Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 13:15

GK: Yfirsáning í Hraunið

Á heimasíðu Golfkklúbbsins Keilis í Hafnarfirði (GK) má finna eftirfarandi fréttatilkynningu, en Hvaleyrarvöllur var opnaður  fyrir leik á sumarflatir nú í vikunni: „ Í dag (miðvikudaginn 7. maí) er verið að yfirsá í flatirnar í hrauninu.  Þetta getur valdið einhverri truflun fyrir kylfinga, en við reynum okkar besta til að halda fólki ánægðu. Þeir sem leikið hafa völlinn í ár hafa tekið eftir því að önnur flötin er frekar illa farin.  Við munum yfirsá í hana í dag og setja dúk yfir.  Þetta verður gert til að hraða spírun á fræjum eins mikið og hægt er.  Þetta þýðir að við verðum að færa út af flötinni næstu daga á meðan Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 13:00

Tölfræði um The Players

The Players meistaramótið er mót vikunnar á PGA Tour.  Og hvort sem ykkur finnst nú The Players Championship vera verðugt 5. risamót eins og margir halda fram eða sé bara eins og hvert annað mót á PGA Tour með stjörnukylfingakraðaki þá er eitt víst að sigurvegarinn í mótinu er nánast alltaf meðal topp-100 á heimslistanum.  Það þarf að fara allt aftur 12 ár þar til finnst leikmaður sem ekki hefir verið meðal efstu 100 á heimslistanum, en það er Craig Perks sem sigraði á the Players 2002 og var í 199. sæti á heimslistanum. Staða sigurvegara the Players á heimslistanum: 2007-2013  Ár Leikmaður Staða á heimslista  2013 Tiger Woods 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Lee Westwood? (4/4)

Lee Westwood á heimslistanum Westwood komst fyrst á topp-10 á heimslistanum í júlí 1998 og var samtals 160 vikur á topp-1- frá þeim tíma og fram til ágúst 2001. Um miðbik ársins 2002 var Westy ekki einu sinni meðal topp-100. Seint á árinu 2003 var hann hins vegar aftur meðal 100 bestu í heiminum og var á bilinu topp-20-topp-80 á árunum 2004-2007. Snemma árs 2008 sneri hann aftur á topp-20 þar sem hann hefir verið mestan partinn síðan en nú í maí 2014 er hann hins vegar í 30. sæti heimslistans.  Í árslok 2008 var hann líka stutt á topp-10 og síðan aftur 2009, eftir gott gengi á PGA Championship Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2014 | 10:00

52% af 200 kylfinga úrtaki á PGA Tour telur að víkja hefði átt Tiger úr Masters 2013

Sports Illustrated stóð fyrir skoðanakönnun þar sem 200 atvinnukylfingum á PGA Tour mótaröðunum 3 (PGA Tour, Champions Tour og Web,com Tour) var veitt nafnleynd og þeir spurðir ýmissa spurninga. Meðal spurninganna var hvort þeir teldu að víkja hefði átt Tiger Woods úr Masters risamótinu í fyrra 2013 þegar hann tók umdeilt dropp, sen talið var ólöglegt og mjög umdeilt var að láta hann spila áfram.  52% leikmannanna töldu að víkja hefði átt Tiger úr mótinu meðan 48% töldu svo ekki vera.  Hins vegar taldi minnihluti kylfinga á Champions Tour 46% að víkja hefði átt Tiger úr Masters, meirihlutinn 54% taldi að rétt hefði verið að gera eins og gert var, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2014 | 23:00

Lindsey um hvað fær samband þeirra Tiger til að virka

Lindsey Vonn  hefir upplýst hvað það er sem fær samband hennar og nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods til þess að virka þrátt fyrir stöðuga athygli fjölmiðla. Skíðadrottningin sagði í viðtali við E! News að þrátt fyrir að líf þeirra færi fram fyrir opnum tjöldum í fjölmiðlum og það væri aldrei auðvelt, þá væru það íþróttirnar og metnaður þeirra beggja til þess að vera nr. 1 sem  fengi samband þeirra til að virka. Lindsey, 29 ára , sagði að þau ættu svo mikið sameiginlegt í því sambandi að það tengdi þau. Vonn, sem vann gullið á vetrarólympíuleikunum í bruni 2010 sagði að það væri sama hvað allir í kringum þau segðu, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingveldur Ingvarsdóttir – 6. maí 2014

Það er Ingveldur Ingvarsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingveldur er fædd 6. maí 1959.  Hún er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Af mörgum afrekum Ingveldar í golfíþróttinni er e.t.v. vert að geta þess að hún varð í 1. sæti í 4. flokk á Íslandsmóti 35+ í Öndverðarnesinu 2011. Ingveldur er gift Benedikt Jónassyni. Komast má á Facebooksíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn:   Ingveldur Ingvarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Grier Jones, 6. maí 1946 (68 ára);  Timothy Jay Simpson, 6. maí 1956 (58 ára); Scott Hood, (kanadískur kylfingur) 6. maí 1959 (55 ára);  Mike Grob (kanadískur kylfingur); 6. maí Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2014 | 15:00

GSS: Hlynur ráðinn þjálfari

Síðasta vetrardag var gengið frá ráðningu golfþjálfara hjá GSS fyrir sumarið 2014. Hlynur Þór Haraldsson PGA þjálfari og Pétur Friðjónsson formaður GSS skrifuðu undir samning í blíðskaparveðri í klúbbhúsinu á Hlíðarenda. Nýr þjálfari ráðinn Hlynur er útskrifaður með réttindi PGA golfkennara úr norska golfkennaraskólanum, starfaði sem yfirþjálfari hjá Sticklestad golfklúbbnum og síðustu ár sem þjálfari hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hann mun sjá um alla þjálfun hjá klúbbnum og einnig koma að skipulagningu og uppbyggingu kennslutilhögunar til næstu ára. Þ að er mikill hvalreki fyrir klúbbinn að fá Hlyn til starfans og er mikil tilhlökkun og væntingar bundnar við komu hans. Nánari upplýsingar um Hlyn og kennslu má sjá með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2014 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Lee Westwood (3/4)

Atvinnumannsferill Lee Westwood frh. Westwood lék aftur á PGA Tour 2012 keppnistímabilið og lét m.a. frá sér fara „að honum liði vel á Ryder Cup ári“ og svolítið hræddur því hann var að spila í FedEx Cup í fyrsta sinn. Í febrúar 2012 náði Westy besta árangri sínum á  WGC-Accenture Match Play Championship þ.e. heimsmótinu í holukeppni, þegar hann komst í undanúrslit í fyrsta sinn. Í öllum 11 fyrri tilraunum hafði hann aldrei komist lengra en í 2. umferð. Westy vann Nicolas Colsaerts, Robert Karlsson, Nick Watney og Martin Laird áður en hann beið lægri hlut 3&1, gegn Rory McIlroy í fjórðungsúrslitunum.  Westy varð í 4. sæti eftir að tapa leiknum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2014 | 12:00

Heimslistinn: JB Holmes á topp-100

JB Holmes, sem sigraði nú um sunnudaginn í Wells Fargo mótinu fór upp um hvorki fleiri né færri en 174 sæti þ.e. úr 242. sætinu sem hann var í, í 68. sæti heimslistans. Annar hástökkvari vikunnar á heimslistanum er Felipe Aguilar frá Chile, sem vann nú um helgina mót Evrópumótaraðarinnar The Championship at Laguna National, í Laguna National G&CC, í Tampines, Singapúr.  Aguilar var í 209. sæti heimslistans fyrir mótið en er nú kominn upp um 79 sæti þ.e. í 130. sætið! Aðrir sem færðust upp heimslistann í vikunni er Hyung Sung Kim, frá Suður-Kóreu, sem nú um helgina vann 3. titil sinn á japönsku PGA Tour mótaröðinni. Hann fer úr Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2014 | 10:00

Jimenez kvænist á ný

Spænski kylfingurinn litríki, Miguel Angel Jimenez, er þekktur fyrir að lifa ljúfa lífinu, þ.e. hvað varðar vindla og hraðskreiða bíla og nú hefir hann gengið í það heilaga með hjákonu sinni til margra ára, hinni austurrísku Súsönnu Styblo. Annað sem Jimenez er þekktur fyrir eru afar óvenjulega upphitunaræfingar, en það er nú aftur efni í aðra grein. Jimenez varð í 4. sæti á Masters í s.l. mánuði og stefnir að því að verða elstur í Ryder Cup liði Paul McGinle nú í ár. Hann var sjálfur fyrirliði liðs Evrópu í EvrAsíu bíkarnum fyrr á árinu. Hjónakornin Miguel Ángel og Súsanna kvæntust á golfvelli Jimenéz í Torremolinos og voru hamingjan uppmáluð. Súsanna Lesa meira