Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 15:30
Fulltrúar kylfinga á blaðamannafundi GSÍ 22. maí 2014

Fulltrúar kylfinga á blaðamannafundi GSÍ, sem haldinn var í dag, voru að þessu sinni þau Ragnhildur Kristinsdóttir, GR; Rúnar Arnórsson, GK og Andri Þór Björnsson, GR. Þau spila öll á 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar n.k. laugardag. Það verður virkilega spennandi að fylgjast með framangreindum kylfingum á Íslandsbanka- og Eimskipsmótaröðunum í sumar. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, er ein af okkar alefnilegustu golfkonum. Hún er fædd 6. september 1997 og verður því 17 ára seinna á árinu. Hún mun spila bæði á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Rúnar Arnórsson, GK, var nú nýlega að skrifa undir samning við University of Minnesota um að spila í bandaríska háskólagolfinu næsta haust, með golfliði skólans. Sjá frétt Golf1 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 15:00
Unglingamótaraðir Íslandsbanka hefjast á Garða- og Setbergsvelli nk. laugardag – Mótaskrá

Nú rétt í þessu lauk blaðamannafundi GSÍ þar sem Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri GSÍ kynnti helstu verkefni sambandsins hvað snertir unglingamótaraðirnar Golfsumarið 2014. Sem fyrr verða unglingamótaraðirnar 2; á Íslandsbankamótaröðina komst þeir unglingar sem eru forgjafarlægstir; á Áskorendamótaröð Íslandsbanka eru þeir unglingar sem eru forgjafarhærri eða komast einhverra hluta vegna ekki á Íslandsbankamótaröðina. Hörður fjallaði fyrst um Íslandsbankamótaröðina, en síðan Áskorendamótaröð Íslandsbanka. Báðar mótaraðir samanstanda af 6 mótum. Íslandsbankamótaröðin Að venju verður mikið á dagskrá í barna- og unglingaflokkum og Íslandsbankamótaröðin í fullum gangi í allt sumar. Fyrsta mótið verður á Garðavelli á Akranesi, næsta mót verður síðan á Hlíðavelli í Mosfellsbæ, Íslandsmótið í holukeppni fer fram á Urriðavelli, Íslandsmótið í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 14:15
Eimskipsmótaröðin 2014: Fyrsta mótið fer fram í Leirunni – Mótaskrá

Nú rétt í þessu lauk blaðamannafundi GSÍ, þar sem kynnt voru helstu verkefni Golfsumarsins 2014. Sem fyrr styrkir Eimskip mótaröð bestu kylfinga landsins og ber mótaröðin nafn 100 ára afmælisbarnsins, en „Óskabarn þjóðarinnar“ var stofnað fyrir 100 árum síðan, 17. janúar 1914. Mótaröð bestu kylfinga á Íslandi, Eimskipsmótaröðin hefst n.k. laugardag 24. maí á Hólmsvelli í Leiru. Öll mótin á Eimskipsmótaröðinni eru að lágmarki 54 holur á þessu fyrsta móti verða leiknar 36 holur á laugardegi og síðan 18 holur á sunnudegi. Góðs skráning er í þetta fyrsta mót ársins og flestir sterkustu kylfingar landsins eru með. Sem stendur eru 84 skráðir; 66 karl- og 18 kvenkylfingar. Í ár verða Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Jamie Lovemark (14/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 12. sæti, en það er Jamie Lovemark. Lovemark lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 39. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert Jamie Lovemark fæddist 23. janúar 1988 í Rancho, Santa Fe, Kaliforníu og er því 25 ára. Hann var í Torrey Pines menntaskólanum. Áhugamannsferill Árið 2005 sigraði Lovemark Western Amateur og hlaut því sérstaka undanþágu á the Cialis Western Open, þar sem hann varð T54. Árið 2007 spilaði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 11:30
Caroline: „I´ll never walk alone…

Nú eftir að Rory McIlory sté fram í gær og tilkynnti um sambandsslit sín og Caroline Wozniacki beinast allra augu að henni. Rory sagðist á blaðamannafundinum ætla að einbeita sér að flaggskipsmóti Evrópumótaraðarinnar BMW PGA Championship, en hann fer út kl. 13 að staðartíma í dag, 1. dag mótsins (eftir 30 mínútur að okkar tíma hér heima á Íslandi). Fyrir mótið tók Rory þátt í Pro-Am móti fyrir sjálft aðalmótið, sem ávallt vekur mikla athygli vegna fjölda frægra áhugamanna úr öðrum íþróttagreinum, pólítík og heimi lista og menningar, sem þátt taka. Í ár spilaði Rory hring með liðsmönnum uppáhaldsfótboltafélags síns, en hann segist ávallt hafa stutt Manchester United. Caroline hefir nú Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 10:45
Evróputúrinn: BMW PGA meistaramótið hafið

Nú er flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar , BMW PGA Championship, hafið. Leikið er sem fyrr á golfvelli Wentworth klúbbsins í Surrey, Englandi. Þegar þetta er ritað kl. 10:20 er Justin Walters frá Suður-Afríku efstur á 6 undir pari, með 3 holur óloknar. Fast á hæla honum er gamla brýnið Thomas Björn, höggi á eftir en á eftir að spila 7 holur – ljóst að staðan á eftir að breytast eftir því sem líður á daginn! Fylgjast má með skori keppenda 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 10:30
GA: Opnunarmót Jaðars á laugardaginn

Fyrsta mót sumarsins hjá Golfklúbbi Akureyrar (GA) verður haldið nú á laugardaginn og verður Jaðarsvöllur formlega opnaður þetta sumarið með mótinu. Mótið er höggleikur með og án forgjafar og það verður GA og Arctic fatnaður í verðlaun. Skráning er nú opin á golf.is en komast má inn á síðuna með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2014 | 09:00
EuroPro: Ólafur Björn í 23. sæti eftir 1. dag í Englandi

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í The Dawson and Sanderson Travel Classic mótinu sem er hluti af EuroPro mótaröðinni. Mótið stendur dagana 21.-23. maí og leikið er á Longhirst Hall golfvellinum í Dawson, Englandi. Þátttakendur eru 156, þar af hafa 3 dregið sig úr mótinu. Ólafur Björn lék fyrsta hringinn á sléttu pari, 72 höggum og er í 23. sæti eftir 1. dag. Á facebook síðu sína skrifar Ólafur Björn eftirfarandi eftir hringinn: „Spilaði á 72 (E) höggum á Englandi í dag. Þokkalega sáttur við spilamennskuna. Hélt boltanum vel í leik og kom mér í mörg færi á fuglum. Völlurinn fljótur að refsa og minnti aðeins á sig um Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 19:00
Rory ræðir sambandsslitin við Caroline – Myndskeið

Í fréttatilkynningu frá Rory McIlroy í morgun sagði hann frá ástæðum fyrir sambandsslitunum við Caroline Wozniacki. Jafnframt sagði hann að hann ætlaði ekki að tjá sig frekar um málið …. en svo auðveldlega sleppur hann ekki. Í meðfylgjandi myndskeiði, sem er af blaðamannafundi með Rory McIlory fyrir flaggskipsmót Evrópumótaraðarinnar,BMW Championship, sem hann tekur þátt í og hefst á morgun, ræðir Rory m.a. sambandsslitin við Caroline Wozniacki. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2014 | 18:00
EPD: Þórður Rafn á 78 e. 1. dag í Haugschlag NÖ Open

Þórður Rafn Gissurarson, GR tekur þátt í Haugschlag NÖ Open, en mótið hófst í dag í Golfresort Haugschlag í Austurríki. Mótið er hluti af þýsku EPD mótaröðinni. Þátttakendur eru 146. Mótið stendur 21.-23. maí 2014 og eftir 2 hringi er skorið niður. Sá sem á titil að verja er Áskorendamótaraðar kylfingurinn Bernd Ritthammer. Þórður Rafn lék 1. hring á 6 yfir pari, 78 höggum og deilir 100. sætinu eftir 1. dag með 8 öðrum kylfingum. Efstir í mótinu eftir 1. dag eru Þjóðverjarnir Patrick Kopp og Sean Einhaus, en báðir léku 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Haugschlag NÖ Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

