Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: 6 efstir e. 1. dag Nordea Masters

Það eru 6 kylfingar sem deila efsta sætinu eftir 1. dag á Nordea Masters, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Þetta eru þeir Clément Berardo, Florian Fritsch, Sébastien Gros, Scott Henry, Andrew Johnston og Marc Warren. Allir spiluðu framangreindir 6 kylfingar á 5 undir pari, 67 höggum. Spilað er venju skv. á golfvelli Bro Hof Slott GC, rétt utan við Stokkhólm. Annar hringur er þegar hafinn og snemma dags er Englendingurinn Matthew Fitzpatrick efstur á samtals 11 undir pari (68 65) en margir hafa ekki lokið hringjum sínum. Sjá má stöðuna á Nordea Masters með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 1. dags á Nordea Masters með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2016 | 18:30

Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Guðmundur og Haraldur með lægstu forgjöfina á Símamótinu í karlaflokki og Guðrún Brá í kvennaflokki

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK er með lægstu forgjöf kvenna í 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem hefst á morgun, föstudaginn 3. júní 2016,  á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Meðalforgjöf keppenda í kvennaflokki er 4,2 en alls 21 kylfingur skráður til leiks í kvennaflokki. Forgjafarmörkin á Eimskipsmótaröðina 2016 í kvennflokki er 8,5. Sjá má röð forgjafarlægstu kvenkylfingana á Símamótinu hér að neðan:  GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru með lægstu forgjöfina í karlaflokki á Símamótinu sem hefst á morgun, föstudaginn 3. júní 2016. Meðalforgjöf keppenda í karlaflokki er 2,3 en alls eru 84 keppendur skráðir til leiks í karlaflokki. Til samanburðar var meðalforgjöfin á Egils-Gullmótinu sem fram fór fyrir hálfum mánuði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Lindy Duncan (33/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 32 stúlkur verið kynntar og nú verða kynntar þær sem deildu 15. sætinu. Í gær var Pannarat Thanapolboonyaras, frá Thaílandi kynnt og eftir er að kynna Lindy Duncan, frá Bandaríkjunum; Bertine Strauss, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Charles Sifford —- 2. júní 2016

Það er Charles Sifford sem er afmæliskylfingur dagsins. Charles Sifford fæddist í Charlotte, Norður-Karólínu 2. júní 1922 og lést 3. febrúar 2015. Sjá með því að SMELLA HÉR: Hann hefði orðið 94 ára í dag. Hann hóf feril sinn í golfi 13 ára þegar hann gegndi störfum kaddýs. Seinna keppti hann á golfmótum svartra þar sem svörtum var ekki heimiluð þátttaka á PGA. Hann reyndi fyrst að komast á PGA 1952 á Phoenix Open og notaði boð þáverandi heimsmeistara í boxi Joe Louis, en varð m.a. fyrir líflátshótunum vegna litarháttar síns og mátti þola allskyns kynþáttatengd meiðyrði þegar hann keppti í mótum upp frá því. Sifford sigraði 1957 Long Beach Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2016 | 08:00

Ólafía og Valdís ekki með á Evían

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL komust hvorugar áfram á Evían risamótið, sem fram fer í Evían Les Bains í Frakklandi síðar í sumar úr úrtökumótinu, sem þær tóku báðar þátt í. Aðeins 2 efstu kylfingarnir í mótinu komust áfram en það voru hvorutveggja reynslumiklir LET kylfingar, sem náðu þeim sætum; sú sem var efst var rússneski kylfingurinn Maria Verchenova og hin, hin danska Nanna Koertz Madsen. Sjá má eldri kynningar Golf 1 á Maríu með því að SMELLA HÉR: og Nönnu með því að SMELLA HÉR:  Sigurskor Verchenovu  og Koertz Madsen var 1 undir pari, 141 högg; Verchenova (72 69) og Koertz Madsen Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Pannarat Thanapolboonyaras (32/49)

Lokaúrtökumót LPGA, möo Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 31 stúlka verið kynntar og nú verða kynntar þær sem deildu 15. sætinu en það eru þær: Pannarat Thanapolboonyaras, frá Thaílandi; Lindy Duncan, frá Bandaríkjunum; Bertine Strauss, frá Suður-Afríku og Holly Clyburn, frá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 37 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Dísa Í Blómabúðinni, 1. júní 1960 (56 ára); Rafnkell Guttormsson, 1. júní 1970 (46 ára);  Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (39 ára) kólombísk á LPGA; Dagmar Una Ólafsdóttir, 1. júní 1981 (35 ára) Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (28 ára) og Carlota Ciganda, 1. júní 1990 (26 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2016 | 08:45

Rose ekki með í Memorial

Justin Rose verður ekki með í móti vikunnar á PGA, The Memorial vegna bakverks. Hann dró sig einnig úr flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA Championship vegna sama lasleika í baki. Nr. 10 á heimslistanum (Rose) sem sigraði í Muirfield Village 2010 og var í 2. sæti 2008 og 2015, er stefnir hins vegar á að mæta keikur og frískur til leiks á Opna bandaríska risamótinu, sem hefst eftir rúmar 2 vikur. „Ég vil vera 100% í góðu formi, tilbúinn og einbeittur fyrir Opna bandaríska,“ sagði Rose í viðtali við Sky Sports, en hann var m.a. golfskýrandi stöðvarinnar s.l. sunnudag á Wentworth. „Á hverjum degi tek ég framförum og jafnvel þó það sé mikilvægt að flýta Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2016 | 06:00

Ko staðfestir þátttöku í Opna kanadíska

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko, hefir staðfest að hún muni taka þátt í Opna kanadíska, sem hefst aðeins 5 dögum eftir að keppni kvenkylfinga á Ólympíuleikunum í Brasilíu lýkur. Ko var í Calgary í þessari viku að taka út  Priddis Greens Golf and Country Club, þar sem Opna kanadíska hefst 25. ágúst n.k. Kanada á sérstakan stað í hjarta Ko því þar varð hinn 19 ára golfdrottning yngsti sigurvegari mótsins árið 2012, aðeins 15 ára. Ko hefir síðan þá sigrað í mótinu 3 sinnum af síðustu 4 sem haldin hafa verið. Tryggð hennar við mótið þýðir að hún verður að hrista af sér alla Ólympíu þreytu, en hún Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2016 | 05:00

Ólafía T-9 e. 1. hring á úrtökumóti f. Evían

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL taka þátt í úrtökumóti fyrir Evían risamótið. Eftir 1. hring, sem leikinn var í síðasta mánuði þ.e. í gær 31. maí er staðan sú að Ólafía Þórunn er jöfn öðrum kvenkylfingi í 9. sæti en Valdís Þóra á mikið verk fyrir höndum ætli hún sér að taka þátt í risamótinu. Ólafía Þórunn lék á 2 yfir pari, 73 höggum en Valdís Þóra á 8 yfir pari, 79 höggum. Efst eftir 1. hring eru Amy Boulden frá Wales og Anne Van Dam frá Hollandi, báðar á 2 undir pari, 69 höggum, aðeins 4 höggum frá skori Ólafíu Þórunnar. Lesa meira