Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 07:00

Evróputúrinn: Eddie Pepperell efstur e. 1 dag Open de España – Myndskeið

Það er Englendingurinn Eddie Pepperell sem skaust í 1. sætið í gær á Open de España, en hann lék 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Pepperell, 23 ára (f. 22. janúar 1991) komst á Evróputúrinn í gegnum Áskorendamótaröðina, en á henni spilaði hann í fyrstu eftir að hann gerðist atvinnumaður í golfi 2011.  Pepperell byrjaði í golfi 4 ára en sagðist ekki hafa spilað það af alvöru fyrr en 12 ára. Helstu áhrifavaldar Pepperell voru faðir hans sem er golfkennari og bróðir, sem drógu hann fyrst út á völl.  Nú er Pepperell einn í 1. sæti eftir 1. dag Open de España! Hvorki fleiri né færri en 6 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 22:00

PGA: Frábært teighögg Kaymer á 5. á Byron Nelson – Myndskeið

Mót vikunnar á PGA Tour er HP Byron Nelson meistaramótið, sem fram fer á TPC Four Seasons Resort, í Irving, Texas. Þýski kylfingurinn,Martin Kaymer, sem vann síðustu helgi á The Players átti einkar glæsilegt teighögg á par-3 5. braut TPC Four Seasons fyrir stundu. Hann setti boltann 4 fet frá holu, en það ótrúlega var síðan að hann tvípúttaði og fékk par á holuna. Til þess að sjá teighögg Kaymer á par-3 5. braut SMELLIÐ HÉR: Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Byron Nelson SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 21:00

GMac ekki með í BMW Championship vegna ófrískrar konu sinnar

GMac þ.e. norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell mun ekki vera með í flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar, BMW PGA Championship í Wentworth. Þess í stað ætlar hann að vera heima í Flórída með ófrískri konu sinni  Kristínu. George O’Grady, framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar sagði að sigurvegari Opna bandaríska 2010 (GMac) hefði kosið að fljúga ekki til Englands til þess að hann gæti verið með eiginkonu sinni, Kristínu, sem á von á fyrsta barni þeirra hjóna. Afgangurinn af kraftaverka Ryder bikarsliðinu í Medinah frá 2012 mun spila í flaggskipsmótinu, þ.á.m. Luke Donald, sem leitast eftir 3 . sigri sínum á 4 árum í mótinu. Sá sem á titil að verja er ítalski undratáningurinn Matteo Manassero. BMW PGA Championship Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 20:00

Woods og Vonn hjálpa hvort öðru … í blíðu og stríðu

Í blíðu og stríðu…. á ensku nefnast þessi hjónavígsluorð presta „in sickeness and in health“ Og svo sannarleg styðja Tiger og Lindsey Vonn hvort annað í blíðu og stríðu þó þau séu ekki (enn) gift. Bæði hafa gengið í gegnum dimmar stundir meiðsla í íþróttagreinum sínum árið 2014, en þau virðast sækja styrk í hvort annað í endurhæfingarferlum sínum. Í viðtali við AP sagði Vonn nú um daginn að hún og Woods fundið enn nýjan flöt i sambandi sínu í gegnum meiðslin, sem komu í veg fyrir að hún tæki þátt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi og Tiger hefir missti af fjölmörgum mótum vegna bakuppskurðar. „Að vera í endurhæfingu er ekki Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 18:30

NÝTT!!! Golfhjól – Myndskeið

Að hjóla hefir notið sívaxandi vinsælda hér undanfarin ár – Af hverju ekki að sameina það að hjóla og vera í golfi? Hugmyndin er eiginlega stórsnjöll – það er hægt að koma sér í form með því að hjóla milli teiga og vera um leið í uppáhaldsiðjunni … að spila golf. Þetta bætir leikhraða til muna, sem alltaf er verið að stefna að. Nú hefir fyrirtæki nokkurt hafið framleiðslu á sérstökum „golfhjólum“  (ens. golf bikes) og má komast á vef fyrirtækisins með því að SMELLA HÉR:  Einn golfvöllur The Kierland golfklúbburinn í Westin Kierland Resort and Spa í Scottsdale, Arizona hefir þegar tekið slík hjól í notkun. Hér má sjá myndskeið af Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 18:00

Golfsvipmynd dagsins: Borgar sig að byrja ungur í golfi!

Golfsvipmynd dagsins er af tveimur á leið út á völl. Þau eru aðeins í yngri kantinum og leiðir hugann að því að það borgi sig nú að byrja ungur í golfi. Þá er enn endalaus tími til þess að æfa sig út á velli. Ja, hreinlega spila frá morgni til kvölds. Golffréttamenn ytra hafa varla haldið vatni af hrifningu yfir þessari fallegu mynd Golf Digest.


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 17:00

Oliver Horovitz í golfi í Sádí-Arabíu

Eflaust muna margir eftir höfundi „An American Caddie in St. Andrews“, Oliver Horovitz,  sem kom hingað til Íslands í nóvember s.l. og áritaði bók sína á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Hann hefir verið duglegur að ferðast um heiminn og kynna bók sína, sem ætti að vera skyldulesning allra kylfinga, en hún er mjög fróðleg og veitir frábæra innsýn inn í heim kylfusveina í „vöggu golfsins.“ (St. Andrews). Fyrir utan Ísland ferðaðist Horovitz nú nýlega til Sádí-Arabíu og kynnti bók sína þar og var sem fyrr vel tekið. Líkt og hér á Íslandi hélt hann fyrirlestur um golf og margir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Ken Venturi, sem einna frægastur er fyrir að hafa sigrað á Opna bandaríska risamótinu fyrir 50 árum þ.e. 1964. Bandaríski kylfingurinn Kenneth Venturi, alltaf kallaður Ken, fæddist 15. maí 1931 í San Francisco og hefði því orðiðí 83 ára, á árinu, en hann lést í fyrra, reyndar nánast upp á dag fyrir ári, þ. 17. maí 2013. Sjá frétt Golf 1 um það eð því að SMELLA HÉR:   Venturi er fyrrum atvinnukylfingur á PGA-mótaröðinni og golfsjónvarpsfréttamaður. Ken, (sem var 1.83 m á hæð og 77 kg þungur) vakti fyrst athygli (fyrir 58 árum) þ.e. árið 1956 þegar hann sem áhugamaður, lenti í 2. sæti á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 11:30

GA: Mikið um að vera að Jaðri s.l. helgi!

Um nýliðna helgi var mikið líf á Jaðri. Á laugardaginn var vinnudagur þar sem fjölmargir félagar í GA mættu og tóku til hendinni í skálanum og kringum skálann. Pallurinn var allur olíuborinn, ásamt borðum og stólum, tré kringum skála snyrt og felld ásamt fjölmörgum öðrum verkum. Á sunnudaginn var svo opinn félagsfundur þar sem aðeins var farið yfir sumarið, áherslurnar á vellinum og fleira. Einnig komu í heimsókn fulltrúar allra stjórnmálaflokka sem bjóða fram í sveitastjórnarkosningum nú í vor. Kynntu þau öll sínar áherslur í íþrótta og félagsmálum og svöruðu svo spurningum úr sal. Það urðu líflegar og skemmtilegar umræður sem allir höfðu vonandi gagn og gaman af. GA þakkar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2014 | 11:00

LET Access: Valdís Þóra hefur keppni í Kristianstad í dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, hefur keppni í Kristianstad Åhus Ladies PGA Open í dag. Mótið stendur dagana 15.-17. maí 2014.  Leikið er á Åhus Östra golfvellinum í Kristianstad golfklúbbnum. Valdís Þóra fer út kl. 13:40 að staðartíma (kl. 11:40 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Þátttakendur eru 110 frá 21 þjóðríki. Til þess að fylgjast með gengi Valdísar Þóru SMELLIÐ HÉR: