Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 21:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (1): GK-ingar sigursælir í drengja- (Ólafur Andri) – og piltaflokki (Guðlaugur Bjarki)

Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram í dag, 24. maí 2014,  á Setbergsvelli í Hafnarfirði. Það voru 51 kylfingur skráðir í mótið en 45 luku keppni.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR: Í drengjaflokki voru 9 keppendur og þar var hlutskarpastur Ólafur Andri Davíðsson, GK á 83 höggum, sem jafnframt var besta skor keppninnar!!! Glæsilegur árangur þetta hjá Ólafi Andra!!! Í 2. sæti varð Emil Árnason, GKG á 93 höggum og í 3. sæti varð klúbbfélagi Ólafs Andra, Þór Breki Davíðsson GK, á 94 höggum!!! Í piltaflokki voru þátttakendur 3 og sigurvegari Guðlaugur Bjarki Lúðvíksson, GK, en hann var á næstbesta skori mótsins, 86 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 21:00

Nordea: Birgir Leifur úr leik

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð í dag á Landskrona Masters PGA Championship, en mótið er hluti af Nordea mótaröðinni. Leikið er í Landskrona GK í Svíþjóð og stendur mótið dagana 23.-25. maí. Birgir Leifur lék á samtals á 3 yfir pari, 143 höggum (69 74).  Niðurskurður var miðaður við samtals 1 undir pari og Birgir Leifur því 4 höggum frá því að komast í gegn. Efster í mótinu er heimamennirnir Matthias Bohlin, Fredrik Gustavson og Andreas Johannson, allir á samtals 8 undir pari, 134 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Landskrona Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 20:30

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (1): Freydís og Sigrún Linda bestar af kvenkylfingunum

Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram í dag, 24. maí 2014,  á Setbergsvelli í Hafnarfirði. Það voru 51 kylfingur skráðir í mótið en 45 luku keppni.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR: Það voru 8 kvenkylfingshetjur, sem luku keppni á Setbergsvelli í dag!  Enginn keppandi var í elsta forgjafarflokknum og aðeins 1 í telpnaflokki (forgjafarflokki 15-16 ára)  Freydís Eíríksdóttir, GKG og var hún jafnframt á besta skorinu af kvenkylfingunum, flottum 93 höggum í fremur erfiðum aðstæðum í Setberginu!!! Glæsilegt hjá Freydísi!!! 7 þátttakendur voru í stelpnaflokki (forgjafarflokki 14 ára og yngri) og stóðu þær sig allar vel, enda flestar að stíga sín fyrstu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 20:00

Eimskipsmótaröðin: Bjarki og Guðrún Brá efst eftir fyrri dag Nettó-mótsins

Keppendur á Nettómótinu sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru hafa lokið leik í dag og hafa þar með leikið 36 holur af 54 holum. Óhætt er að segja að verðrið hafi leikið keppendur grátt á þessu fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar en aðstæður til golfleiks voru mjög erfiðar á köflum.  Veðurspáin fyrir morgundaginn er heldur skárri en þá verður seinasti hringurinn leikinn, ræsing hefst kl 7:30 í fyrramálið. Það er Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Golfklúbbnum Keili sem leiðir í kvennaflokk en hún hafði einnig forystu eftir fyrri hringinn í dag. Guðrún Brá lék seinni hringinn á sex höggum yfir pari en þann fyrri á átta höggum yfir pari, hún er því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 19:45

