Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Bergmann Gunnarsson – 28. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Gunnar Bergmann Gunnarsson . Gunnar er fæddur 28. maí 1957 og því 57 ára í dag. Hann er í Golklúbbnum Keili og mun verja afmælisdeginum við golfleik. Gunnar er kvæntur Öglu Hreiðarsdóttur og eiga þau Karenu, Þóreyju og Gunnar Bergmann yngri. Komast má á facebook síðu Gunnars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Gunnar Bergmann Gunnarsson, GK (57 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bob Shearer, 28. maí 1948 (66 ára); Shelley Hamlin, 28. maí 1949 (65 ára); Michael Charles Brisky, 28. maí 1965 (49 ára); Jeff Gove, 28. maí 1971 (43 árs); Denise Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 14:00
EPD: Þórður Rafn lauk keppni í 26. sæti á Adamstal Open

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Adamstal Open, en mótið fór fram í Golfclub Adamstal í Austurríki. Upphaflega átti þetta að vera 54 holu mót, sem átti að fara fram 26.-28. maí 2014 en mótið var að lokum stytt í 18 holu mót vegna óveðurs. Þórður Rafn hafnaði í 26. sæti með hring upp á 2 yfir pari, 72 högg. Sigurvegari í mótinu var Þjóðverjinn Matthías Knappe sem lék á 5 undir pari, 65 höggum eftir bráðabana við austurríska áhugamanninn, Sebastian Wittmann. Til þess að sjá lokastöðuna í Adamstal Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 13:30
Wozniacki tapaði á Opna franska eftir sambandsslitin við Rory

Danska tennisstjarnan Caroline Wozniacki er dottin út úr Opna franska eftir tap fyrir belgísku stúlkunni Yaninu Wickmayer. Caroline tapaði fyrsta leik sínum og síðan lotunni allri með skor upp á 7-6, 4-6, 6-2. Í viðtali við blaðamenn eftir tapið bað Wozniacki þá að virða einkalíf sitt og spyrja ekki um sambandsslitin við Rory. „Það eina sem ég hef að segja um það er að ég þakka öllum fyrir stuðninginn og fallegu skilaboðin,“ sagði Caroline. „Það var fallega gert. Það sem gerist í einkalífi mínu vil ég halda milli mín og minna nánustu. Ég verð bara að halda áfram.“ Aðspurð hvort erfitt hefði verið að einbeita sér að mótinu vegna þess sem gerst Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 12:30
Gary Player 78 ára sendir frá sér 3 DVD diska og sýnir að hann er enn í góðu formi – Myndskeið

Golfgoðsögnin Gary Player hefir sent frá sér 3 DVD diska sem nefnast Gary Player: A game for life. Á þessum diskum gefur að finna góð golfráð, einnig varðandi mikilvægi þess að vera í góðu líkamlegu formi í golfinu, en Gary Player var einn af þeim fyrstu sem stundaði líkamsrækt samhliða keppnisgolfi og gerði sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir golfið. Á 3. disknum tekur Peter Kessler viðtal við Player og þar sýnir Player, Kessler æfingarnar sem hann er búinn að gera að rútínu sinni í æfingasalnum. Hann hefir löngum gert miklar endurtekningar í æfingum sem hann gerir og er þekktur fyrir að lyfta lóðum. Player leggur einnig sérstaka áherslu á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 11:00
Jóel Gauti, Sigurður Arnar og Bragi keppa í US Kids móti í Skotlandi

Bragi Aðalsteinsson, Jóel Gauti Bjarkason og Sigurður Arnar Garðarsson eru þessa dagana að keppa í Evrópumóti U.S.Kids mótaraðarinnar í Skotlandi, en mótið fer fram á Gullane vellinum (Sigurður í 12 ára flokki), og Luffness vellinum (Bragi og Jóel í 15-18 ára flokki). Drengjunum gekk vel á fyrsta degi í gær, en Bragi lék á 74 höggum og er í 6. sæti og Jóel Gauti lék á 75 og er í 13 sæti. Sigurður Arnar lék sérlega vel 70 höggum og er 2 undir pari og er í fyrsta sæti ásamt 4 öðrum. Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, fylgir þeim í mótið. Derrick þekkir vellina vel enda eru þetta hans æskuslóðir. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 10:30
Jimenez einn af 25 sem fá undanþágu til að spila í Opna bandaríska

Vélvirkinn, m.ö.o. spænski kylfingurinn Miguel Angel Jimenez var meðal 25 kylfinga sem tilkynnt var um á þriðjudag að fengju undanþágu til þess að spila á Opna bandaríska risamótinu, sem fram fer í næsta mánuði, þ.e. 12.-15. júní í Pinehurst, Norður-Karólínu. Bandaríska golfsambandið (US Golf Association) sagði að Jimenez hefði verið í 2. sæti árið 2000 á Opna bandaríska og hinir hefðu fengið undanþágu á grundvelli þess að þeir hefðu verið meðal efstu 60 kylfinga á heimslistanum miðað við mánudaginn s.l. Tilkynningin kom minna en 10 dögum frá því að hinn 50 ára Jimenez bætti eigið aldursmet þegar hann vann í eftirminnilegum bráðabana á Opna spænska. 14 af 21 titli Jimenez hafa Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 09:08
Stelpugolf á morgun á Leirdalsvelli í Kópavogi

Á morgun, fimmtudaginn 29. maí 2014 milli kl. 10-14 er Stelpugolfdagurinn á Leirdalsvelli hjá GKG í Garðabæ/Kópavogi. Þar býðst konum á öllum aldri frí golfkennsla á 6 æfingastöðvum úr hendi 10 golfkennaranema. Herrar eru að sjálfsögðu velkomnir. Tilboð er á vallargjöldum á Mýrinni, 9 holu golfvelli GKG. SNAG (Starting New At Golf) kennsla á staðnum! Nú er um að gera fyrir kvenkylfinga að fjölmenna og kynna sér það sem í boði er í golfkennslu og fá leiðsögn!!! Til þess að kynna sér Stelpugolfið nánar á facebook síðu þess SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 28. 2014 | 08:00
Viðtalið: Hulda Birna Baldursdóttir, GKG – framkvæmdastjóri Stelpugolfs

Viðtalið í dag er við viðskiptafræðing, golfkennaranema og 4 barna móður, sem nú gegnir stöðu framkvæmdastjóra Stelpugolfs, sem hefst á Leirdalsvelli hjá GKG, á morgun, fimmtudaginn 29. maí n.k…. og þá er aðeins fátt eitt talið af störfum framkvæmdastjóra Stelpugolfs. Framkvæmdastjóri Stelpugolfs er gullfalleg, skemmtileg, sannkallaður orkubolti og dugnaðarforkur, fyrrum knattspyrnuskvísa af Skaganum , sem spilar blak á vetrum og er í ofanálag frábær í golfi, bæði að spila það og kenna. Hér fer viðtalið: Fullt nafn: Hulda Birna og er Baldursdóttir. Klúbbur: GKG. Hvar og hvenær fæddistu? Ég fæddist á Akranesi, þann 23.maí. Hvar ertu alin upp? Á Flórídaskaganum (Akranesi). Í hvaða starfi/námi ertu? Váá… á ég að þora Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 17:30
EPD: Þórður Rafn tekur þátt í Adamstal Open í Austurríki

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í Adamstal Open, en mótið fer fram í Golfclub Adamstal í Austurríki. Mikið óveður hefir sett svip sinn á mótið og hefir það verið stytt í 18 holu mót, en vonast er til að geta klárað það á morgun. Þórður Rafn átti rástíma kl. 13:10 að staðartíma (þ.e. kl. 11:30 að okkar tíma hér heima á Íslandi) Til þess að fylgjast með gengi Þórðar Rafns SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 27. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingar dagsins: Alda Steinunn Ólafsdóttir og Guðni Sigurður Ingvarsson —— 27. maí 2014

Það eru Alda Steinunn Ólafsdóttir og Guðni Sigurður Ingvarsson, GK, sem eru afmæliskylfingar dagsins. Guðni Sigurður er fæddur 27. maí 1954 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Guðni Sigurður hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum m.a. Marsmóti GSG 2013 og staðið sig vel. Hann er með 18,1 í forgjöf. Alda Steinnunn er fædd 27. maí 1944 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!! Alda býr að Mælifelli í Skagafirði og er í GSK. Komast má á facebook síðu Öldu til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan. Alda Steinunn Ólafsdóttir (70 ára merkisafmæli – Innilega Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

