Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 20:00

GA: Kótilettur að Jaðri miðvikud. 27/4

Vertinn á Jaðri verður enn og aftur með kótilettur + meðlæti í hádeginu á miðvikudaginn, 27. apríl. Nóg af girnilegum kótilettum fyrir alla 🙂 Allir velkomnir.

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 18:00

Tiger tekur þátt í Opna bandaríska

Tiger Woods hefir skráð sig í Opna bandaríska og er talið að hann muni snúa aftur og hita upp á öðrum mótum  í maí fyrir risamótið . Tiger þarf ekki í nein úrtökumót fyrir Opna bandaríska þar sem hann sigraði á mótinu 2008. En Woods á enn eftir að spila í móti á árinu, en hann hefir eins og allir vita verið að jafna sig eftir tvo bakuppskurði. Alex Miceli hjá Golfweek skrifaði að Tiger hafi skráð sig 4. apríl í risamótið sem var löngu áður en skráningarfrestur rann út. Þetta þýðir þó ekki að þetta verði fyrsta mót Tiger, en risamótið hefst í Oakmont og fer fram dagana 16.-19. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Grégory Bourdy – 25. apríl 2016

Það er franski kylfingurinn Grégory Bourdy, sem er afmæliskylfingur dagsins. Grégory er fæddur í Bordeaux, 25. apríl 1982 og á því 34 ára afmæli í dag. Grégory sigraði 1. september 2013 á ISPS Handa Wales Open. Þetta var 4. sigurinn hans á Evrópumótaröðinni og sá 8. á ferlinum, en Bourdy gerðist atvinnumaður í golfi 2003 eða fyrir 12 árum. Grégory hefir einnig verið aðalmaðurinn í ýmsum liðakeppnum; þannig lék hann t.a.m. í Seve Trophy 2013 og í Evr-Asíu bikarnum 2014 undir forystu Miguel Ángel Jimenéz. Grégory á systur, Melodie einnig uppnefnd „Birdie Bourdy“, sem spilaði á LET. Grégory hins vegar spilar á Evrópumótaröðinni. Hann hefir áhuga á kvikmyndum og íþróttum almennt. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 15:30

Kynningarmyndskeið um Danny Willett

Danny Willett vann fyrsta risamót ársins, The Masters. Hver er þessi snillingur? Ef einhver veit það ekki nú þegar má e.t.v. rifja upp kynningu Golf 1 á Willett með því að SMELLA HÉR:  En þetta ágæta kynningarmyndskeið um Willett líka varpar einhverju ljósi á það… SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 14:00

Evróputúrinn: Soomin Lee sigraði á fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni

Soomin Lee frá S-Kóreu sigraði í fyrsta móti sínu á Evrópumótaröðinni, Shenzhen International, í Genzon golfklúbbnum í Shenzhen í Kína. Hann var búinn að leiða alla keppnisdaga mótsins þegar að kvöldi í gær mótinu var frestað enn einu sinni, en þá voru það Lee, Alexander Levy, Lee Slattery, Joost Luiten, Brandon Stone og Scott Hend sem allir höfðu færi á að taka titilinn en aðeins 1 högg skildi þessa sex að. Soomin Lee went wire-to-wire at the Shenzhen International to claim his first European Tour title at Genzon Golf Club. Soomin byrjaði daginn í dag, 25. apríl 2016, í efsta sæti og átti eftir að spila 5 holur.  Fugl á 16. braut og örn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 13:00

GSÍ: Afrekshópur GSÍ tók æfingahring á Hellu

Afrekshópur GSÍ æfðu saman um s.l. helgi og voru þetta seinustu formlegu æfingabúðir GSÍ á þessu undirbúningstímabili. Hópurinn lék 18 holur á Strandarvelli hjá Golfklúbbi Hellu. Alls léku 35 kylfingar á þessum æfingahring og var hópnum skipt upp í tvö lið sem kepptu sín á milli. Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari, segir ágætis veður hafa verið á Hellu, en vissulega hafi verið svalt. Völlurinn lofar góðu fyrir sumarið og þetta var fínn aukaundirbúningur fyrir fyrsta móitð á Eimskipsmótaröðinni, sem fer fram þar. Við þökkum GHR kærlega fyrir góðar móttökur og að lána okkur rástíma fyrir hópinn. Úlfar vildi einnig koma á framfæri þökkum til Sportshússins og Önnu Rós sem buðu hópnum í Anti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 11:00

Viðtal við Charley Hoffman

Charley Hoffman sigraði nú í gær sannfærandi á Valero Texas Open. Sigurinn er hans 4. á PGA Tour mótaröðinni. Annan sigur sinn (eftir þann 1. sem var 2007 á Bob Hope Chrysler Classic) vann Hoffman 2010 á Deutsche Bank Championship.  Þriðja sigurinn vann hann svo á OHL Classic at Mayakoba, 16. nóvember 2014. Fjórði sigurinn kom eins og áður sagði, í gær, 24. apríl 2016. En eftir 2. sigurinn, sem var á einu móti FedEx Cup umspilsins, nánar tiltekið mánudaginn 6. september 2010 var eftirfarandi viðtal tekið við Hoffman og má rifja það upp hér: DOUG MILNE: Við bjóðum velkominn sigurvegara Deutsche Bank Championship, árið 2010, Charley Hoffman. Þetta var ótrúleg frammistaða í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Haru Nomura?

Harukyo (Haru) Nomura (á japönsku: 野村敏京; á kóreönsku: 문민경) er fædd 25. nóvember 1992 og því 23 ára. Haru á kóreanska móður og japanskan föður og fluttist til S-Kóreu 5 ára og bjó í Seúl þar til hún útskrifaðist frá Myongji High School. Árið 2011 kaus hún sér japanskan ríkisborgararétt. Haru byrjaði að spila golf 11 ´ra og 2007 sigraði hún Japan Junior Golf Championship fyrir stelpur 12–14 ára. Haru var besti áhugamaðurinn á Japan Women’s Open árið 2009, þá aðeins 16 ára. Hún gerðist atvinnumaður 2010 eftir að hafa komist á LPGA Tour í fyrstu tilraun sinni.  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Haru með því að SMELLA HÉR:  Hún lauk keppni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar lauk leik T-36 á Big Ten

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota háskóla kepptu á Big Ten Championships. Leikið var á Victoria National GC, í Newburgh, Indiana. Rúnar lék samtals á 9 yfir pari, 225 höggum (74 76 75) og lauk keppni T-36. Þátttakendur í mótinu voru 70 frá 14 háskólum, allt bestu kylfingar á svæði Minnesota háskóla. Til þess að sjá lokastöðuna á Big Ten Championship SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 25. 2016 | 08:00

LPGA: Haru Nomura sigraði á Swinging Skirts!

Það var japanski kylfingurinn Haru Nomura sem stóð uppi sem sigurvegari á Swinging Skirts LPGA Classic mótinu. Hún lék á samtals 9 undir pari, 279 höggum (65 70 71 73). Í 2. sæti varð Lee Anne Pace frá Suður-Afríku helum 4 höggum á eftir Nomura, þannig að sigurinn var sannfærandi hjá Haru. Gerina Piller og Na Yeon Choi frá Suður-Afríku deildu síðan 3. sætinu á 4 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Swinging Skirts LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: