Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 07:00

Steini Hallgríms kynnir landsbyggðinni nýjustu kylfur, poka og kerrur

Þorsteinn Hallgrímsson (Steini Hallgríms) eigandi Hole in One verður á ferð um landið til þess að kynna kylfingum landsbyggðarinnar nýjustu   Callaway, Cobra, Mizuno, Ping og Titleist kylfurnar og jafnframt golfpoka og kerrur. Steini er kylfusmiður og s.s. flestir kylfingar vita sérfræðingur í að mæla þ.e. að finna réttu stærð kylfa fyrir viðkomandi kylfing, sem og sköft. Nú er um að gera að mæta á „DEMO-daginn“ hjá Steina og kynna sér það sem í boði er. Dagskrá Steina er með eftirfarandi hætti: 1. Laugardaginn 31. maí kl. 9-11  Kynning hjá GV í Vestmannaeyjum. 2. Sunnudaginn 1. júní kl. 12-14 Kynning hjá GHH í Höfn í Hornafirði. 3. Mánudaginn 2. júní kl. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 02:30

PGA: Paul Casey efstur í hálfleik The Memorial – Hápunktar 2. dags

Það er enski kylfingurinn Paul Casey sem kominn er með 3 högga forystu á næsta keppinaut sinn í hálfleik á The Memorial mótinu, sem fram fer á golfvelli Muirfield í Dublin, Ohio. Casey er búinn að eiga tvo glæsihringi upp á 66 högg og er. samtals á 12 undir pari 132 höggum. Bubba Watson er í 2. sæti á samtals 9 undir pari, 135 höggum (66 69) og Chris Kirk er í 3. sæti á 8 undir pari. Martin Flores og Japaninn Hideki Matsuyama deila 4. sætinu á samtals 7 undir pari , hvor og 4 kylfingar deila síðan 6. sæti þ.á.m. Daninn Thorbjörn Olesen. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 02:00

PGA: Glæsilegur örn Bubba – Myndskeið

Masters risamótasigurvegarinn Bubba Watson átti högg 2. hrings á The Memorial fyrr í kvöld. Það var á par-5 15. braut Memorial vallarins, sem sleggjan Bubba átti þetta líka frábæra 2. högg inn á flöt sem lenti  u.þ.b. 1 metra frá pinna. Bubba átti því eftir fremur auðvelt arnarpútt en aðhögg hans var valið högg dagsins eins og segir. Sjá má myndskeið af þessu glæsilega höggi Bubba Watson með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 01:30

PGA: 15 högga sveifla hjá Rory – Myndskeið

Rory McIlroy, sem leiddi eftir 1. hring Memorial mótsins á glæsilegum 9 undir pari, 63 höggum lék 2. hringinn í dag á 6 yfir pari, 78 höggum. Það var því hvorki meira né minna en 15 högga sveifla milli hringja hjá honum… og fyrir vikið er hann fallinn niður skortöfluna í 24. sætið sem hann deilir með 12 öðrum kylfingum. Skorkortið var ansi skrautlegt hjá Rory hann fékk 3 fugla og 3 skolla, en það sem virkilega var skrítið að sjá voru skrambarnir 3 sem hann fékk í röð á 13.-15. braut Muirfield vallarins í Dublin. Sjá má myndskeið af hrakförum Rory á 2. hring The Memorial með því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 01:00

PGA: Rose dæmdi á sig víti og komst ekki gegnum niðurskurð – Myndskeið

Meistari Opna bandaríska 2013, Justin Rose, dæmdi á sig víti á 2. hring Memorial mótsins og komst fyrir vikið ekki í gegnum niðurskurð í mótinu. Það munaði  1 höggi. Í eftirfarandi myndskeiði sést Rose gefa eiginhandaráritanir, en þá virðist ekki enn liggja fyrir að hann hafi ekki náð niðurskurði. Eins sést atvikið sem Rose dæmdi á sig 1 höggs víti fyrir, þó ekki hafi tekist að sanna neitt brot á hann og það var þetta eina vítahögg, sem munaði því að hann kæmist í gegnum niðurskurð. Rose er að vippa inn á flöt en virðist tvíslá í boltann og hann kastar kylfu sinni frá sér. Sjá má myndskeiðið með því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 31. 2014 | 00:30

LET Access: Valdís Þóra úr leik

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, komst ekki í gegnum niðurskurð á OCA Augas Santas International Ladies Open, sem fram fer á  Augas Santas Balneario & Golf golfstaðnum í Lugo á Spáni. Valdís Þóra lék fyrsta hring á 7 yfir pari, 77 höggum og annan hringinn í dag 4 höggum betur á 73 höggum. Það dugði þó því miður ekki til. Samtals lék Valdís Þóra á 10 yfir pari, 150 höggum (77 73). Niðurskurður var miðaður við 6 yfir pari og Valdís Þóra því 4 höggum frá því að komast í gegn. Sjá má stöðuna á OCA Augas Santas International Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 18:00

Birgir Leifur lauk keppni í 9. sæti á Jyske Bank PGA Championship

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  lauk í dag keppni í Jyske Bank PGA meistaramótinu sem fó r fram í  Silkeborg Ry golfklúbbnum, en mótið er hluti af Ecco mótaröðinni. Mótið fór fram dagana 28.-30. maí 2014 og lauk í dag. Þetta var stórt mót en þátttakendur voru 169. Leikið varr á tveimur golfvöllum Ry Kildebjerg sem er par-72 golfvöllur og Silkeborg sem er par-71 golfvöllur. Birgir Leifur lék fyrsta hring á 1 undir pari, 71 höggi (Ry Kildebjerg) og á pari Silkeborg vallarins 71 höggi, í gær. Í dag lokadaginn lék Birgir Leifur  aftur Silkeborg völlinn og var á 4 yfir pari, 75 höggum.  Samtals lék Birgir Leifur því á  3 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 17:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind efst á glæsilegu 1 undir pari e. 1. dag á Hellu

Berglind Björnsdóttir, GR er efst eftir 1. dag á Hellu og eini kvenkylfingurinn sem  lék undir pari, þ.e. var á 1 undir pari, 69 höggum!!!  Reyndar var Berglind sú eina auk Heiðars Davíðs sem er efstur í karlaflokki sem lék 1. hring undir pari í mótinu! Berglind spilar með UNGC í bandaríska háskólagolfinu og kemur greinilega sterk til leiks nú í sumar! Á hringnum fékk Berglind 3 fugla (á 5. 10. og 15. holu) og einn skramba (á par-3 8. holunni!). Í 2. sæti er Sara Margrét Hinriksdóttir, GK og í 3. sæti á 2 yfir pari, 72 höggum og í 3. sæti er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK á 4 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 16:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Heiðar Davíð efstur eftir 1. dag á Hellu

Heiðar Davíð Bragason, GHD, er efstur eftir 1. dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu á Hellu. Heiðar Davíð lék á 1 undir pari, 69 höggum og er sá eini sem er undir pari eftir 1. dag. Hann fékk 3 fugla (á 5., 10. og 11. holu) og 2 skolla (á 3. og 6. holu). Í 2.-4. sæti á sléttu pari, 70 höggum  eru þrír kylfingar: GR-ingarnir Árni Freyr Hallgrímsson og Hákon Harðarson og eins Fylkir Þór Guðmundsson úr Golfklúbbi Ólafsfjarðar. Í 5. – 8. sæti á 1 yfir pari; 71 höggi pari eru þeir: Gísli Sveinbergsson, GK; Andri Þór Björnsson og Stefán Þór Bogason báðir í GR og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Gíslason ——- 30. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Þórir Gíslason oft kenndur við Burkna. Þórir fæddist 30. maí 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag! Þórir er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jocelyne Bourassa, 30. maí 1947 (67 ára); Sverrir Friðþjófsson, GR, 30. maí 1950 (64 ára); Michael Clayton, 30. maí 1957 (57 ára); Rubén Alvarez, 30. maí 1961 (53 ára); Jerry Springer, 30. maí 1968 (46 ára); Audrey Wooding, 30. maí 1970 (44 ára)  ….. og …..   Eidur Ísak Broddason (19 ára) HólaPrjónn Ingu (55 ára) Jason Wright (27 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira