Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 20. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Pannarat Thanapoolboonyaras (9/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2017 | 20:00

Úrtökumót f. LET: Guðrún Brá komst g. niðurskurð!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í 59. sæti fyrir lokahringinn á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Guðrún Brá er á +1 samtals (74-70-70-75) eða 289 höggum. Skorið var niður fyrir lokahringinn og fær hún því að spila hann. Guðrún Brá  þarf að leika vel á lokahringnum í dag (miðvikudaginn 20. desember) til þess að komast í hóp 25 efstu sem fá keppnisrétt á LET. Guðrún Brá komst örugglega í gegnum fyrra stig úrtökumótsins sem fór einnig fram í Marókkó líkt og lokaúrtökumótið. Þetta er sjötta árið í röð þar sem lokúrtökumótið fer fram í Marokkó og úrslitin ráðast þann 20. desember. Alls eru 106 keppendur frá 18 þjóðum sem keppa Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2017 | 18:00

GSÍ: Axel og Ólafía Þórunn kylfingar ársins

Golfsamband Íslands hefur valið kylfinga ársins 2017. Þeir eru Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (GR) og Axel Bóasson (GK). Ólafía Þórunn náði frábærum árangri á sínu fyrsta tímabili á LPGA mótaröðinni sem er sterkasta atvinnumótaröð heims. GR-ingurinn endaði í 74. sæti á stigalistanum með árangri sínum er hún í forgangi á öll mótin á LPGA mótaröðinni á næsta tímabili. Ólafía Þórunn lék á alls þremur risamótum af alls fimm. Hún er fyrsti íslenski kylfingurinn sem kemst inn á risamót í atvinnugolfi. Þar að auki var hún valin í úrvalslið LET-Evrópumótaraðarinnar á Drottningarmótinu í Japan. Hún er jafnframt fyrsti íslenski kylfingurinn sem er valin í slíkt úrvalslið atvinnukylfinga. Alls lék Ólafía Þórunn á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sigfús Örn Óttarsson – 19. desember 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Sigfús Örn Óttarsson. Hann er fæddur 19. desember 1967 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu Sigfúsar Arnar til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Sigfús Örn Óttarsson (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Arnheiður Ásgrímsdóttir, 19. desember 1956 (61 árs); Rick Pearson, 19. desember 1958 (59 ára); Chris Greatrex, 19. desember 1963 (54 ára); Lorie Kane, 19. desember 1964 (53 ára); Wendy Miles, 19. desember 1970 (47 ára); Sævar Pétursson, GA, 19. desember 1974 (43 ára); Davíð Már, 19. desember 1980 (37 ára) …. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2017 | 09:00

Tiger í fínu formi í Mexíkó

Hópur gesta og íbúa í Diamante í Cabo San Lucas í Mexíkó varði klukkutíma sl. helgi í að horfa á Tiger Woods slá óaðfinnanleg og flott högg af miklum krafti í golfvinnubúðum, sem hann stóð fyrir. Umhverfið var jafn óaðfinnanlegt, útsýni á Kyrrahafið í sólskini og blíðu á nýjum 12 holu golfvelli Tiger, The Oasis. Þetta var sýning á þeirri ótrúlegu stjórn, sem hann hefir á boltanum. Og það sýndi einnig eitt af lyndiseinkennum hans; hann tekur sjálfan sig ekkert of hátíðlegan. Fyrir einhvern, sem hefir gengið í gegnum það sem hann hefir gengið í gegnum – síendurtekin meiðsl; fall í almenningsáliti , handtaka vegna meints ölvunaraksturs og meðferðarprógram til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Páll Marcher Egonsson – 18. desember 2017

Afmæliskyfingur dagsins er Páll Marcher Egonsson. Páll er fæddur 18. desember 1967 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Páll er í Golfklúbbi Sandgerðis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Páll Marcher Egonsson 50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Hubie Green, 18. desember 1946 (71 árs); Charles Christopher Rymer, 18. desember 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Joanne Mills, 18. desember 1969 (48 ára); DJ Trahan, 18. desember 1980 (37 ára) ….. og ……  Shin Ae Ahn, 18. desember 1990 (27 ára); Katrin Erla Kjartansdottir og Dy Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2017 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA 2018: Bronson Burgoon (42/50)

Það voru 25 efstu á peningalista Web.com Tour sem hlutu kortin sín og þar með fullan spilarétt á PGA Tour, keppnistímabilið 2017-2018. Golf 1 hefir haft þann vana á undanförnum árum að kynna alla þessa 50 nýju og ekki svo nýju, sem hins vegar hljóta spilarétt sinn að nýju á PGA Tour í gegnum 2. deildina, Web.com Tour. Byrjað var á því að kynna þá 25 sem efstir voru á peningalista Web.com Tour og hlutu þannig kortin sín í 1. deild, PGA Tour. Líkt og venja er hér á Golf 1 var byrjað að kynna þann, sem rétt slapp inn í gegnum peningalistann og síðan endað á þeim sem var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2018: Dottie Ardina (8/49)

Það voru 49 stúlkur sem hlutu spilarétt á LPGA mótaröðina 2018 í gegnum lokaúrtökumót LPGA sem fram fór á LPGA International vellinum í Flórída dagana 28. nóvember – 3. desember s.l. Það voru 29 sem hlutu takmarkaðan spilarétt og 20 efstu stúlkurnar sem hlutu kortið sitt á LPGA þ.e. fullan þátttökurétt í öllum mótum LPGA 2018. Venja hefir verið undanfarin ár að kynna „nýju“ stúlkurnar á LPGA og líkt og áður verður byrjað að kynna þær sem rétt sluppu inn á mótaröðina og hlutu takmarkaðan spilarétt endað á þeirri sem sigraði í lokaúrtökumótinu, en það var japanska stúlkan Nasa Hataoka. Nú verða kynntar þær 13 stúlkur, sem deildu 32. sætinu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 18. 2017 | 04:00

PGA: Angel Cabrera og sonur sigruðu á Father-and-son Challenge

Það voru argentínski kylfingurinn Angel Cabrera og sonur hans Angel Jr. sem sigruðu á Father-and-son Challenge. Samtals léku þeir á 25 undir pari, 119 höggum (59 60) en mótið er tveggja daga. Aðspurður sagðist Angel yngri ekki hafa búist við að vinna mótið en hló þegar pabbi hans svaraði að bragði jú, hann hefði allt eins búist við því. Angel yngri sem spilar af og til á PGA Tour, Web.com Tour, PGA Tour Latinoamerica og PGA Tour of Australasia hefir ekki átt gott ár, náði aðeins niðurskurði í 5 af 20 mótum sem hann hefir spilað í. „Ég hef ekki átt gott ár þannig að ég var ekki að spila vel,“ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2017 | 20:00

PGA: Paddy kominn með golfbakteríuna

Paddy Harrington, sonur írska kylfingsins Padraig Harrington er kominn með golfbakterínua eftir að hafa spilað með föður sínum í  Father-and-Son Challenge í Orlando, en mótið er á vegum PGA. Þeir feðgar voru með 8 fugla og 2 skolla í betri bolta keppninni og voru á 6 undir pari, 66 höggum á 2. hring og samtals á 11 undir pari eftir 2 daga í þessu 2 daga móti. Þeir Harrington feðgar urðu í 16. sæti aðeins höggi á eftir Jack Nicklaus og barnabarni hans, sem voru á 62 seinni daginn í þessu 20 liða árlegu feðga móti, sem fram fer á Grande Lakes golfvellinum. Tvöfaldi risamótsmeistarinn argentínski Angel Cabrera sigraði ásamt syni sínum Lesa meira