Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 16. 2014 | 20:30

PGA: Paul Casey á 8 undir pari á seinni 9 á HP Byron Nelson

Langt er síðan að enski kylfingurinn Paul Casey hefir verið með einhverjar rósir á mótum, en það breyttist nú í kvöld.

Hann átti glæsi seinni 9 á 2. hring HP Byron Nelson, sem hann lék á 8 undir pari, 27 höggum!!!! Alls lék hann 2. hring á 63 höggum.

Hér má sjá skorkort Casey:

SKORKORT PAUL CASEY

paul-casey-scorecard-575

Samtals er Casey búinn að spila á 6 undir pari, 134 höggum (71 63) og er sem stendur í 2. sæti, sem hann deilir með 4 öðrum.

Brendon Todd er sem stendur í 1. sæti, en Casey verður eflaust á lægsta skorinu á 2. hring!!!

Til þess að fylgjast með stöðunni á HP Byron Nelson Championship SMELLIÐ HÉR: