GSÍ: Kveðja frá Hauki Erni Birgissyni, forseta GSÍ
Ágæti kylfingur. Íslenskir kylfingar hafa í gegnum tíðina ekki haft mikil tengsl við Golfsamband Íslands. Ef frá eru taldir afrekskylfingar, þá sækja íslenskir kylfingar nánast alla þjónustu til golfklúbbanna sinna og taka þátt í störfum þeirra. Mig grunar því að flestir kylfingar séu almennt grandlausir um hlutverk golfsambandsins, markmið þess og daglega starfsemi. Úr þessu er sjálfsagt að bæta. Golfsambandið mun í framtíðinni senda reglulega út rafrænt fréttabréf til allra skráðra kylfinga á Íslandi, til viðbótar við hefðbundna útgáfu tímaritsins Golf á Íslandi. Það er von mín fréttabréfið gefi þér betri innsýn í störf golfhreyfingarinnar á Íslandi en þeim allra hörðustu bendi ég á að fundargerðir stjórnarfunda má alltaf nálgast Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Vijay Singh ———- 22. febrúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Vijay Singh. Hann er aldeilis búinn að standa sig vel á Northern Trust Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Vijay var mikið í fréttum fyrir tæpum 3 árum (2013) vegna notkunar á hjartarhornsspreyi, sem inniheldur ólögleg efni, sem eru á bannlista PGA. Vijay Singh fæddist 22. febrúar 1963 á Lautoka á Fídji og á því 53 ára afmæli í dag!!!! Hann ólst upp í Nadi. Í dag býr hann á Ponte Vedra Beach í Flórída. Um barnæsku sína sagði Vijay eitt sinn við blaðamenn: “Þegar ég var krakki höfðum við ekki efni á golfboltum og við urðum að spila með kókoshnetum. Faðir minn sagði: “Vijay Lesa meira
Þetta slæma æfingahögg segir allt sem segja þarf um slæmt gengi Spieth á Northern Trust
Heimsins besti, Jordan Spieth, átti mót í Northern Trust sem hann vill örugglega helst gleyma sem fyrst. Hann komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð. Á fyrsta hring spilaði hann eins og byrjandi, var á 79 júmbóhöggum sem er allt of mikið meðal þeirra bestu sem helst verða að skila hring undir 65 þ.e. 14 höggum betur eigi þeir yfirleitt að eiga sjéns að blanda sér meðal efstu mann. Spieth fylgdi arfaslaka hringnum eftir með hring sem var 11 höggum betri, þ.e. 68 … en það dugði ekki. Hvað er eiginlega að? Þreyta, meiðsli, of mikil ferðalög, jetlag? Eftir að sjá þetta slaka æfingahögg hans skýrast málin kannski Sjá frétt Fox Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 10. sæti
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og ETSU, endaði í 52. sæti á háskólamóti með East Tennessee State háskólaliðinu í Bandaríkjunum. Mótið sem um ræðir var The Prestige at PGA og fór fram á La Quinta, í Kaliforníu. Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á +11 samtals (74-78-72). Sigurvegarinn, Zach Wright frá Louisiana State University (LSU) lék á -11 samtals. ETSU liðið endaði í 10. sæti í liðakeppninni af alls 13 liðum sem tóku þátt. Næsta mót hjá Guðmundi og félögum hans er 11.-13. mars. Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Bubba sigraði á Northern Trust Open
Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á Northern Trust Open mótinu, sem var mót s.l. viku á PGA Tour. Mótið fór að venju fram á Riviera GC í Pacific Palisades í Kaliforníu. Bubba lék á samtals 15 undir pari, 269 höggum (66 68 67 68). Öðru sætinu deildu Jason Kokrak og fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Adam Scott, sem báðir voru aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá lokastöðuna á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. dags Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Marcus Fraser sigraði á Maybank Championship Malaysia
Það var ástralski kylfingurinn Marcus Fraser sem sigraði á Maybank Championship Malaysia. Frasier spilaði á samtals 15 undir pari, 269 höggum (66 69 66 68). Tveir deildu 2. sætinu 2 höggum á eftir Miguel Tabuena frá Filippseyjum og Soomin Lee, frá Suður-Kóreu, báðir á samtals 13 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahrings Maybank Championship Malaysia SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á Maybank Championship Malaysia SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Guðmundsdóttir – 21. febrúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Guðmundsdóttir. Ólöf er fædd 21. febrúar 1957 og er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu Ólafar hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið… Olof Gudmundsdottir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Maurice Bembridge, 21. febrúar 1945 (71 árs); Guðbjörg Ingólfsdóttir (63 ára); Haukur Sigvaldason (59 ára); Jóhann Pétur Guðjónsson (46 ára); Þórey Eiríka Pálsdóttir (44 ára); Holly Aitchison, 21. febrúar 1987 (29 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
Vel heppnaður aðalfundur PGA á Íslandi – Ólafia Þórunn kjörinn kylfingur ársins
Aðalfundur PGA á Íslandi fór fram laugardaginn 13. febrúar s.l. í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal. Félagmenn fjölmenntu á fundinn ásamt gestum sem boðið var að taka þátt. Framkvæmdastjórum golfklúbba landsins var boðið á aðalfundinn ásamt forseta GSÍ. Stjórn PGA á Íslandi var ánægð með hversu vel var mætt úr þeim hópi. Kanadamaðurinn Liam Mucklow var með fyrirlestur á fundinum sem hófst kl. 9 að morgni og erindi hans lauk á hádegi. Mucklow deildi þar þekkingu sinni á golfi og golfkennslu með félagsmönnum PGA á Íslandi og gestum. Sjálfur aðalfundur PGA á Íslandi fór fram eftir hádegi á laugardaginn og fjölgaði töluvert í hópnum. Hlynur Geir Hjartarson, formaður PGA á Íslandi, Lesa meira
LET: Haru Nomura sigraði á ISPS Handa Women´s Australian Open
Það var japanska stúlkan Haru Normura sem sigraði á ISPS Handa Women´s Australian Open. Nomura lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (69 68 70 65). Hún átti 3 högg á þá sem varð í 2. sæti en það var nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko, sem lék á samtals 13 undir pari. Í 3. sæti varð síðan ástralska golfdrottningin Karrie Webb, á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Women´s Australian Open SMELLIÐ HÉR:
GSÍ: Vel heppnaðar æfingabúðir hjá afrekshópnum
Afrekshópar Golfsambands Íslands komu saman sunnudaginn 14. febrúar s.l. og æfðu þar undir stjórn landsliðsþjálfarans Úlfars Jónssonar og aðstoðarmanna hans. Úlfar segir í samtali við golf.is að æfingarnar hafi gengið vel þar sem lögð voru fyrir ýmis keppnislík atriði ásamt fyrirlestri hjá Kanadamanninum Liam Mucklow um styrktarþjálfun. Úlfar sagði að fyrirlestur Mucklow hafi verið áhugaverður og muni nýtast vel þeim sem á hlýddu. Þar hafi margt komið fram. „Við fengum góðar hugmyndir hjá Mucklow og að mínu mati var áhugavert hversu mikið er hægt að gera með því að byrja á því að mæla einföld atriði og hreyfingar sem leiða af sér meiri skilvirkni og gæðum í höggum. Það var Lesa meira










