Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 14:45

GSG: Mætið öll á 30 ára Afmælismót GSG á morgun!

Í tilefni af 30 ára afmæli Golfklúbbs Sandgerðis heldur klúbburinn upp á tímamótin með móti, sem fram fer á Kirkjubólsvelli á morgun, 24. apríl 2016!

Nú þegar hafa 58 kylfingar skráð sig í mótið og meðal keppanda er m.a. Örn Ævar Hjartarson, þannig að segja má að mótið sé mjög sterkt!

Enn er hægt að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR: 

Nú er um að gera að mæta í Sandgerði á morgun og taka einn hring, en völlurinn er ótrúlega góður miðað við árstíma.

Upplýsingar um mótið:

Leikfyrirkomulag: Punktakeppni

Spilað verður að venju á sumargrín.

Mótsgjald: 3000 krónur.

Verðlaun:

1.sæti höggleik 15.000kr Gjafabréf í Golfskálanum.

1.sæti punktar 15.000kr Gjafabréf í Golfskálanum.

2.sæti punktar 10.000kr Gjafabréf í Golfskálanum.

3.sæti punktar 10.000kr Gjafabréf í Golfskálanum.

4.sæti punktar 7.000kr Gjafabréf í Golfskálanum.

Nándarverðlaun á 2. og 15.braut.

Ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum.