LPGA: Ko og Pressel efstar e. 2. dag á Walmart
Það eru nr. 1 á Rolex-heimslistanum Lydia Ko og bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel sem eru efstar eftir 2. hring Walmart mótsins. Lydia og Morgan hafa leikið á samtals 14 undir pari, hvor. Þrjár deila 3. sætinu: Alena Sharp frá Kanada, Jing Yan frá Kína og Candie Kung frá Tapei allar á 12 undir pari, hver. Sjá má hápunkta 3. hrings á Walmart með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna að öðru leyti eftir 3. hring Walmart mótsins með því að SMELLA HÉR:
Landsliðsþjálfararnir hafa valið karlalandsliðið á EM
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari og Birgir Leifur Hafþórsson aðstoðar landsliðsþjálfari hafa valið karlalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða í 2. deild dagana 6.-9. júlí á Kikiyoka vellinum í Lúxemborg. Liðið verður þannig skipað: Andri Þór Björnsson GR, efsta sæti WAGR heimslistans og efsta sæti stigalista GSÍ. Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR, annað sæti WAGR heimslistans. Egill Ragnar Gunnarsson GKG, efsta sæti í úrtökumóti um sæti í karlalandsliði. Haraldur Franklin Magnús GR, þriðja sæti WAGR heimslistans. Sigur og lægsta meðalskor í háskólagolfi á seinasta tímabili. Val landsliðsþjálfara. Gísli Sveinbergsson GK. Íslandsmeistari í holukeppni. Val landsliðsþjálfara. Aron Snær Júlíusson GKG. Val landsliðsþjálfara. Þjálfari/liðsstjóri: Birgir Leifur Hafþórsson Úlfar og Birgir segja að valið Lesa meira
U18 ára stúlknalandsliðið valið
Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið U18 stúlknalandsliðið í golfi sem keppir í Evrópukeppni landsliða á Osló golfklúbbnum í Noregi dagana 5.-9. júlí. Liðið verður þannig skipað: Elísabet Ágústsdóttir GKG Eva Karen Björnsdóttir GR Hulda Clara Gestsdóttir GKG Ólöf María Einarsdóttir GM Saga Traustadóttir GR Zuzanna Korpak GS Þjálfari: Björgvin Sigurbergsson Liðsstjóri: Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir Úlfar segir að það sé virkilega gaman að senda stúlknalandslið á ný eftir nokkura ára hlé, en mikil gróska hefur verið í stúlknagolfinu og þarna séu framtíðarkylfingar kvennalandsliðsins á ferð, haldi þær áfram að æfa og spila af krafti. Fleiri stúlkur voru vel inni í myndinni í þetta lið. Það er því mjög jákvætt að það Lesa meira
PGA: Els í 2. sæti f. lokahringinn á Quicken Loans
Það er Ernie Els, sem kominn er í 2. sæti á PGA mótinu Quicken Loans National. Els er tveimur höggum á eftir þeim sem efstur er þ.e. búinn að spila 15 undir pari, 200 höggum (66 69 65). Els er fæddur 17. október 1969 og því orðinn 46 ára og að spila við sér meira en helmingi yngri kylfinga! Langt síðan hann hefir verið í sigurstöðu og gaman að sjá hann þar. Efstur er forystumaður hálfleiks Billy Hurley III á samtals 13 undir pari og Jon Rahm í 3. sæti á 12 yfir pari, en þessir 3 eru þeir einu sem hafa leikið á 10 yfir pari. Til þess að sjá Lesa meira
Charlie sonur Tiger T-2 á krakkagolfmóti!
Það er Woods nálægt toppi skortöflunnar á golfmóti og það eru hvorki Tiger né Cheyenne. Nýjasti Woods-inn er að stíga sín fyrstu skref í golfíþróttinni ….. og honum gengur feykivel. Það er 7 ára sonur Tiger Woods og Elínar Nordegren, Charlie Woods sem vakti aðdáun allra. Hann varð T-2 þ.e. jafn í 2. sæti á krakkagolfmóti í West Palm Beach, í Flórída., sl. föstudag á skori upp á 19 yfir pari. Síðasta skiptið sem Tiger varð T-2 var á The Barclays 2013. Charlie og hinir krakkarnir spiluðu 9 holur á mjög skemmtilegum golfvelli Mayacoo Lakes Country Club, ekki langt frá húsi Tiger á Jupiter Island. Charlie, sem hóf leik á 10. holu lék Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hennie Otto ———- 25. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Hendrik Johannes „Hennie“ Otto. Hann er fæddur 25. júní 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Otto hefir mestmegnis spila á Sólskinstúrnum suður-afríska. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brimnes Áhöfn, 25. júní 1920 (96 ára); Hrafnkell Óskarsson, 25. júní 1952 (62 ára); Ervin Szalai, 25. júní 1964 (52 ára), Vance Veazey, 25. júní 1965 (51 árs); Paul Affleck 25. júní 1966 (50 ára); David Park, 25. júní 1974 (42 ára ); Sæþór Jensson, 25. júní 1975 (41 árs); ….. og …… Til Styrktar Ragnari Emil Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með stórafmælið og öðrum kylfingum innilega til hamingju með daginn! Lesa meira
Evrópurtúrinn: 3 í forystu í hálfleik á BMW Int. Open í Köln!
Það eru 3 sem eru efstir og jafnir á BMW International Open í hálfleik. Þetta eru Henrik Stenson, forystumaður 1. dags Raphaël Jacquelin og Kiradech Aphibarnrat. Allir hafa þeir spilað á 11 undir pari, 133 höggum; Stenson (68 65); Jacquelin (65 68) og Aphibarnrat (69 64). Sjá má hápunkta 2. dags með því að SMELLA HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni á BMW International Open SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Uehara leiðir e. 1. hring á Walmart
Það er japanski kylfingurinn Ayako Uehara sem leiðir eftir 1. hring Walmart NW Arkansas Championship Presented By P&G. Uehara átti frábæran hring upp á 9 undir pari, 62 högg. Á hringnum góða fékk Uehara 9 fugla og 9 pör og skilaði því skollalausu glæsilegu skorkorti. Í 2. sæti er Candie Kung frá Tapei, en hún lék 1. hring á 7 undir pari, 64 höggum. Fylgjast má með stöðunni á Walmart NW Arkansas Championship Presented By P&G með því að SMELLA HÉR:
PGA: Hurley III og Rahm leiða í hálfleik
Það eru Billy Hurley III og Jon Rahm sem leiða í hálfeik á Quicken Loans. Báðir eru búnir að spila á samtals 11 undir pari, 131 höggi, hvor; Hurley III (66 65) og Rahm (64 67). Einn í 3. sæti, 3 höggum á eftir er Vijay Singh á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Quicken Loans SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Quicken Loans National SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf María Jónsdóttir – 24. júní 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf María Einarsdóttir. Hún er fædd 24. júní 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hún er í Golfklúbbnum Keili (GK). Komast má á facebook síðu Ólafar Maríu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ólöf María Jónsdóttir (40 ára afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Billy Casper, 24. júní 1931 (85 árs); Golfistas de Chile (82 árs); Juli Inkster, 24. júní 1960 (56 ára); Jon Gerald Sullenberger, 24. júní 64 (52 ára) Kaname Yokoo, 24. júlí 1972 (44 ára); Louise Friberg, 24. júní 1980 (36 ára); Aron Geir Guðmundsson, 24. júní 1995 (21 Lesa meira










