Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2014 | 12:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Tim Wilkinson (16/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 10. sæti, en það er  Tim Wilkinson

Wilkinson lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 38. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert.

Timothy David Wilkinson fæddist 26. júlí 1978 í Palmerston North, Nýja-Sjálandi og er því 35 ára.

Hann varð ný-sjálenskur meistari í höggleik árið 2000 og gerðist atvinnumaður 2003.

Wilkinson var kominn á Nationwide Tour 2005, en vann sér ekki inn nægilega mikla peninga til þess að komast á PGA Tour.  Það tókst hins vegar með því að fara í Q-school, en hann varð meðal efstu 25 þar árið 2007.

Wilkinson átti nokkuð gott nýliðaár, en hápunktar þess voru að hann varð í 3 sæti á  Zurich Classic of New Orleans og varð T-2 á the Valero Texas Open, þar sem hann var 2 höggum á eftir  Zach Johnson. Hann vann sér inn yfir 1 milljón dollara í verðlaunafé og var í 92. sæti á peningalistanum í lok árs 2008.

Árið 2009 spilaði Wilkinson til úrslita á Verizon Heritage en lauk keppni T-6.  Meiðsli í þumalputta hrjáðu hann og urðu að lokum til þess að hann gat ekki spilað og hann komst á undanþágu vegna veikinda og spilaði því líka á PGA Tour 2010.  Í júní hafði hann fullnýtt undanþágu sína og ekki unnið sér inn nægilega mikið verðlaunafé til þess að halda keppnisrétti sínum á PGA Tour.

Wilkinson var  því aftur kominn á Nationwide Tour 2011. Hann varð s.s. segir í 10. sæti á peningalista Nationwide 2013  (sem nú heitir Web.com Tour) og er aftur farinn að spila á PGA Tour 2014.