Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 20:45

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 7. sæti e. 2. dag NCAA Eugene Regionals

Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni, Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í NCAA Eugene Regionals. Mótið fer fram í Eugene Country Club í Eugene, Oregon og stendur dagana 15.-17. maí 2014. Þátttakendur eru 75 frá 22 háskólum (en 7 keppendur keppa sem einstaklingar frá sitthverjum háskólanum). Eftir 2. dag er Guðmundur Ágúst í 67. sæti í einstaklingskeppninni er búinn að spila á samtals 17 yfir pari, 157 höggum (79 78). Guðmundur Ágúst er á 4. besta skori ETSU, sem er í 7. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna á NCAA Eugene Regionals eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 20:30

PGA: Paul Casey á 8 undir pari á seinni 9 á HP Byron Nelson

Langt er síðan að enski kylfingurinn Paul Casey hefir verið með einhverjar rósir á mótum, en það breyttist nú í kvöld. Hann átti glæsi seinni 9 á 2. hring HP Byron Nelson, sem hann lék á 8 undir pari, 27 höggum!!!! Alls lék hann 2. hring á 63 höggum. Hér má sjá skorkort Casey: SKORKORT PAUL CASEY Samtals er Casey búinn að spila á 6 undir pari, 134 höggum (71 63) og er sem stendur í 2. sæti, sem hann deilir með 4 öðrum. Brendon Todd er sem stendur í 1. sæti, en Casey verður eflaust á lægsta skorinu á 2. hring!!! Til þess að fylgjast með stöðunni á HP Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 19:35

LET Access: Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurð í Kristianstad!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en tekur þátt í Kristianstad Åhus Ladies PGA Open, móti á LET Access,  komst í gegnum niðurskurð  í dag!!! Glæsilegt hjá Valdísi Þóru!!! Mótið stendur dagana 15.-17. maí 2014.  Leikið er á Åhus Östra golfvellinum í Kristianstad golfklúbbnum. Valdís Þóra lék á samtals 10 undir pari, 154 höggum (75 79). Mótið er gríðarlega sterkt en margir keppenda hafa leikið á LET, t.a.m. hin brasiliska Victoria Lovelady (Sjá kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR:) og  Caroline Rominger  frá Sviss sem eru tvær þeirra, sem ekki komust í gegnum niðurskurð. Efstar eru þær Isabella Ramsay frá Svíþjóð og hin danska Nanna Koertstz Madsen á samtals 1 undir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 19:00

Rory gefur £1 milljón til krabbameinsveikra barna

Nr. 10 á heimslistanum Rory McIlroy gaf £1 milljón (um 189 milljóna íslenskra króna) til krabbameinsveikra barna á Norður-Írlandi. Gjöfin til the Northern Ireland Cancer Fund for Children (NICFC) mun verða greidd út á næstu 4 árum til styrktar rekstri Daisy Lodge í Newcastle, County Down, sem veitir fjölskyldum krabbameinsveikra barna frí frá umönnunarstörfum barna sina. Peningastuðningurinn er veittur í gegnum  the Rory Foundation, sem hann setti á laggirnar 2013 til þess að styðja góðgerðarmál í þágu barna um allan heim. Rory sagði m.a. við þetta tækifæri: “Ég  var djúpt snortinn af heiðarleika, hugrekki og hlýju barnanna og ungmennanna þarna og tók þá þegar þá ákvörðun að auka stuðning minn við Cancer Fund for Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 17:00

Evróputúrinn: Pieters efstur – Hápunktar 2. dags

Það er Þjóðverjinn Thomas Pieters sem tekið hefir forystuna nú þegar Open de España er hálfnað. Hann hefir spilað á samtals 6 undir pari, 138 höggum (69 69).  Sjá má kynningu Golf 1 á Pieters með því að SMELLA HÉR:  Í 2. sæti eru forystumaður gærdagsins, Englendingurinn Eddie Pepperell og Hollendingurinn Joost Luiten, höggi á eftir á samtals 5 undir pari, hvor. Francesco Molinari er síðan einn í 4. sæti á 4 undir pari, 140 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Open de España SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Open de España SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 15:00

Afmæliskylfingar dagsins: Birgir Leifur, Ingi Rúnar og Hanna Lilja – 16. maí 2014

Suma daga verður varla fundinn kylfingur, sem hægt er að skrifa afmælisgrein um.  Á öðrum dögum, sem þessum, er gnægð kylfinga sem á afmæli.  Afmæliskylfingar dagsins eru 3 þjóðþekktir kylfingar: Birgir Leifur Hafþórsson, GKG; Ingi Rúnar Gíslason, GS og Hanna Lilja Sigurðardóttir, GR. Komast má á Facebook síðu kylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér: Ingi Rúnar Gíslason 16. maí 1973 (41 árs – Innilega til hamingju!!!)   Birgir Leifur Hafþórsson 16. maí 1976 (38 ára – Innilega til hamingju!)   Hanna Lilja Sigurðardóttir F. 16. maí 1988 (26 ára – Innilega til hamingju!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Ty Armstrong, 16. maí 1959 (55 ára); Andres Gonzales, 16. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 23. sæti e. 1. dag NCAA Sugar Grove Regional

Axel Bóasson, GK og golflið Mississippi State taka þátt í  NCAA Sugar Grove Regional, sem fram fer á Rich Harvest Farmes, í Sugar Grove, Illinois. Mótið fer fram dagana 15.-17. maí 2014. Þátttakendur eru 75 frá 19 háskólum. Axel lék fyrsta hring í gær og lék á 4 yfir pari 76 höggum; fékk 2 fugla, 4 skolla og 1 skramba. Axel var á besta skori Mississippi State, sem er í 10. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag  NCAA Sugar Grove Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín valinn í Sun Belt úrvalið

Haraldur Franklín Magnús, GR og Louisiana Lafayette var valinn í úrvalslið Sun Belt (ens. first team All-Sun Belt), enda er hann búinn að standa sig framúrskarandi vel í vetur í bandaríska háskólagolfinu. Árangur Haraldar Franklíns er stórglæsilegur!!! Hann tók þátt í 34 mótum í vetur og lék þar af 12 á pari eða betur – hann var 4 sinnum meðal efstu 10 og sigraði m.a. í Memphis Intercollegiate mótinu. Meðalhöggfjöldi Haraldar Franklíns í mótunum 34 var 73,24. Þjálfari Louisiana Lafayette er að vonum ánægður og afar stoltur af Haraldi Franklín s.s. sjá má með því að SMELLA HÉR:    


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 08:25

LPGA: Muñoz og Ernst leiða eftir 1. dag Kingsmill Championship

Bandaríska stúlkan Austin Ernst leiðir á Kingsmill Championship eftir 1. dag mótsins ásamt hinni spænsku Azahara Muñoz. Báðar léku þær í gær River golfvöll Kingsmill golfstaðarins í Williamsburg, Virginíu á 6 undir pari, 65 höggum! Aðeins 1 höggi á eftir er hin suður-kóreanska Hee Young Park. Síðan er hópur 7 kylfinga sem deilir 4. sætinu; voru á 4 undir pari, 67 höggum hver og eru þær allar bandarískar (t.a.m Lexi Thompson og Cristie Kerr eru í þessum hóp) en sú eina sem ekki er frá Bandaríkjunum er tælenska stúlkan Thidapa Suwannapura. Nr. 4 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, átt fremur slaka byrjun, en hún deilir 29. sæti með 18 öðrum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 08:00

PGA: Peter Hanson efstur e. 1. dag HP Byron Nelson – Myndskeið

Það er sænski kylfingurinn Peter Hanson sem leiðir eftir 1. dag HP Byron Nelson meistaramótsins, sem hófst í gær á TPC Four Seasons Resort, í Irving, Texas. Hanson lék á 5 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti eru 3 kylfingar allir aðeins 1 höggi á eftir Hanson en það eru: Marc Leishman,  David Duval og Tim Wilkinson. Til þess að sjá stöðuna eftir að öðru leyti eftir 1. dag HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: