Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 19:00
PGA: Óheppni Harrington-Myndskeið

Allir sem hafa spilað golf vita hversu ergilegt það er þegar boltinn rétt fer framhjá holu. En það eru eflaust fáir sem hafa verið jafn óheppnir í stórmóti og Írinn Pádraig Harrington í gær á HP Byron Nelson Championship, Hann átti hið fullkomna högg að pinna fyrir erni og boltinn fór í holu…. en skoppaði síðan upp úr aftur! Harrington var sjokkeraður en það er ekki hægt annað en að dást að því hvernig hann hélt stillingu sinni. Hann lauk síðan lokahringnum á 74 höggum og lauk keppni jafn öðrum í 22. sæti. Til þess að sjá myndskeið af óheppni Harrington SMELlIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 18:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ingjaldur Valdimarsson – 19. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ingjaldur Valdimarsson. Ingjaldur er fæddur 19. maí 1961 og því 53 ára í dag. Ingjaldur er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér: Ingjaldur Gjalli Valdimarsson (53 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Michael Dean Standly 19. maí 1964 (50 ára stórafmæli!!!); KJ Choi 19. maí 1970 (44 ára); Brynja Þórhallsdóttir, GK, 19. maí 1970 (44 ára) ….. og …….. Vilborg Ingvaldsdottir (63 ára) Áslaug Birna Bergsveinsdóttir (19 ára) Fatasíða Á Akureyri Kærleikskrásir Og Kruðerí Flúðum (20 ára – Endilega líta við ef þið spilið Selsvöll á Flúðum!!!) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 16:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Brice Garnett (12/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 14. sæti, en það er Brice Garnett. Garnett lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 23. sæti, þ.e. fyrir miðju þeirra 50 sem spila í Finals. Staða hans breyttist því ekkert hann varð fyrir miðju bæði á peningalistanum og í Finals. Brice Garnett fæddist 6. september 1983 í Gallatin, Missouri og er því 30 ára. Það var pabbi Garnett sem kynnti hann fyrir golfíþróttinni þegar hann var 4 ára og síðan þá Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 14:00
GR: 90 í skemmtilegri óvissuferð GR-kvenna

Á heimasíðu GR mátti lesa eftirfarandi um skemmtilega stemmningu í óvissuferð GR kvenna: „Það var frábær stemmning þegar GR konur mættu til leiks í árlega óvissuferð sem farin var á dögunum. Úr andlitum mátti fráleitt lesa erfiðan vetur enda var eins og þær spryngi út í blóma sínum á vellinum í Borgarnesi en einmitt þangað reyndist óvissuferðin stefna að þessu sinni. Veðurguðirnir léku við okkar konur eins og lög klúbbsins gera ráð fyrir, struku þeim á vanga, yljuðu og vökvuðu þær inná milli, svona rétt til þess að minna á hnattstöðu Íslands. Að móti loknu tók starfsfólk Hótels Hamars á móti mannskapnum þar sem snæddur var dýrindis kvöldverður að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 13:00
GKJ: Jóhann B. Hjörleifsson með ás

Það er stutt á milli draumahögga á Hlíðavelli þessa dagana. Jóhann B. Hjörleifsson úr GKJ gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 12. holu á föstudagskvöldið, 16. maí 2014. Stutt er síðan Haukur Sörli, Kristborg, Pétur og Dagur náðu draumahöggum. Sjá má frétt Golf1 um framangreind draumahögg með því að smella á eftirfarandi HAUKUR SÖRLI; DAGUR ; KRISTBORG OG PÉTUR; Golf 1 óskar Jóhanni til hamingju með ásinn og að vera kominn í Einherjaklúbbinn!
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 10:30
GO: Eyvindur Sveinn og Rögnvaldur sigruðu í Opnunarmótinu

Í gær, 18. maí 2014, fór fram Opnunarmót Golfklúbbsins Odds og var sú breyting gerð að forkeppni fyrir holukeppni GO var innvikluð í mótið. Virkaði þetta þannig að keppendur skráðu sig í holukeppni í afgreiðslu eða í síðasta lagi við greiðslu á mótsgjaldi í opnunarmótið, keppendur spiluðu svo í opnunarmótinu eins og hefðbundið , en eftir mótið kemur mótanefnd til með að raða keppendum inn í holukeppni miðað við fjölda þáttakenda og miðar þar við 64/32/16/8/4/2 þátttakendur eftir því sem við á. Alls luku 191 manns keppni í mótinu (þar af 77 kvenkylfingar) og stóð Ágústa Arna Grétarsdóttir, GO, sig best af konunum, en hún var með 36 punkta, sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 10:00
GOB: Sigríður Ingibjörg sigraði á Opnunarmótinu

Opnunarmót GOB var haldið í gær, 18. maí 2014 í Bakkakoti. Þátttakendur voru 34, þar af aðeins 1 kvenkylfingur. Og það þurfti ekki fleiri konur til…. sigurvegari mótsins var klúbbmeistari GOB 2013 í kvennaflokki Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir, en enginn var með fleiri punkta en hún! Helstu úrslit urðu sem hér segir: 1. sæti: Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir GOB (37 punktar) 2. sæti: Halldór Magni Þórðarson GOB (33 punktar) 3. sæti: Gísli Jónsson GOB (32 punktar, fleiri punktar á seinni 9) 4. sæti: Sigurbjörn Theódórsson GK (32 punktar) 5. sæti: Arnar Bjarnason GR (30 punktar, fleiri punktar á seinni 9) Sigurþór Jónsson, GB, var á besta skorinu 72 höggum. Að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 09:00
NK: Nökkvi og Davíð Kristján sigruðu í 1. móti Ecco forkeppninnar

Það var fremur hráslaglegt veður sem tók á móti fyrstu keppendunum í ECCO mótinu laugardaginn 17. maí 2014. Það hlýnaði þó þegar líða tók á daginn og þrátt fyrir stöku skúri var ágætis golfveður á Nesvellinum. ECCO mótið er eins og venjulega bæði sjálfstætt mót og einnig forkeppni fyrir Bikarkeppni klúbbsins og Klúbbmeistarann í holukeppni. Í bikarkeppninni komast áfram 32 efstu í höggleik með forgjöf og fyrir klúbbmeistarann í holukeppni komast 16 efstu áfram í höggleik án forgjafar úr mótinu í dag. Nökkvi Gunnarsson sigraði í höggleik án forgjafar á 67 höggum og með forgjöf sigraði Davíð Kristján Guðmundsson á 68 höggum nettó. Sú sjaldgæfa staða kom upp 7 kylfingar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 08:00
GL: Eggert og Þröstur sigurvegarar Skemmumótsins

Laugardaginn 17. mai 2014 fór fram stóra opna skemmumótið í boði Verkalýðsfélags Akranes. Mótið fór fram við ágætis vallaraðstæður þar sem 76 kylfingar tóku þátt (þar af 5 kvenkylfingar). Af konunum stóð sig best Vigdís Ólafsdóttir, GÁ var með 34 punkta en heimakonan Sigurbjörg J. Sigurðardóttir, GL var á besta skorinu 92 höggum. Úrslit urðu eftirfarandi: Forgjafaflokkur 0-9: 1. Eggert Kristján Kristmundsson GR, 36 punktar 2. Jóhannes Ásbjörn Kolbeinsson GOB, 35 punktar (betri á seinni níu) 3. Grímur Þórisson GÓ, 35 punktar Forgjafaflokkur 9.1 og yfir: 1. Þröstur Vilhjálmsson GL, 38 punktar (betri á seinni níu) 2. Hafþór Ægir Vilhjálmsson GSG, 38 punktar 3. Páll Halldór Sigvaldason GL, 34 punktar Á besta skorinu í mótinu varð: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2014 | 02:00
PGA: Todd sigraði í Texas! – Hápunktar 4. dags

Bandaríkjamaðurinn Brendon Todd sigraði á HP Byron Nelson Championship í Irving Texas nú fyrr í kvöld. Sigurskor Todd var samtals 14 undir pari, 266 högg (68 64 68 66) sem sagt fjórir glæsihringir undir 69 eins og sjá má! Sjá má kynningu Golf1 á Todd með því að SMELLA HÉR: Þetta er fyrsti sigur Todd á PGA mótaröðinni og fyrir sigurinn hlýtur hann $1,242,000 Í 2. sæti, 2 höggum á eftir Todd var Kanadamaðurinn Mike Weir og 3. sætinu deildu þeir Marc Leishman frá Ástralíu og Charles Howell III, báðir á samtals 10 undir pari, hvor. Á þessu sést að sigur Todd var býsna sannfærandi! Forystumaður gærdagsins, Louis Oostuizen, sem var Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

