Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2016 | 14:00

Þetta slæma æfingahögg segir allt sem segja þarf um slæmt gengi Spieth á Northern Trust

Heimsins besti, Jordan Spieth, átti mót í Northern Trust sem hann vill örugglega helst gleyma sem fyrst.

Hann komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð.

Á fyrsta hring spilaði hann eins og byrjandi, var á 79 júmbóhöggum sem er allt of mikið meðal þeirra bestu sem helst verða að skila hring undir 65 þ.e. 14 höggum betur eigi þeir yfirleitt að eiga sjéns að blanda sér meðal efstu mann.

Spieth fylgdi arfaslaka hringnum eftir með hring sem var 11 höggum betri, þ.e. 68 … en það dugði ekki.

Hvað er eiginlega að? Þreyta, meiðsli, of mikil ferðalög, jetlag? Eftir að sjá þetta slaka æfingahögg hans skýrast málin kannski

Sjá frétt Fox af æfingahögginu slaka og myndskeið af því með því að SMELLA HÉR: 

Óvenjuleg úrslit á Northern Trust Open þar sem Spieth er ekki á meðal efstu kylfinga má sjá með því að SMELLA HÉR: