Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2014 | 11:00

Heimslistinn: Scott verður í 1. sæti á Pinehurst – Matsuyama nú í 13. sæti!

Adam Scott mun enn sitja í toppsætinu á heimslistanum þegar Opna bandaríska risamótið fer fram skv. heimslistaspám. Þetta er í fyrsta sinn sem Ástrali er í 1. sæti heimslistans á einu risamótanna.

Með sigri geta hins vegar 3 kylfingar: Henrik Stenson, Bubba Watson og Matt Kuchar hrundið Scott úr toppsæti heimslistans.

Scott varð T-4 á The Memorial en Stenson einn í 5. sæti á Nordea Masters. Fyrrum nr. 1 á heimslistanum,  Tiger sem ekkert keppir er runninn niður  í 4. sætið!

Kuchar er sá eini á topp-5 heimslistans, sem ætlar að keppa fyrir Opna bandaríska þ.e. taka þátt í móti vikunnar á PGA Tour, FedEx St. Jude Classic.

Hástökkvari vikunnar á topp-30 heimslistans er sigurvegari The Memorial Hideki Matsuyama, sem fer úr 24. sætinu í 13. sætið.

Kevin Na, sem tapaði í bráðabananum fyrir Matsuyama tekur mikið stökk upp listann fer upp um heil 30 sæti úr 70. sætinu í 40. sætið!

Thongchai Jaidee sem sigraði á Nordea Masters s.l. helgi eftir 3 manna bráðabana fer úr 54. sætinu í 37. sæti heimslistans.

 

Efstu 10 á heimslistanum eru eftirfarandi: 

1. sæti Adam Scott, Ástralía, 9,21 stig

2. sæti Henrik Stenson, Svíþjóð, 7,84 stig

3. sæti Bubba Watson, Bandaríkin, 7,45 stig

4. sæti Tiger Woods, Bandaríkin, 7,44 stig

5. sæti Matt Kuchar, Bandaríkin, 7,05 stig

6. sæti Rory McIlroy, Norður-Írland, 6,90 stig

7. sæti Jason Day, Ástralía, 6,45 stig

8. sæti Sergio Garcia, Spánn, 6,07 stig

9. sæti Justin Rose, England, 5,95 stig

10. sæti Jordan Spieth, Bandaríkin, 5,90 stig