Golfútbúnaður: Odyssey setur nokkra Milled RSX á markað
Aðeins 300 RSX Milled Odessey pútterar verða settir á markað í Evrópu. Austie Rollinson, aðalhönnuður hjár Odyssey Golf, útskýrði: „, Phil Mickelson, (sem notar og auglýsir Odyssey) hefir alltaf sagt okkur að þegar hann er með 5 feta pútt u.þ.b. 2 metra pútt þá vilji hann að tilfinningin, útlitið og hljóðið sé eins og í 5 feta pútti.“ Það er það sem reynt hefir að ná með nýja RSX. „Í fáum orðum þá, hafa tilraunir okkar með rúll og hljóð heppnast einstaklega vel í Milled Collection RSX.“ Nýju flötu pútterarnir eru með svörtu púður skafti til að draga úr endurskini og koma í þremur gerðum: #001, sem er nýtt og endurbætt #1 Lesa meira
Rory tekur ekki þátt í Ólympíuleikunum
Rory McIlroy hefir ákveðið að hann muni ekki taka þátt í Ólympíuleikunum í Ríó, vegna áhyggna hans af Zika vírusnum. Golf verður nú í fyrsta sinn í lengri tíma keppnisgrein á Ólympíuleikunum. Rory, sem nú er nr. 4 á heimslistanum, var búinn að ákveða að keppa f.h. Írlands á Ólympíuleikunum en sagði í fréttatilkynningu sem hann lét frá sér fara að hann myndi nú ekki taka þátt. Aðrir þekktir heimsklassakylfingar, sem ekki taka þátt eru Adam Scott, Louis Oosthuizen, Charl Schwartzel, Marc Leishman og Vijay Singh. Í fréttatilkynningu Rory sagði m.a.: „Eftir mikla umhugsun hef ég ákveðið að draga nafn mitt af lista þeirra sem koma til greina að spila á sumarólympíuleikunum Lesa meira
DJ og Paulina skemmta sér með US Open bikarnum
Fyrsti risamótatitill Dustin Johnson vannst ekki fyrr en eftir margar árangurslaustar og „næstum því“ tilraunir. Og á engu risamóti var Dustin Johnson meira „næstum því“ búinn að vinna risamótatitil en í fyrra á Opna bandaríska þegar stutt pútt fór forgörðum hjá honum. Þannig að það er ekki nema von að hann skemmti sér vel nú, þegar risamótstitillinn og bikarinn sem honum fylgir er í höfn. Þannig skrifaði DJ á Instagram stuttu eftir sigurinn: „Þvílík stund og að fá að deila henni með ástinni minni.“ Með skilaboðunum var mynd af honum og barnsmóður hans, Paulinu Gretzky, að kyssast. Fleiri myndir af þeim DJ og Paulinu og Tatum syni þeirra voru síðan Lesa meira
Guðrún Brá T-55 e. 1. dag Opna breska áhugamannamótsins
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hóf í dag leik á Opna breska áhugamannamótinu, eða Ladies British Amateur Qualify, eins og mótið heitir á ensku. Spilað er á Dundonald linksaranum í Ayrshire í Skotlandi. Guðrún Brá lék 1. hringinn á 7 yfir pari, 79 höggum. Skorkortið var ansi skrautlegt en Guðrún Brá var m.a. með 3 fugla, 7 pör, 6 skolla og 2 skramba. Eftir 1. dag er Guðrún Brá jöfn 15 öðrum kylfingum í 55. sæti mótsins – en 64 efstu keppendurnir komast í holukeppni eftir fyrstu tvo hringi mótsins. Sjá má stöðuna á Opna breska áhugamannamóti kvenna með því að SMELLA HÉR:
Eimskipsmótaröðin (3): Berglind og Gísli Íslandsmeistarar í holukeppni
Gísli Sveinbergsson úr Keili og Berglind Björnsdóttir úr GR fögnuðu sigri á KPMG-bikarnum, Íslandsmótinu í holukeppni á Eimskipsmótaröðinni. Þetta eru fyrstu Íslandsmeistaratitlar þeirra í þessari keppni sem fór fram í fyrsta sinn árið 1988. Gísli lagði Aron Snæ Júlíusson úr GKG í úrslitaleiknum 4/3 en góð byrjun Gísla lagði grunninn að sigrinum. Andri Már Óskarsson úr GHR sigraði Theodór Emil Karlsson úr GM í leik um þriðja sætið 5/4. Berglind sigraði Ragnhildi Kristinsdóttur úr GR í úrslitaleiknum 2/1. Ingunn Einarsdóttir úr GKG sigraði Signý Arnórsdóttur úr GK í leik um þriðja sætið 2/1. Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér: Gísli Sveinbergsson, GK: „Þetta er í fyrsta sinn sem ég Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ragnhildur Sigurðardóttir – 21. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ragnhildur Sigurðardóttir, GR. Ragnhildur er fædd 21. júní 1970. Ragnhildur er margfaldur Íslandsmeistari í golfi og jafnframt margfaldur klúbbmeistari GR og hin síðari ár þekkt sem einn besti golfkennari Íslands. Hún er í sambandi með Jóni Andra Finnssyni og á þrjár dætur Hildi Kristínu, Lilju og Söru Líf (dóttir Jóns Andra). Hér má sjá viðtal Golf1 við Ragnhildi með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Ragnhildur Sigurðardóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hrund Þórarinsdóttir, 21. júní 1967 (49 ára); Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, 21. júní 1970 (46 ára); Lesa meira
Sjáið myndir af konunni sem allir voru að tala um á Opna bandaríska
Nei, í þetta skipti er ekki verið að tala um Paulinu Gretzky, konu Dustin Johnson, sigurvegara á Opna bandaríska. Það var líka önnur kona sem vakti athygli þar. Holly Sonders fréttamaður Fox Sports. Hún var með fréttir frá mótinu fyrir Fox og ekki erfitt að sjá hvers vegna hún vakti athygli allra. Sjá má myndir af Holly Sonders með því að SMELLA HÉR:
LET: Ólafía lauk leik T-16 í Tékklandi með lokahring upp á 68 – Glæsilegt!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur lokið leik á Tipsport Golf Masters, sem fer fram á Park Pilsen vellinum í Tékklandi. Ólafía lék lokahringinn á 68 höggum eða -3 og samtals lék hún hringina þrjá á -5 (71-69-68). Ólafía var í 23. sæti fyrir lokahringinn og lauk keppni T-16. Þetta er besti árangur hennar á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu og aðeins annað mótið sem hún tekur þátt í. Eins og áður segir er þetta annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu Þórunni á Ladies European Tour. Hún endaði í 106. sæti á +12 á fyrsta mótinu sem fram fór í Marokkó. Næsta mót á Ladies European Tour fer fram í Lesa meira
GSS: Úrslit í Nýprent Open
Nýprent Open barna og unglingamótið fór fram á Hlíðarendavelli sunnudaginn 19.júní. Mótið er hluti af Norðurlandsmótaröð barna og unglinga og var það fyrsta í röðinni þetta árið. Þáttakendur koma frá Golfklúbbi Sauðárkróks(GSS), Golfklúbbi Akureyrar(GA), Golfklúbbnum Hamri á Dalvík(GHD) og Golfklúbbi Fjallabyggðar(GFB). 52 þáttakendur voru í öllum flokkum og helstu úrslit urðu þessi: 12 ára og yngri stelpur: 1. Anna Karen Hjartardóttir GSS 53 2. Auður Bergrún Snorradóttir GA 62 3. Kara Líf Antonsdóttir GA 71 12 ára og yngri strákar: 1. Veigar Heiðarsson GHD 48 2. Einar Ingi Óskarsson GFB 56 3. Bogi Sigurbjörnsson GSS 57 Flestir punktar á 9 holum: Veigar Heiðarsson GHD 27 pkt Anna Karen Hjartardóttir GSS Lesa meira
LET Access: Valdís lauk keppni T-55 í Svíþjóð
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lauk keppni jöfn í 56. sæti á LET Accessmótaröðinni á móti sem fram fór í Borås í Svíþjóð. Valdís lék ekki vel á lokahringnum eða 80 höggum og samtals lék hún hringina þrjá á +13 (75-74-80). Til þess að sjá lokastöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR:










