GA: Kótilettur að Jaðri miðvikud. 27/4
Vertinn á Jaðri verður enn og aftur með kótilettur + meðlæti í hádeginu á miðvikudaginn, 27. apríl. Nóg af girnilegum kótilettum fyrir alla 🙂 Allir velkomnir.
Tiger tekur þátt í Opna bandaríska
Tiger Woods hefir skráð sig í Opna bandaríska og er talið að hann muni snúa aftur og hita upp á öðrum mótum í maí fyrir risamótið . Tiger þarf ekki í nein úrtökumót fyrir Opna bandaríska þar sem hann sigraði á mótinu 2008. En Woods á enn eftir að spila í móti á árinu, en hann hefir eins og allir vita verið að jafna sig eftir tvo bakuppskurði. Alex Miceli hjá Golfweek skrifaði að Tiger hafi skráð sig 4. apríl í risamótið sem var löngu áður en skráningarfrestur rann út. Þetta þýðir þó ekki að þetta verði fyrsta mót Tiger, en risamótið hefst í Oakmont og fer fram dagana 16.-19. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Grégory Bourdy – 25. apríl 2016
Það er franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem er afmæliskylfingur dagsins. Grégory er fæddur í Bordeaux, 25. apríl 1982 og á því 34 ára afmæli í dag. Grégory sigraði 1. september 2013 á ISPS Handa Wales Open. Þetta var 4. sigurinn hans á Evrópumótaröðinni og sá 8. á ferlinum, en Bourdy gerðist atvinnumaður í golfi 2003 eða fyrir 12 árum. Grégory hefir einnig verið aðalmaðurinn í ýmsum liðakeppnum; þannig lék hann t.a.m. í Seve Trophy 2013 og í Evr-Asíu bikarnum 2014 undir forystu Miguel Ángel Jimenéz. Grégory á systur, Melodie einnig uppnefnd „Birdie Bourdy“, sem spilaði á LET. Grégory hins vegar spilar á Evrópumótaröðinni. Hann hefir áhuga á kvikmyndum og íþróttum almennt. Lesa meira
Kynningarmyndskeið um Danny Willett
Danny Willett vann fyrsta risamót ársins, The Masters. Hver er þessi snillingur? Ef einhver veit það ekki nú þegar má e.t.v. rifja upp kynningu Golf 1 á Willett með því að SMELLA HÉR: En þetta ágæta kynningarmyndskeið um Willett líka varpar einhverju ljósi á það… SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Soomin Lee sigraði á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni
Soomin Lee frá S-Kóreu sigraði í fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni, Shenzhen International, í Genzon golfklúbbnum í Shenzhen í Kína. Hann var búinn að leiða alla keppnisdaga mótsins þegar að kvöldi í gær mótinu var frestað enn einu sinni, en þá voru það Lee, Alexander Levy, Lee Slattery, Joost Luiten, Brandon Stone og Scott Hend sem allir höfðu færi á að taka titilinn en aðeins 1 högg skildi þessa sex að. Soomin Lee went wire-to-wire at the Shenzhen International to claim his first European Tour title at Genzon Golf Club. Soomin byrjaði daginn í dag, 25. apríl 2016, í efsta sæti og átti eftir að spila 5 holur. Fugl á 16. braut og örn Lesa meira
GSÍ: Afrekshópur GSÍ tók æfingahring á Hellu
Afrekshópur GSÍ æfðu saman um s.l. helgi og voru þetta seinustu formlegu æfingabúðir GSÍ á þessu undirbúningstímabili. Hópurinn lék 18 holur á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu. Alls léku 35 kylfingar á þessum æfingahring og var hópnum skipt upp í tvö lið sem kepptu sín á milli. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, segir ágætis veður hafa verið á Hellu, en vissulega hafi verið svalt. Völlurinn lofar góðu fyrir sumarið og þetta var fínn aukaundirbúningur fyrir fyrsta móitð á Eimskipsmótaröðinni, sem fer fram þar. Við þökkum GHR kærlega fyrir góðar móttökur og að lána okkur rástíma fyrir hópinn. Úlfar vildi einnig koma á framfæri þökkum til Sportshússins og Önnu Rós sem buðu hópnum í Anti Lesa meira
Viðtal við Charley Hoffman
Charley Hoffman sigraði nú í gær sannfærandi á Valero Texas Open. Sigurinn er hans 4. á PGA Tour mótaröðinni. Annan sigur sinn (eftir þann 1. sem var 2007 á Bob Hope Chrysler Classic) vann Hoffman 2010 á Deutsche Bank Championship. Þriðja sigurinn vann hann svo á OHL Classic at Mayakoba, 16. nóvember 2014. Fjórði sigurinn kom eins og áður sagði, í gær, 24. apríl 2016. En eftir 2. sigurinn, sem var á einu móti FedEx Cup umspilsins, nánar tiltekið mánudaginn 6. september 2010 var eftirfarandi viðtal tekið við Hoffman og má rifja það upp hér: DOUG MILNE: Við bjóðum velkominn sigurvegara Deutsche Bank Championship, árið 2010, Charley Hoffman. Þetta var ótrúleg frammistaða í Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Haru Nomura?
Harukyo (Haru) Nomura (á japönsku: 野村敏京; á kóreönsku: 문민경) er fædd 25. nóvember 1992 og því 23 ára. Haru á kóreanska móður og japanskan föður og fluttist til S-Kóreu 5 ára og bjó í Seúl þar til hún útskrifaðist frá Myongji High School. Árið 2011 kaus hún sér japanskan ríkisborgararétt. Haru byrjaði að spila golf 11 ´ra og 2007 sigraði hún Japan Junior Golf Championship fyrir stelpur 12–14 ára. Haru var besti áhugamaðurinn á Japan Women’s Open árið 2009, þá aðeins 16 ára. Hún gerðist atvinnumaður 2010 eftir að hafa komist á LPGA Tour í fyrstu tilraun sinni. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Haru með því að SMELLA HÉR: Hún lauk keppni Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk leik T-36 á Big Ten
Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla kepptu á Big Ten Championships. Leikið var á Victoria National GC, í Newburgh, Indiana. Rúnar lék samtals á 9 yfir pari, 225 höggum (74 76 75) og lauk keppni T-36. Þátttakendur í mótinu voru 70 frá 14 háskólum, allt bestu kylfingar á svæði Minnesota háskóla. Til þess að sjá lokastöðuna á Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Haru Nomura sigraði á Swinging Skirts!
Það var japanski kylfingurinn Haru Nomura sem stóð uppi sem sigurvegari á Swinging Skirts LPGA Classic mótinu. Hún lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (65 70 71 73). Í 2. sæti varð Lee Anne Pace frá Suður-Afríku helum 4 höggum á eftir Nomura, þannig að sigurinn var sannfærandi hjá Haru. Gerina Piller og Na Yeon Choi frá Suður-Afríku deildu síðan 3. sætinu á 4 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:










