Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 15:00

Caroline Wozniacki glöð með að Rory endaði samband þeirra

Margar fréttir voru í golffréttamiðlum fyrir um 2 árum þegar sambandi Rory McIlroy og dönsku tennisstjörnunnar Caroline Wozniacki 25 ára, lauk. Caroline var sár því Rory lauk að sögn sambandinu með stuttu samtali. Í dag segir Caroline að: „Hún myndi ekki vilja hafa haft það öðruvísi.“ Jafnframt bætti hún við í viðtali við Mail Online að hún væri „mjög þakklát“ og glöð að sambandinu lauk því  „hún myndi ekki annars vera á þeim stað sem hún er nú“ og segist algerlega vera komin yfir fyrrum kærasta sinn, þó þau hafi ekki talast við frá sambandsslitunum. Caroline segist of upptekin og hafa of mikið að gera til þess að vera í sambandi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2016 | 13:00

Day ekki með á Ólympíuleikunum

Nr. 1 á heimslistanum Jason Day er enn einn stórkylfingurinn sem dregur sig úr Ólympíuleikunum. Hann sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Það er með mikilli eftirsjá að ég tilkynni að ég mun ekki taka þátt á 2016 Sumarólympíuleikunum n.k. ágúst í Rio de Janeiro. Ástæða fyrir ákvörðun minni er mögulegt smit Zika vírusins og sú hugsanlega áhætta sem það hefir á framtíðar óléttu eiginkonu minnar og heilsu annarra framtíðar fjölskyldumeðlima okkar. Ég hef alltaf sett fjölskylduna framar öllu í lífi mínu. Heilbrigðissérfræðingar hafa staðfest að jafnvel þó aðeins sé lítil áhætta þá er hún engu að síður til staðar fyrir mig og fjölskyldu mína. Eiginkona mín Ellie og ég höfum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2016 | 17:00

GR Íslandsmeistari golfklúbba 2016 í 1. deild kvenna!

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði sigri í 17. sinn á Íslandsmóti golfklúbba í efstu deild kvenna í dag á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. GR lagði sveit Keilis í úrslitaleiknum 4 ½ – ½. en úrslitaleikurinn var mjög spennandi. Það var líka gríðarleg spenna um fall í 2. deild en GS náði að bjarga sér frá falli á kostnað NK og GO sem leika í 2. deild að ári. Sigrar Golfklúbbs Reykjavíkur á Íslandsmóti golfklúbba (1982, 1983, 1984, 1986, 1987, 1988, 1990, 1992, 1993, 1999, 2000, 2004, 2005, 2010, 2011, 2012, 2015.) Lokastaðan – Leirdalsvöllur GKG: 1. Golfklúbbur Reykjavíkur 2. Golfklúbburinn Keilir 3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar. 4. Golfklúbbur Mosfellsbæjar. 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2016 | 16:45

PGA: Fyrsti sigur Billy Hurley III

Billy Hurley III stóð uppi sem sigurvegari á Quicken Loans National, en þetta er fyrsti sigur hans á PGA Tour. Mótið fór fram á Congressional CC í Bethesda, Maryland. Sigurskor Hurley III var upp á 17 undir pari, 267 högg ((66 65 67 69). Í .2 sæti 3 höggum á eftir Hurley III var gamla brýnið Vijay Singh frá Fidji og í þriðja sæti voru Bill Haas og Jon Rahm á samtals 13 undir pari, hvor. Sjá má hápunkta lokahringsins á Quicken Loans með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Quicken Loans með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2016 | 16:30

Afmæliskylfingur dagsins: Catherine Lacoste – 27. júní 2016

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Catherine Lacoste. Catherine fæddist í París 27. júní 1945 og á því 71 árs afmæli í dag. Cat, eins og hún er kölluð er dóttir frönsku tennisgoðsagnarinnar Rene Lacoste, sem stofnaði Lacoste tískuvörufyrirtækið. Móðir hennar er Simone Thione de la Chaume, sem vann breska áhugamannamót kvenna árið 1927, sama mót og Cat vann 42 árum síðar. Cat byrjaði að spila golf í Cantaco Golf Club – sem stofnaður var af foreldrum hennar -í Saint-Jean-de-Luz í Frakklandi og var fljótlega yfirburðakylfingur í unglingastarfinu þar. Cat varð aldrei atvinnumaður í golfi en sigraði 2 stærstu áhugamannamót í heiminum og þar að auki 1 risamót atvinnukylfinga, US Women´s Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2016 | 09:00

