Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 10:30

13 atriði sem eru auðveldari en að vinna úrtökumót til að spila í Opna bandaríska

Golf Digest hefir tekið saman skemmtiegan lista yfir hluti eða atriði sem auðveldari eru en að komast í gegnum úrtökumót til þess að spila í Opna bandaríska á Pinehurst nr. 2 í ár. Meðal þess sem Golf Digest nefnir yfir atriði sem eru auðveldara eru en að komast í gegnum úrtökumótið er að hljóta inngöngu í Harvard háskólann, vinna ein eftirsóttustu hafnarboltaverðlaun í Bandaríkjunum og ….. ja þið verðið bara að skoða listann. Til þess að sjá lista þessara atriða SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 09:00

GO: Sigrún Edda Jóns, Camilla Twingmark og Stella Steingríms sigruðu á móti Soroptimista!

Það var ekki skemmtileg veðurspáin alla vikuna fyrir mótsdag þeirra Soroptimista, 31. maí 2014 og þó veðrið hafi verið ágætt á köflum var mikið um forföll alla vikuna fyrir mótið og fór fjöldinn úr um 180 konum niður í 98, sem létu sjá sig á leikdegi. Úrslit urðu eftirfarandi:   Höggleikur 1 Sigrún Edda Jónsdóttir NK 13 F 44 46 90 19 90 90 19 2 Hulda Hallgrímsdóttir GO 16 F 42 49 91 20 91 91 20 3 Kristín Pétursdóttir GK 8 F 41 54 95 24 95 95 24 4 Marólína G Erlendsdóttir GR 19 F 46 50 96 25 96 96 25 5 Camilla Margareta Tvingmark GKJ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 07:00

22 ára áhugamaður skrifaði undir rangt skorkort og verður ekki með í US Open!!! – Myndskeið

Landon Michelson, 22 ára áhugamaður tók þátt í úrtökumóti fyrir Opna bandaríska risamótið í Flórída s.l. mánudag …. og var heppinn.  Hann átti fyrst ekki að fá að taka þátt í úrtökumótinu en Freddie Jacobson dró sig úr mótinu og viti menn Michelson komst inn. Hann átti síðan tvo hringi upp á 1 undir pari, 71 högg sem var frábært þar sem golfvöllur Quail Valley Golf Club á Vero Beach (sjá með því að SMELLA HÉR:) spilaðist erfiðar en venjulega vegna verulegs hvassviðris og því erfitt að keppa við þetta glæsiskor vegna aðstæðna. Michelson játaði í viðtali við Will Gray á Golf Channel að einbeitingin hefði ekki verið upp á það Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 06:00

Herb Page ánægður með gæði kylfinga hér á landi

Margreyndur þjálfari frá Kent State háskólanum, Herb Page, kom hingað til lands og fylgdist með Eimskipsmótaröðinni um seinustu helgi. Kent State hefur náð mjög góðum árangri í háskólagolfinu undanfarin ár, m.a. komist í NCAA lokakeppnina 5 af seinustu 6 keppnum, og endaði í 5. sæti 2012. Frægasti kylfingur Kent State er Ben Curtis, en hann sigraði á Opna breska 2003, og hefur Page verið púttþjálfari hans í gegnum hans atvinnumannaferil. Page var hér í þeim erindagjörðum að fylgjast með ungum íslenskum kylfingum, sem hann hefur verið í sambandi við á undanförnum mánuðum. Það eru meðmæli með barna-, unglinga- og afreksstarfi klúbbana hér heima, og kylfinganna sjálfra, að reyndur þjálfari frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 05:00

Spieth endurtekur leikinn frá John Deere 2013 – Vippar beint ofan í – Myndskeið!

Jordan Spieth fór aftur á vettvang fyrsta sigur síns á PGA Tour í fyrra, þ.e. TPC Deere Run golfvöllinn í  Illinois og gerði svolítið ótrúlegt þar! Þetta var blaðamannafundur sem tekinn var út á völl en John Deere mótið hefst einmitt á morgun og er mót vikunnar á PGA Tour…. og Jordan Spieth á titil að verja. Spieth var meira í gríni en alvöru beðinn um að endurtaka höggið upp úr sandglompu sem hann sló beint ofan í holu í fyrra og varð til þess að hann komst í 3 manna bráðabana, sem hann vann síðan. Spieth varð við beiðninni og viti menn endurtók höggið sem fór beint ofan í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Axel Bóasson —— 3. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Axel Bóasson. Axel er fæddur 3. júní 1990 og því 24 ára í dag.  Hann er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Axel var við nám og spilaði golf með golfliði Mississippi háskóla, í Bandaríkjunum. Hann er  jafnframt Íslandsmeistari í höggleik 2011. Axel sigraði  á 1. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar upp á Skaga 2013 og endurtók þar með leikinn frá árinu 2011 þegar hann vann einnig á 1. stigamóti ársins þá. Sjá má viðtal við Axel af því tilefni með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér: Axel Bóasson (24 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hale Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 12:00

Harrington vill verða varafyrirliði

Pádraig Harrington snæddi nýlega með Paul McGinley á heimili þess síðarnefnda í Sunningdale og var ýmislegt til umræðu en hvorugur minntist að sögn nokkuð á stöðu varafyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu. „Hann myndi aldrei minnast á það  að fyrra bragði og ég myndi aldrei gera það heldur,“ sagði Harrington. „Hvað sem öðru líður, kýs ég fremur að hann sé algerlega hlutlaus þegar kemur að því að velja í  varafyrirliðastöðu Ryder bikars liðs Evrópu.“ Aðspurður hvort Harrington myndi þiggja stöðuna ef hún stæði honum til boða svaraði hann já og það án nokkurs hiks. „Það er ekki nokkur vafi að ég myndi ekki neita henni og ég vonast til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 11:00

Heimslistinn: Scott verður í 1. sæti á Pinehurst – Matsuyama nú í 13. sæti!

Adam Scott mun enn sitja í toppsætinu á heimslistanum þegar Opna bandaríska risamótið fer fram skv. heimslistaspám. Þetta er í fyrsta sinn sem Ástrali er í 1. sæti heimslistans á einu risamótanna. Með sigri geta hins vegar 3 kylfingar: Henrik Stenson, Bubba Watson og Matt Kuchar hrundið Scott úr toppsæti heimslistans. Scott varð T-4 á The Memorial en Stenson einn í 5. sæti á Nordea Masters. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum,  Tiger sem ekkert keppir er runninn niður  í 4. sætið! Kuchar er sá eini á topp-5 heimslistans, sem ætlar að keppa fyrir Opna bandaríska þ.e. taka þátt í móti vikunnar á PGA Tour, FedEx St. Jude Classic. Hástökkvari vikunnar á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 10:00

Bradley með „stuttan“ pútter á Memorial

Kylfingurinn Keegan Bradley hefir sætt gagnrýni fyrir að nota magapútter (ens. belly-putter), en hann var sá fyrsti til að sigra í risamóti með slíkum pútter. Frá og með 2016 verða slíkir pútterar bannaðir og því ekki seinna að vænna en að byrja að æfa sig með hefðbundinn „stuttan“ pútter.   Það gerði Bradley einmitt í Memorial mótinu s.l. helgi, en þar varð hann T-37, þ.e. deildi 37. sætinu með skor upp á samtals 3 undir pari, 285 högg (67 75 70 73). Er stutta pútternum um að kenna? Getur Bradley nokkuð án púttersins langa, sem mörgum öfundsmanni hans finnst að hafi veitt honum ólögmætt forskot umfram keppinauta sína? Golf Digest Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 09:00

Steini Hallgríms kynnir nýjustu kylfur, kerrur og poka á Akureyri í kvöld

Þorsteinn Hallgrímsson (Steini Hallgríms) eigandi Hole in One verður á ferð um landið til þess að kynna kylfingum landsbyggðarinnar nýjustu   Callaway, Cobra, Mizuno, Ping og Titleist kylfurnar og jafnframt golfpoka og kerrur. Steini er kylfusmiður og s.s. flestir kylfingar vita sérfræðingur í að mæla þ.e. að finna réttu stærð kylfa fyrir viðkomandi kylfing, sem og sköft. Nú er um að gera að mæta á „DEMO-daginn“ hjá Steina og kynna sér það sem í boði er. Dagskrá Steina er með eftirfarandi hætti: 1. Laugardaginn 31. maí kl. 9-11  Kynning hjá GV í Vestmannaeyjum. 2. Sunnudaginn 1. júní kl. 12-14 Kynning hjá GHH í Höfn í Hornafirði. 3. Mánudaginn 2. júní kl. Lesa meira