Áskorendamótaröð Íslandsbanka 2014 (1): Logi Tómasson sigraði í strákaflokki

Fyrsta mót Áskorendamótaraðar Íslandsbanka fór fram í dag, 24. maí 2014,  á Setbergsvelli í Hafnarfirði. Það voru 51 kylfingur skráðir í mótið en 45 luku keppni.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu með því að SMELLA HÉR: Strákaflokkur (flokkur stráka 14 ára og yngri) var fjölmennastur, en keppendur þar voru 25. Sigurvegari í strákaflokki var Logi Tómasson, GKG, en hann var á 89 glæsihöggum og á 3. besta skori yfir mótið í heild! Í 2. sæti var Jón Otti Sigurjónsson, GO, en í 3. sæti Pétur Sigurdór Pálsson, GHG,  en Pétur sigraði nú nýverið á Jaxlamóti Steingríms í Hveragerði og má sjá viðtal Golf1 við Pétur með því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Magnússon – 24. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Magnússon. Pétur er fæddur 24. maí 1995 og því 19 ára í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Afrek Péturs eru þrátt fyrir ungan aldur mörg en það sem kemur fyrst í hugann er þegar Pétur var fyrir rúmum 4 árum, nánar tiltekið 2.maí 2010 á æfingahring á Hólmsvelli í Leiru. Hann hafði verið við golfæfingar í Costa Ballena á Spáni mánuðinn þar áður og var að prófa nýja Titleist settið sitt í fyrsta sinn.Pétur sló með 6-járni af 13. teig, löngu par-3 brautinni, sem ekki er sú auðveldasta með vatnið landskunna fyrir framan flötina og bolti hans flaug beint inn á flöt og rúllaði ofan Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 14:00

Sjarmatröllið Jiménez

Sjarmatröllið Miguel Angel Jiménez, elsti sigurvegari í sögu Evrópumótaröðinni, heillaði alla upp úr skónum í rigningarhléi sem tekið var á 2. hring á  BMW PGA Championship í Wentworth golfklúbbnum. Hinn 50 ára golfsnillingur er þekktur fyrir að vera afar alþýðlegur og aðeins nokkrum vikum nú eftir að hafa sigrað á Champions Tour í Bandaríkjunum stillti sér upp í ljósmyndatökum með aðdáendum sínum og veitti eiginhandaráritanir í  Championship Village. Jiménez mun keppa á Senior Open Championship Presented by Rolex á Royal Porthcawl linksaranum í Wales, en mótið fer fram 2.,-27. júlí í sumar og hann tók sér tíma til þess að skoða myndir af klassísku velsku golfvöllunum sem voru til sýnis þarna, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 12:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Tim Wilkinson (16/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 10. sæti, en það er  Tim Wilkinson.  Wilkinson lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 38. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert. Timothy David Wilkinson fæddist 26. júlí 1978 í Palmerston North, Nýja-Sjálandi og er því 35 ára. Hann varð ný-sjálenskur meistari í höggleik árið 2000 og gerðist atvinnumaður 2003. Wilkinson var kominn á Nationwide Tour 2005, en vann sér ekki inn nægilega mikla peninga til þess að komast Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 10:00

Patrick og Justine Reed eignast fyrsta barn sitt

Patrick og Justine Reed eignuðust sitt fyrsta barn fimmtudaginn s.l. 22. maí 2014. Windsor-Wells Reed fæddist kl. 1:42 p.m. í Memorial Hermann Hospital-Texas Medical Center, en fæðingarlæknirinn var Dr. Daniel Mundy, sem sjálfur er mikill áhugamaður um golf. Reed dró sig úr HP Byron Nelson til þess að vera hjá konu sinni, en dóttir þeirra var sett á 26. maí. Justine er og hefir alltaf verið kylfuberi Patrick allt þar til í upphafi þessa árs. Bróðir hennar  Kessler Karian tók við störfum systur sinnar í ársbyrjun 2014. Reed hefir sigrað í 2 mótum í ár með Karian á pokanum þ.e. Humana Challenge í samvinnu við Clinton Foundation  World Golf Championships-Cadillac Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 08:00

14 mót á landinu í dag – um 800 kylfingar við keppni!

Í dag, 24. maí 2014 er mikið um að vera í golfi á Íslandi.  U.þ.b. 800 kylfingar spila golf í dag í 14 mótum – Ekki er gefinn upp þátttakandafjöldi í 2 mótum; skráðir í mót eru nákvæmlega 762 en síðan má gera a.m.k. ráð fyrir 38 samtals í mótunum tveimur. Þrjú GSÍ mót eru í dag en mótaraðir bestu kylfinga landsins hefjast og fara allar fram í dag þ.e. Eimskipsmótaröðin, Íslandsbankamótaröðin og Áskorendamótaröð Íslandsbanka.  Golf 1 verður sem fyrr með ítarlega umfjöllun um gang mála á þessum mótaröðum. 1. Eimskipsmótaröðin – Nettó-mótið – Hólmsvöllur í Leiru – Þátttakendur 84 (67 karl- og 17 kvenkylfingar keppa).  Meðalforgjöf: 2,6 2. Íslandsbankamótaröðin Lesa meira