LPGA: Ko sigraði á Walmart mótinu – Hápunktar 4. dags

Það var nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem stóð undir nafni og sigraði á Walmart RT NW Arkansas Championship. Sigurskor Ko var upp á 17 undir pari, 196 högg (66 62 68). Öðru sætinu deildu Morgan Pressel frá Bandaríkjunum og Candie Kung frá Tapei, báðar á 14 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta Lydiu Ko á 4. hring Walmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Walmart NW Arkansas Championship SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2016 | 08:00

Evróputúrinn: Stenson sigraði á BMW Int. Open – Hápunktar 4. dags

Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem stóð uppi sem sigurvegari á BMW International Open, sem fram fór á keppnisgolfvelli Golf Club Gut Laerchenhof í Pulheim, rétt utan við Köln í Þýskalandi. Stenson lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (68 65 67 71). Sigur Stenson var sannfærandi en hann átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti Darren Fichardt, frá Suður-Afríku og Danann Thorbjörn Olesen, sem báðir léku á samtals 14 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta 4. dags – þ.e. lokahringsins á BMW International Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2016 | 07:00

GK: Malai og Jóhannes sigruðu á Opna Subway

Opna Subway mótið 2016 var haldið í dag á Hvaleyrarvelli. Eins og oft áður er alltaf byrjað að tala um veðrið, sem var reyndar með ágætum í dag. Fyrir hádegi var smá íslenskur suddi og eftir hádegi var komið flott golfveður. Greinilega stór dagur hjá mörgum og sást það í fjölda keppanda sem var rétt um 100 manns. Kosningar og 16 liða úrslit í EM2016 freistuðu greinilega marga kylfinga. Golfklúbburinn Keilir þakkar þeim sem lögðu leið sína í dag til okkar og var ekki annað að heyra en allir væru kátir með daginn. Við þökkum að sjálfsögðu Subway á Íslandi fyrir að styrkja þetta mót með glæsilegum vinningum og nándarverðlaunum. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2016 | 18:00

Viðtalið: Kristófer Tjörvi Einarsson – GV

Viðtalið í kvöld er við kylfing sem spilaði á Áskorendamótaröð Íslandsbanka og átti þar góðu gengi að fagna og spilar nú á Íslandsbankamótaröðinni, þar sem velgengni hans heldur áfram.  Hér er á ferð gríðarlegt efni, enda ekkert undarlegt; drengurinn bara sver sig í ættina! Nafn: Kristófer Tjörvi Einarsson. Klúbbur:   GV. Hvar og hvenær fæddistu?   Ég fæddist í Reykjavík, 30. janúar 2001. Hvar ertu alinn upp?  Í Stykkishólmi. Í hvaða starfi/námi ertu? Ég vinn hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Spilar einhver í fjölskyldunni golf?  Við spilum öll nema yngsti bróðir minn – hann verður 1 árs 2. júlí Hvenær byrjaðir þú í golfi?  Ég sló fyrsta golfboltann 1 1/2 árs og ég á mynd Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 26. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Benedikt Árni Harðarson, Haukur Már Ólafsson og Símon Leví Héðinsson – 26. júní 2016

Það eru þrír afmæliskylfingar í dag: Haukur Már Ólafsson, GKG og Benedikt Árni Harðarson, GK og Símon Leví Héðinsson, GOS. Benedikt Árni er fæddur 26. júní 1995 og á því 21 árs afmæli í dag. Benedikt Árni er snilldarkylfingur og sérlega góður púttari og hefir m.a. leikið á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu Benedikts til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan:   Benedikt Árni Harðarson (21 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Haukur Már er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, m.a. golfkennari þar og frábær í því, sem og í alla staði. Hann hefir spilað á mótaröð þeirra bestu, Eimskipsmótaröðinni og er mikill Liverpool-aðdáandi.  Haukur Lesa meira