Axel og Guðrún Brá komust ekki gegnum niðurskurð
Axel Bóasson, GK, komst ekki í gegnum niðurskurð á Borre Open í Noregi, en mótið er hluti af Ecco Tour. Axel lék á 3 yfir pari (74 75), en niðurskurður var miðaður við 1 undir pari og Axel því 5 höggum frá því að komast í gegn. Sjá má stöðuna á Borre Open með því að SMELLA HÉR: Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í úrtökumótinu fyrir Opna breska áhugamannamótið og komst ekki gegnum niðurskurð. Guðrún Brá (79 78) hafnaði í 74. sæti og komst ekki áfram. Sjá má úrslitin úr höggleikshluta Opna breska áhugamannamóts kvenna með því að SMELLA HÉR: (45 héldu áfram og spiluðu í holukeppnishlutanum) en Guðrún Lesa meira
Evróputúrinn: Jacquelin í forystu í Köln – Hápunktar 1. dags
Það er franski kylfingurinn Raphaël Jacquelin, sem er í forystu eftir 1. dag BMW International Open í Pulheim í Köln. Hann skilaði inn skollalausu skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum, og lék því alls á 7 undir pari, 65 höggum. Á hæla hans er Englendingurinn Oliver Fisher sem er 1 höggi á eftir á 66 höggum. Þriðja sætinu deila 3: danski sjarmörinn Thorbjørn Olesen ; Zander Lombard frá Suður-Afríku og Felipe Aguilar frá Chile, allir á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má stöðuna að öðru leyti á BMW International Open með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW International Open SMELLIÐ HÉR:
GBB: Hildur Kristín og 13 ára strákur Flosi Valgeir á besta skorinu á Arnarlaxmótinu!!!
Á kvenfrelsisdaginn, 19. júní 2016 fór fram á Litlueyrarvelli á Bíldudal, Arnarlaxmótið, en það mót er hluti af Sjávarútvegsmótaröðinni á Vestfjörðum. Mótið var flokkaskipt í kvenna-og karlaflokk og veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í annars vegar höggleik án forgjafar og höggleik með forgjöf og var ekki hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Einnig voru veitt verðlaun fyrir 3 efstu sætin í einum opnum unglingaflokki í höggleik án forgjafar. Þá var dregið úr skorkortum þeirra, sem ekki höfðu tekið verðlaun, í lok móts. Þátttakendur voru alls 54 – þar af 13 kvenkylfingar. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar – karlar: 1. sæti Karl Ingi Vilbergsson, GÍ, 3 yfir Lesa meira
Evróputúrinn: Richie Ramsay með ás á BMW mótinu í Köln
Skoski kylfingurinn Richie Ramsay tekur þátt í móti vikunnar á Evróputúrnum, en það er BMW International Open. Mótið fer fram í Golf Club Gut Laerchenhof, í Pulheim rétt fyrir utan Köln í Þýskalandi. Ramsay var svo heppinn í dag að fara holu í höggi á par-3 16. braut Gut Laerchenhof vallarins, sem er 177 metra. Hann lék á 1 undir pari vallar í dag, 71 höggi fékk auk ássins frábæra 2 fugla, 12 pör og 3 skolla og er T-40 eftir 1. dag. Fyrir ásinn hlaut Ramsay BMW V-12 M760 Li x-drive limo, að andvirði £130,000 (23,4 milljónir íslenskra króna). Sjá má Ramsay býsna ánægðan með bílinn hér að neðan: Högginu góða Lesa meira
GK: Keilir kynnir karla- og kvennasveitir í Íslandsmóti golfklúbba
Dagana 24.-26. júní fer fram Íslandsmót golfklúbba. Stelpurnar leika í Leirdalnum á velli GKG og strákarnir leika á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur. Kvennasveit Keilis er þannig skipuð: Anna Sólveig Snorradóttir Gunnhildur Kristjánsdóttir Guðrún Brá Björgvinsdóttir Helga Kristín Einarsdóttir Hafdís Alda Jóhannsdóttir Jódís Bóasdóttir Signý Arnórsdóttir Þórdís Geirsdóttir Liðstjóri: Karl Ómar Karlsson Karlasveit Keilis er þannig skipuð: Andri Páll Ásgeirsson Axel Bóasson Rúnar Arnórsson Gísli Sveinbergsson Henning Darri Þórðarson Sigurþór Jónsson Vikar Jónasson Benedikt Sveinsson Liðstjóri: Björgvin Sigurbergsson
LEK: Hörð keppni um landsliðssæti – Staðan e. 4 mót
Það er hörð keppni um sæti í landsliðum LEK en hér fyrir neðan er staðan á stigalistum eftir að fjórum mótum er lokið á Öldungamótaröðinni 2016. Stig eru samkvæmt reglum aðeins gefin þeim sem skrá sig í viðkomandi flokk. Hér að neðan má sjá stigatöflur í flokkum öldunga: Stigatafla konur 50+ 2017. Efst: Ásgerður Sverrisdóttir. Stigatafla karlar 65+ með forgjöf 2017. Efstur: Jóhann Peter Andersen. Stigatafla karlar 65+ án forgjafar 2017. Efstur: Þorsteinn Geirharðsson. Stigatafla karlar 50+ með forgjöf 2017. Efstur: Gunnlaugur Jóhannsson. Stigatafla karlar 50+ án forgjafar_2017. Efstur: Frans Páll Sigurðsson.
Afmæliskylfingur dagsins: Colin Montgomerie – 23. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Colin Montgomerie. Hann er fæddur 23. júní 1963 og er því 53 ára í dag. Monty eins og hann er oft kallaður á metið i því að vera efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar 8 ár, þar af 7 ár í röð þ.e. á árunum 1993-1999. Monty hefir unnið samtals 40 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 31 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem kemur honum í 4. sæti yfir þá sem unnið hafa flesta titla á þeirri mótaröð. Monty er einn þeirra sem aldrei hefir unnið risamótstitil og olli það nokkrum deilum þegar hann var þrátt fyrir það tekinn í frægðarhöll kylfinga 2013. Á móti kemur að Ryder Cup ferill Lesa meira
Úlfar hefir valið íslenska kvennalandsliðið sem keppir á EM 2016
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið kvennalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða hér á Íslandi hjá Golfklúbbnum Oddi dagana 5.-9. júlí. Mótið, sem fram fer á Urriðavelli er það stærsta sem haldið hefur verið hér á landi og hingað til lands koma allir bestu áhugakylfingar Evrópu í kvennaflokki. EM lið Íslands verður þannig skipað en þrír kylfingar koma úr GR og þrír kylfingar úr GK. Anna Sólveig Snorradóttir, GK – val landsliðsþjálfara Berglind Björnsdóttir, GR – efst á stigalista Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – efst á WAGR heimslista Ragnhildur Kristinsdóttir, GR – efst í úrtökumóti fyrir kvennalandslið Signý Arnórsdóttir, GK – val landsliðsþjálfara Sunna Víðisdóttir, GR – val landsliðsþjálfara Lesa meira
Tökumaður gagnrýndur fyrir tökur af Paulinu Gretzky e. sigur DJ á US Open
Tökumaður nokkur hefir verið gagnrýndur harðlega á félagsmiðlunum fyrir tökur á Paulinu Gretzky eftir sigur manns hennar Dustin Johnson á Opna bandaríska (US Open). Paulina Gretzky var að fara að fagna manni sínum eftir sögulegan sigur hans í Oakmount Country Club og fylgdi honum upp stiga klúbbhúsins eftir að hafa fagnað honum á 18. flöt. Tökumaðurinn virðist hafa neglt tökuna á pilsfald Gretzky, á stutta hvíta kjólnum sem hún var í. Það mætti gagnrýni á félagsmiðlunum, þar mátti m.a. sjá komment eins og: „This FOX cameraman should be embarrassed. I mean – really?!“ Fleiri gagnrýnisraddir voru í þessum dúr. Sjá má töku tökumannsins með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gauti Grétarsson – 22. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Gauti Grétarsson. Gauti er fæddur 22. júní 1960 og á því 56 ára afmæli í dag!!! Gauta þarf ekki að kynna fyrir neinum. Hann er í NK. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Gauti Grétarsson, NK (56 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kristinn J. Gíslason, GR, 22. júní 1952 (64 ára); Símon Sigurbjörnsson, 22. júní 1958 (58 ára) Axel Rudolfsson, GR, 22. júní 1963 (53 ára); Daníel Helgason, 22. júní 1964 (52 ára); Julio Cesar Zapata, 22. júlí 1976 (39 ára); Notað Lesa meira










