Afmæliskylfingar dagsins: Hermóður Sigurðsson, Theodór Emil Karlsson og Þórður Vilberg Oddsson – 20. febrúar 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru þrír Hermóður Sigurðsson, Þórður Vilberg Oddsson og Theodór Emil Karlsson. Hermóður er í GKG en hinir báðir eru í dag í GM, en Þórður Vilberg var í GOB og Theodór Emil í GKJ. Þórður Vilberg fæddist 20. febrúar 1966 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Komast má á facebooksíðu Þórðar Vilbergs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Þórður Vilberg Oddsson GM (50 ára) Hermóður fæddist 20. febrúar 1971 og á því 45 ára stórafmæli. Komast má á facebooksíðu Hermóðs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hermóður Sigurðsson, GKG (45 ára) Theodór Emil fæddist 20. febrúar 1991 Lesa meira
Rory skemmtilegur í tilsvörum á blaðamannafundi Northern Trust Open
Nú nýlega á blaðamannafundi fyrir Northern Trust Open á Riviera í Kaliforniu, var Rory spurður: „Svona þegar meðalkylfingurinn spyr þig hvernig það er að slá 320 yarda dræv í upphafshögg – hvernig tilfinning er það? Rory brosti og svaraði: „Það er bara (ósköp) venjulegt.“ Aðeins einum degi áður á blaðamannafundi NBC var Brandel Chamblee hjá Golf Channel búinn að vera með áhyggjur af mikilli veru Rory í ræktinni og líkti þróuninni við þá sem Tiger hafði gengið í gegnum. Rory svaraði m.a. spurningum um þessar áhyggjur sem Chamble hefði af sér í þá veru að hann væri ekki kraftlyftingarmaður. „Ég er 165 pund (75 kíló). Ég er kylfingur, ekki kraftlyftingarmaður.“ Seinna á blaðamannafundinum Lesa meira
PGA: Jason Kokrak efstur e. 2. dag Northern Trust Open
Það var bandaríski kylfingurinn Jason Kokrak, sem skaut sér í efsta sætið á Northern Trust Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Kokrak er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 132 höggum (68 64). Í 2. sæti höggi á eftir er Chez Reavie á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Open e. 2. dag SMELLIÐ HÉR:
LET: Kang, Nomura og Shin í forystu á Opna ástraska kvenmótinu
Það eru 3 kvenkylfingar sem deila forystunni á ISPS Handa Women´s Australian Open; þær Jenny Shin, Danielle Kang og Haru Nomura. Þær eru allar búnar að spila á 9 undir pari, 207 höggum. Fjórða sætinu deila nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko og Karrie Webb. Báðar eru þær aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum 3, þ.e. á 8 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag ISPS Handa Women´s Australian Open SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Soomin Lee í forystu e. 3. dag
Það er Soomin Lee sem er í forystu eftir 3. dagMaybank Championship í Malasíu. Lee er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 198 höggum (66 68 64). Í 2. sæti er Ástralinn Marcus Frasier á samtals 12 undir pari og í 3. sæti landi hans Nathan Holman á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Maybank Championship eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Maybank Championship SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Lára Eymundsdóttir – 19. febrúar 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Lára Eymundsdóttir. Lára fæddist 19. febrúar 1970. Lára er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Lára Eymundsdóttir 19. febrúar 1970 (46 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sean Critton Pappas, 19. febrúar 1966 (50 ára); Richard Green, 19. febrúar 1971 (45 ára); Gregory Clive Owen, 19. febrúar 1972 (44 ára); Áhöfnin Á Vestmannaey , 19. febrúar 1973 (43 ára); Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 19. febrúar 1974 (42 ára) Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í Lesa meira
LET: Holly Clyburn og Catriona Matthew efstar e. 2. dag í Ástralíu
Það eru þær Holly Clyburn og Catriona Matthew sem deila forystunni á ISPS Handa Women´s Australian Open, e. 2. keppnisdag. Báðar eru búnar að spila á 8 undir pari, 136 höggum; Clyburn (71 65) og Matthew (67 69). Til þess að sjá stöðuna á ISPS Handa Women´s Australian Open SMELLIÐ HÉR:
Bieber tekur son Bubba í tíma í trommuleik
Bubba Watson, sem er í 2. sæti á Northern Trust Open ásamt Chez Reavie e. 1. dag birti meðfylgjandi mynd á Twitter. Hún er af syni Watson, Caleb, þar sem enginn annar en Justin Bieber er að taka hann í trommutíma. Bubba tvítaði: „Thanks @justinbieber for showing Caleb how to drum!! (Lausleg þýðing: „Takk @justinbieber fyrir að sýna Caleb hvernig á að tromma! #BieberFever „
PGA: Camilo Villegas efstur e. 1. dag Northern Trust Open
Það er Camilo Villegas frá Kólombíu sem er efstur eftir 1. dag Northern Trust Open. Hann lék á 8 undir pari, 63 höggum, á hring þar sem hann fékk 9 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti eru Chez Reavie og Bubba Watson, 3 höggum á eftir en þeir léku á 65 höggum. Nokkrir eiga eftir að ljúka þeik þegar þetta er ritað kl. 1:00 en ólíklegt að nokkur nái þremenningunum í efstu sætunum. Til þess að sjá stöðuna á Northern Trust Open SMELLIÐ HÉR:
Rory svarar fyrir sig
Á blaðamannafundi NBC lét Brandel Chamblee hjá Golf Channel í ljós áhyggjur um að Rory McIlroy væri að feta í fótspor Tiger í ræktinni. „Ég segi þetta með miklum tega, vegna þess að þetta er önnur kynslóð og ég veit ekki að fullu hvað hann er að gera, en þegar ég sé það sem hann hefir verið að gera í ræktinni, þá hugsa ég um það sem kom fyrir Tiger.“ „Og ég hugsa meira en nokkuð um hvað Tiger Woods gerði snemma á ferlinum með leik sínum en það var bara dæmi um hversi góður manneskja getur orðið, en það sem hann gerði um miðbikið og enda ferilsins er það Lesa meira










