
PGA: Paddy kominn með golfbakteríuna
Paddy Harrington, sonur írska kylfingsins Padraig Harrington er kominn með golfbakterínua eftir að hafa spilað með föður sínum í Father-and-Son Challenge í Orlando, en mótið er á vegum PGA.
Þeir feðgar voru með 8 fugla og 2 skolla í betri bolta keppninni og voru á 6 undir pari, 66 höggum á 2. hring og samtals á 11 undir pari eftir 2 daga í þessu 2 daga móti.
Þeir Harrington feðgar urðu í 16. sæti aðeins höggi á eftir Jack Nicklaus og barnabarni hans, sem voru á 62 seinni daginn í þessu 20 liða árlegu feðga móti, sem fram fer á Grande Lakes golfvellinum.
Tvöfaldi risamótsmeistarinn argentínski Angel Cabrera sigraði ásamt syni sínum Angel Jr með samtals skor upp á 25 undir pari, 119 högg (59 60).
Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 13 ára Paddy keppir og að leikslokum biðu móðir hans Caroline og 10 ára bróðir hans Ciaran eftir honum á 18. – en Paddy er þegar farinn að hugsa um að keppa aftur í mótinu að ári liðnum.
„Þessi vika hefir verið virkilega góð og mér fannst ég spila virkilega vel þar til á síðustu 5 holunum þá hitti ég dræverinn ekki vel en þetta hefir verið frábær vika,“ sagði Paddy.
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster