Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2016 | 07:00

GO: Marólína og Bryndís Lýðs sigruðu á Soroptimistamótinu!!!

Á fimmtudaginn 2. júní var haldið árlegt styrktargolfmót Soroptimistaklúbbs Reykjavíkar á Urriðavelli í  Golfklúbbnum Oddi. Í ár tóku um 130 kvenkylfingar þátt og luku 121 keppni. Keppt var í 2 forgjafarflokkum  (0-20,4 og 20,5-36) og keppnisfyrirkomulag hefðbundið punktakeppni og veitt verðlaun fyrir besta skor, auk fjölda glæsilegra aukaverðlauna. Í forgjafarlægri flokknum (0-20,4) sigraði Marólína G. Erlendsdóttir, GR lék Oddinn á 40 glæsilegum punktum!!! Í forgjafarhærri flokknum var sigurvegari Bryndís Lýðsdóttir, GM en hún var með 39 glæsipunkta. Úrslit í flokki 0-20,4: 1 Marólína G Erlendsdóttir GR 18 F 22 18 40 40 40 2 Herdís Sveinsdóttir GR 19 F 20 16 36 36 36 3 Guðrún Dröfn Eyjólfsdóttir GKG 16 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2016 | 06:20

PGA: Steele og Kuchar efstir e. 2. dag Memorial

Það eru þeir Brendan Steele og Matt Kuchar, sem eru efstir og jafnir eftir 2. dag The Memorial. Báðir hafa spilað á 12 undir pari, 132 höggum; Steele (65 67) og Kuchar (66 66). Þriðja sætinu deila þeir Emiliano Grillo og Gary Woodland, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 11 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á The Memorial SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á The Memorial SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2016 | 05:59

Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Guðrún Brá og Berglind efstar í kvennaflokki e. 1. dag

Það eru þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og Berglind Björnsdóttir, GR, sem eru efstar eftir 1. dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Símamótinu, sem fram fer á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Báðar léku þær 1. hring á 1 yfir pari, 73 höggum. Guðrún Brá fékk 3 fugla og 4 skolla en Berglind 2 fugla og 3 skolla. Í 3. sæti er Særós Eva Óskarsdóttir en hún lék á 3 yfir pari, 75 höggum. Alls er 21 keppandi á Símamótinu 2016. Staða efstu kvenna, sem spiluðu á 76 eða betur eftir 1. dag Símamótsins 2016 er eftirfarandi: 1 Berglind Björnsdóttir GR 2 F (39 34)  73 högg 2 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK -3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2016 | 05:00

Eimskipsmótaröðin 2016 (2): Andri Þór bætti vallarmetið – efstur á 64 e. 1. dag !!!

Andri Þór Björnsson, GR, sem sigraði á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar er enn að bæta við sig rósum nú á 2. móti mótaraðar hinna bestu á Íslandi. Hann var á stórglæsilegu skori 64 höggum á 1. degi mótsins, hring þar sem hann fékk 8 fugla! Í karlaflokki voru að sjást lág skor og léku alls 7 kylfingar, að Andra Þór meðtöldum,  undir 70;  Magnús Lárusson, GJÓ 6 undir pari, 66 högg; Gísli Sveinbergsson GK, 6 undir pari, 66 högg; Alfreð Brynjar Kristinsson,  GKG, 4 undir pari, 68 högg, Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, 3 undir pari, 69 högg;  Nökkvi Gunnarsson,  NK, 3 undir pari, 69 högg og  Rúnar Arnórsson GK, 3 undir pari, 69 högg. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson ——– 3. júní 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og á því 26 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel var við nám og spilaði golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum, en hann útskrifaðist vorið 2015. Hann er Íslandsmeistari í höggleik 2011. Axel sigraði m.a. á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar upp á Skaga 2013 og endurtók þar með leikinn frá árinu 2011 þegar hann vann einnig á 1. stigamóti ársins þá. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Axel Bóasson (26 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!! ) Aðrir frægir kylfingar sem eiga Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 15:00

Góður árangur í Skotlandi hjá 4 ungum íslenskum kylfingum

Fjórir íslenskir kylfingar luku í gær keppni á US Kids European Championship, en mótið fór fram á nokkrum golfvöllum í Skotlandi, 31. maí – 2. júní 2016. Íslensku keppendurnir voru eftirfarandi: Elísabet Ágústsdóttir GKG, sem keppti í flokki 15-18 ára stúlkna; Flosi Valgeir Jakobsson GKG, keppti í flokki 13 ára stráka og Kjartan Óskar Guðmundsson NK og Sigurður Arnar Garðarsson GKG, sem kepptu í flokki 14 ára stráka. Bestum árangri náði Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, en hann keppti í flokki 14 ára stráka, líkt og Kjartan Óskar, NK.  Sigurður Arnar varð í 4. sæti af 32 keppendum, með skor upp á 7 yfir pari (71 78 74). Glæsilegt hjá Sigurði Arnari!!! Kjartan Óskar var ekki Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 14:00

Öldungamótaröðin (2): Úrslit úr American Express mótinu

Sunnudaginn 29. maí 2016 fór fram á Strandarvelli, American Express mótið, sem er 2. mótið á íslensku Öldungamótaröðinni. Úrslit urðu sem hér segir: 1 Konur 49+ 1 Elísabet Böðvarsdóttir GKG 16 F 20 18 38 38 38 2 Erla Adolfsdóttir GK 12 F 19 17 36 36 36 3 Bergljót Kristinsdóttir GKG 14 F 19 15 34 34 34 4 Björg Þórarinsdóttir GO 18 F 16 17 33 33 33 5 Rut Marsibil Héðinsdóttir GM 12 F 16 17 33 33 33 6 Þórdís Geirsdóttir GK 4 F 17 15 32 32 32 7 Sigríður Olgeirsdóttir GKG 16 F 13 17 30 30 30 8 Hulda Hallgrímsdóttir GO 15 F Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 13:00

Dýr á golfvöllum: Stór krókódíll á golfvelli í Flórída

Nú fyrr í vikunni birtist myndskeið, sem vakti mikla athygli meðal kylfinga af krókódíl einum, sem búinn er að vera ansi heimakær á golfvelli nokkrum í Flórída. Golfvöllurinn sem um ræðir er í Buffalo Creek í Flórída. Nú er komið nýtt myndskeið af króksa og má sjá að hann er alveg jafn stór og feitur og á fyrra myndskeiðinu og heldur sig enn á sömu slóðum þ.e. golfvellinum, hefir ekkert verið fjarlægður. Ekki gaman að mæta þessu flykki svöngu í miðjum golfleik! Sjá má nýja myndskeiðið af krókódílnum í Flórída með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 12:00

PGA: DJ efstur e. 1. dag Memorial – með 10 fugla!!!

DJ, eða m.ö.o. Dustin Johnson er efstur eftir 1. dag Memorial mótsins, sem er mót vikunnar á PGA mótaröðinni. DJ lék á 8 undir pari, glæsilegum 64 höggum. Hann fékk m.a. 10 fugla á hringnum. Spilað er í Muirfield Village í Ohio. Til þess að sjá stöðuna á Memorial mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á The Memorial SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2016 | 11:00

Fjör á árlegu móti Forskots

Forskot, afrekssjóður íslenskra kylfinga, hélt sitt árlega golfmót við frábærar aðstæður á hinum glæsilega Nesvelli s.l. miðvikudag, þ.e. 1. júní 2016. Þar mættu til leiks fulltrúar frá þeim fyrirtækjum sem standa að Forskoti. Áður en mótið hófst fór Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari yfir helstu verkefni hjá afrekskylfingum sem fá styrk þetta árið og stöðuna hjá þeim á þessum tíma ársins. Einnig var farið yfir markmið sjóðsins sem var stofnaður með það að markmiði að styðja við þá kylfinga, atvinnumenn sem og áhugamenn, sem stefna á að komast í fremstu röð í golfíþróttinni. Sjóðurinn var settur á laggirnar af Eimskip, Valitor, Golfsambandi Íslands, Íslandsbanka og Icelandair Group. Tryggingafélagið Vörður bættist í hópinn Lesa meira