Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2016 | 12:00

Lindsey Vonn átti athygli allra

Fyrrum kærasta Tiger Woods, Lindsey Vonn, átti athygli allra í New York fyrir nokkrum dögum þegar hún mætti í blússu þar sem hálsmálið var býsna sítt. Lindsey Vonn, 31 ára, var að njóta lífsins í New York. Áttfaldur heimsmeistari kvenna í bruni, var á lífinu eins síns liðs, en hún hætti með Tiger í fyrra eftir 3 ár saman. Skilnaðarástæðan var „incredibly hectic lives“ þ.e. „að ótrúlega mikið væri um að vera í lífi beggja“ og að þau verðu sjaldnast tíma saman, hvað þá sæjust í það minnsta.   En hlutirnir gerast hratt. Þó Lindsey hafi verið ein að skemmta sér er hún í dag orðuð við Hunger Games leikarann Alexander Ludwig.

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2016 | 10:00

McGinley spældur að Lowry er ekki með í Ríó

Hópstjóri Íra og þjálfari Paul McGinley er spældur yfir ákvörðun Shane Lowry að taka ekki þátt í Ólympíuleikunum í Ríó og segir það kasta skugga á golfíþróttina (að þeir bestu skuli ekki taka þátt). Meðal þeirra sem ekki munu taka þátt í Ríó eru Graeme McDowell, Rory McIlroy, Jason Day og Adam Scott. Þeir eru allir fjölskyldumenn með ung börn og hræddir um að smitast af Zika vírusnum. Nú hefir Shane Lowry bættst í hópinn og ekki nema von að McGinley sé ekki sáttur að missa 3 frábæra kylfinga úr liði sínu. Lowry heldur samt sínu striki; hann segist ekki vilja „stefna heilbrigði fjölskyldu sinnar í hættu með því að vera í Brasilíu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2016 | 09:00

Danny Lee „betrumbætir“ plaköt af Jordan Spieth

Ástralski kylfingurinn Danny Lee á ekki von á góðu frá félögum sínum á PGA Tour eftir að hann tók sér tússpenna í hönd og krotaði inn á plaköt af þeim félögum Jordan Spieth og Rickie Fowler. Hann „betrumbætti“ plakötin m.a. þannig að hann bætti við nefhárum, sverti tennur golfstjarnanna o.s.frv. „Þetta er allt í lagi Jordan,“ sagði Lee hlæjandi. „Ég bæti bara við hárum á þig og fæ þig til að líta yngri út.“ Nú er Lee sjálfur orðinn skotskífa fyrir allskyns prakkarastrik. Plakat af honum sjálfum er nefnilega ókrotað þarna og bíður bara upp á að einhver taki verkið að sér ….. Sjá má myndskeið af „betrumbót“ Danny Lee á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 29. 2016 | 08:00

Andri Þór komst ekki áfram á Opna breska – en Monty verður með!

Andri Þór Björnsson, GR, komst ekki áfram á lokaúrtökumótinu fyrir Opna breska meistaramótið í golfi. GR-ingurinn lék 36 holur í gær á Woburn vellinum og var hann samtals á +7 (72-79). Þrír kylfingar komust áfram á risamótið af þessum velli en Paul Dunne frá Írlandi sigraði á -9 samtals. Andri Þór náði að komast í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir Opna breska sem fram fer á Troon vellinum í Skotlandi í júlí. Alls voru 12 keppendur sem tryggðu sér keppnisrétt á risamótinu á fjórum keppnisvöllum á lokaúrtökumótinu. Margir þekktir kylfingar voru þar á meðal. Skotinn Colin Montgomerie rétt slapp í gegnum síuna á Gailes Links vellinum þar sem Oskar Arvidsson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 18:00

GKB: Magnús með sinn fyrsta ás!

Magnús Jóhannsson, kylfingur úr GKB, fór holu í höggi í fyrsta sinn í dag, 25. júní. Hann náði draumahöggi allra kylfinga á 16. braut á Kiðjabergsvelli. Fallegt högg sem fór í háum boga og lenti boltinn um 20 cm frá holu og þaðan rúllaði hann upp í brekkuna ofan við flötina. Stoppaði þar eitt augnablik, en rúllaði svo hægt og rólega en örugglega beint niður í holuna ca 3-4 metra leið til baka. Magnús notaði 24° Nike-blending kylfu og Taylor Made bolta í draumahögginu. Hann sagði að þetta hafi verið ótrúlegt að horfa á boltann rúlla í holuna og hafi þetta tekið góðan tíma. Eftir hringinn bauð Magnús að sjálfsögðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 17:00

Sjáið myndskeið um hvernig Bubba tekst á við stress í golfinu

Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson þykir meðal tilfinningaheitustu kylfinga á PGA Tour. Hann er virkilega viðkvæmur og kemst við þegar hann sigrar og tárast og virðast tilfinningarnar oft bera hann ofurliði, við ýmis tækifæri. Fyrir slíka menn er afar erfitt að lifa og hrærast í þeim stressaða heimi sem heimur atvinnukylfinga er. Bubba hefir þurft að taka á sínum málum. Bubba segir frá því hvernig hann hefir tekið framförum í að takast á við stressið 1 mínútu og 15 sekúndna myndskeiði – athugið að fremur löng Callaway golfbolta auglýsing fer á undan viðtalinu, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 16:45

Davis Love III útnefndur sendiherra golfsins í aðdraganda Bridgestone Inv.

Davis Love III hlýtur á morgun kl. 5:30 að staðartíma í Ohio, Bandaríkjunum (þ.e. kl. 10:30 að íslenskum tíma) heiðurstitilinn „sendiherra golfsins“ af Northern Ohio Golf Charities við viðhöfn á 1. teig í Firestone Country Club. Viðurkenningin er veitt degi áður en Bridgestone Invitational heimsmótið hefst, en hún er veitt árlega þeim einstaklingi, sem hefir  á alþjóða vettvangi beitt gildum golfleiksins og það jafnvel utan vallar. Love III er 52 ára og hefir í 21 skipti sigrað á PGA Tour og verður í ár fyrirliði liðs Bandaríkjanna í Rydernum s.s. allir vita. Hann starfar líka sem golfvallarhönnuður og hefir ritað bókina „Every Shot I Take“, þar sem hann fer yfir áhrif þau Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 16:02

Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Freyja Benediktsdóttir. Freyja er fædd 28. júní 1953 og er því 63 ára. Sambýlismaður Freyju er Einar Jóhann Herbertsson. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Freyja Benediktsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Peter H. Oakley, 28. júní 1949 (67 ára); Jim Nelford, 28. júní 1955 (61 árs) Warren Abery 28. júní 1973 (43 ára) ….. og ….. Kollu Keramik (63 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 15:45

GK: Karlasveit Keilis Íslandsmeistarar í 1. deild 2016

Golfklúbburinn Keilir fagnaði sigri í 1. deild karla á Íslandsmóti golfklúbba 2016 sem lauk í sunnudaginn 26. júní 2016,  á Korpúlfstaðavelli. Keilir sigraði GKG í úrslitaleik 4-1. GR varð í þriðja sæti eftir sigur gegn GM í leikum bronsverðlaunin en GM hafði titil að verja í þessari keppni. Golfklúbbur Setbergs og Golfklúbbur Borgarness féllu úr 1. deild. Benedikt Sveinsson og Henning Darri Þórðarson sigruðu Alfreð Brynjar Kristinsson og Egil Ragnar Gunnarsson í fjórmenningsleiknum 4/1, Axel Bóasson bætti við einum sigri fyrir Keili gegn Aroni Snæ Júlíussyni 5/4 og Gísli Sveinbergsson tryggði sigurinn með 4/3 sigri gegn Ragnari Má Garðarssyni. Tveimur leikjum var þá ekki lokið og sömdu þeir um jafntefli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 15:45

Ríkisstjórnin veitir 1,5 millj. kr. í styrk vegna EM kvennalandsliða á Urriðavelli

Ríkisstjórn Íslands ákvað í morgun að veita 1,5 milljón króna af ráðstöfunarfé sínu til Golfsambands Íslands vegna Evrópumóts kvennalandsliða í golfi. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Evrópumót kvennalandsliða í golfi fari fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ dagana 5. til 9. júlí næstkomandi og sé um að ræða eitt stærsta alþjóðlega golfmót sem haldið hafi verið á Íslandi. „Nú þegar hafa 20 þátttökuþjóðir staðfest komu sína þar sem 120 keppendur munu mæta til leiks ásamt þjálfurum, liðsstjórum og öðru fylgdarliði. Búast má við að rúmlega 200 erlendir gestir muni sækja Ísland heim vegna mótsins,“ segir í tilkynningunni. Heimild: GSÍ