsökunar? Á sunnudagsmorgninum þegar Suzann ásamt Charley Hull voru að ljúka síðdegisfjórboltaleik sínum gegn nýliðanum Alison Lee og Brittany Lincicome í bandaríska liðinu á Solheim Cup tók Lee upp bolta sinn eftir að hafa púttað fyrir stigi og eftir að púttið geigaði. Suzann fór til dómara og sagði að þær hefðu ekki gefið púttið – skv. reglubókinni varðar það holutapi hafi andstæðingarnir ekki gefið púttið. Lesa meira










