Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2014 | 05:00

PGA: Matsuyama með sinn fyrsta sigur á PGA…. eftir bráðabana við Na!

Japaninn Hideki Matsuyama stóð uppi sem sigurvegari á The Memorial, móti Jack Nicklaus í Muirfield Village í Dublin, Ohio. Matsuyama og Bandaríkjamaðurinn með mörgu vöggin Kevin Na, urðu að fara í bráðabana þar sem báðir voru jafnir eftir hefðbundnar 72 holur. Samtals léku Matsuyama og Na á 13 undir pari, 275 höggum; Matsuyama (70 67 69 69) og Na (72 69 70 64). Úrslitin í bráðabananum réðust strax á 1. holu en þar fékk Matsuyama par, sem útséð var um að Na gæti ekki jafnað og því stóð Matsuyama uppi sem sigurvegari. Þetta er fyrsti sigur Hideki Matsuyama á bandaríska PGA Tour. Í 3. sæti aðeins höggi á eftir Matsuyama Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 21:30

Evróputúrinn: Jaidee sigurvegari í Malmö eftir 3 manna bráðabana – Hápunktar 4. dags

Það var Thaílendingurinn Thongchai Jaidee, sem sigraði á Nordea Masters mótinu, sem fram fór á PGA Sweden National golfvellinum í Malmö, Svíþjóð. Jaidee lék á samtals 16 undir pari, líkt og Skotinn Stephen Gallacher og Frakkinn Victor Dubuisson. Það kom því til bráðabana milli þeirra og þurfti aðeins að leika par-5 18. holu National golfvallarins einu sinni en Jaidee sigraði með fugli meðan Gallacher og Dubuisson fengu báðir par. Hollendingurinn Robert-Jan Derksen varð í 4. sæti á samtals 15 undir pari og sá sem leiddi fyrir lokahringinn, heimamaðurinn Henrik Stenson varð í 5. sæti á samtals 14 undir pari. Þrír deildu 6. sætinu á samtals 13 undir pari hver: sá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 19:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Ragnar Már sigraði og setti nýtt vallarmet af hvítum!

Ragnar Már Garðarsson, GKG, sigraði í dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Egils Gull mótinu á Strandarvelli, Hellu. Þetta er 2. mótið sem hann sigrar á Eimskipsmótaröðinni á þessu keppnistímabili og það bara með viku millibili!!! Það var glæsilegur lokahringur Ragnars Más, upp á 8 undir pari, 62 högg sem innsiglaði sigurinn, en skorið er nýtt vallarmet á Strandarvelli af hvítum teigum. Ólafur Björn Loftsson, NK,  átti fyrra vallarmetið en það var sett árið 2008 og var upp á 63 högg. Ragnar Már spilaði samtals á 4 undir pari, 206 höggum (73 71 63) og var eini þátttakandinn í mótinu sem var með heildarskor undir pari! Gísli Sveinbergsson, GK varð í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 17:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): Berglind sigraði á Hellu!

Klúbbmeistari kvenna í GR 2013, Berglind Björnsdóttir, GR sigraði í dag á 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2014, Egils Gull mótinu á Hellu. Þetta er í 2. sinn sem Berglind sigrar á Eimskipsmótaröðinni og ekki bara í 2. sinn sem hún sigrar á Eimskipsmótaröðinni heldur er þetta líka 2. Egils Gull mótið sem hún vinnur. Berglind sigraði einmitt líka á Egils Gull móti á Eimskipsmótaröðinni úti í Eyjum 2012 og þá var líka fremur leiðinlegt veður alla mótsdagana eins og núna, hvasst á köflum með rigningaskúrum inn á milli, en það virðist lítil áhrif hafa á Berglindi. Sjá má viðtal sem Golf 1 tók við Berglind eftir að hún sigraði í fyrra Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hansína Þorkelsdóttir – 1. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Hansína Þorkelsdóttir. Hansína er fædd 1. júní 1979 og því 35 ára í dag. Hún er ein af okkar bestu kylfingum og er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Hansína er alin upp í Mosfellsbænum, en býr í Reykjavík. Hún hefir spilað á íslensku mótaröðinni undanfarin sumur. T.a.m. tók hún þátt í 1. móti Eimskipsmótaraðarinnar, Nettó-mótinu í Leirunni á þessu ári, 2014 og var með í 2. mótinu Egils Gull mótinu á Hellu afmælisdaginn. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Marisa Isabel Baena, 1. júní 1977 (37 ára) kólombísk á LPGA;  Tano Goya (Argentínumaður á Evróputúrnum) 1. júní 1988 (26 ára) og  Carlota Ciganda, 1. júní 1990 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Mark Anderson (18/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í 8. sæti, en það er  Mark Anderson.  Anderson lék eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og varð í 45. sæti, (af 50) og bætti því stöðu sína ekkert. Mark Anderson fæddist 14. febrúar 1986 í Anapolis, Maryland og er því 28 ára. Anderson gerðist atvinnumaður í golfi árið 2009 og komst á Web.com Tour árið 2010. Á nýliðaári sínu á túrnum var hann með þrjá topp-10 árangra.  Árið  2011 varð hann 4 sinnum meðal efstu 10 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 12:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (2): 3. dagur

Nú í morgun voru fyrstu keppendur ræstir út á 3. og lokadegi Egils Gull mótsins á Strandarvelli, Hellu. Fyrir lokahringinn leiða GR-ingarnir Arnór Ingi Finnbjörnsson, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og núverandi klúbbmeistari kvenna í GR, Berglind Björnsdóttir, ásamt Heiðari Davíð Bragasyni, GHD. Forysta Berglindar er fremur örugg en hún á 6 högg á næsta keppanda, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK fyrir lokahringinn meðan Arnór Ingi og Heiðar Davíð halda naumri forystu, en aðeins munar 1 höggi á þeim og Fannari Inga Steingrímssyni, GHG, en Fannar Ingi er að keppast við að vinna fyrsta mót sitt á Eimskipsmótaröðinni Fylgjast má með lokahringnum á Egils Gull mótinu á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Stenson og Pepperell efstir á Nordea Masters – Hápunktar 3. dags

Henrik Stenson og Eddie Pepperell eru efstir og jafnir á Nordea Masters í Malmö, Svíþjóð. Báðir hafa þeir leikið á samtals 13 undir pari, 203 höggum; Stenson (69 70 64) og Pepperell (66 72 65). „Áhorfendur hafa verið frábærir“ sagði Stenson m.a. eftir hringinn en hann er jú á heimavelli í Svíþjóð.  „Ég hef ekki spilað á heimavelli í nokkurn tíma og vegna þess árangurs sem ég hef náð þá fann ég virkilega fyrir stuðningi þeirra.  Ég ætla að skemmta mér á morgun og reyna að vera ofarlega; reyndar reyna að vinna mótið fyrir þá!“ Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Nordea Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis á 63 og með 1 höggs forystu fyrir lokahringinn

Fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Stacy Lewis, lék 2. hring á Shoprite Classic mótinu á 63 höggum og kom sér í 1. sætið í mótinu með þessum glæsihring. Í 2. sæti er Christina Kim, aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti er forystukona 1. dags Jennifer Johnson sem fylgdi jöfnun vallarmets síns upp á 62 högg eftir með hring upp á 70. Gerina Piller og Anna Nordqvist deila 4. sætinu á samtals 8 undir pari, hvor.   Haeji Kang er síðan í 6. sæti á samtals 7 undir pari (68 67). Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 1. 2014 | 06:15

PGA: Bubba efstur fyrir lokahring Memorial – Hápunktar 3. dags

Bubba Watson leiðir eftir 3 hringi á Memorial mótinu;  hann er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (66 69 69). „Ég er ekkert spenntur fyrir að fara í næsta mót og reyna að verða nr. 1 á heimslistanum, ég er ekki að reyna að vera næsti frábæri meistarinn, “ sagði Bubba m.a. eftir  3. hring. „Ég er bara að reyna að spila golf.“ Í 2. sæti fyrir lokahringinn er Scott Langley á samtals 11 undir pari og í 3. sæti á samtals 10 undir pari er Japaninn Hideki Matsuyama. Í fjórða sætinu er síðan nr. 1 á heimslistanum Adam Scott á samtals 9 undir pari og Lesa meira