Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 12:00
GKJ: Björgvin Franz fékk ás!

Björgvin Franz Björgvinsson, myndatökumaður Unglingaeinvígisins í Mosó með meiru, 14 ára, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á „19. holu“ Hlíðavallar. Björgvin var að spila í Meistaramóti GKJ í holukeppni við Margréti Óskarsdóttur, sem Golf 1 tók skemmtilegt viðtal við fyrir nokkrum árum (Sjá með því að SMELLA HÉR:). Með ásnum vann Björgvin Franz leikinn! Golf 1 óskar Bjögvini Franz innilega til hamingju með fallegt draumahögg!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 10:00
Evróputúrinn: Lundberg og Gee efstir e. 1. dag á Lyoness Open

Í gær hófst Lyoness Open powered by Greenfinity mótið í Diamond golfklúbbnum í Atzenbrügg, Austurríki. Mótið stendur 5.-8. júní 2014. Eftir 1. dag eru Svíinn Mikael Lundberg og Englendingurinn Adam Gee efstir en báðir eru spiluðu þeir 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Adam Gee með því að SMELLA HÉR: Miguel Angel Jimenez deilir 14. sæti eftir 1. dag, 3 höggum á eftir forystumönnunum, en hann lék á 2 undir pari, 70 höggum. Flest stóru nöfnin vantar annars í mótið þar sem flestir eru í Bandaríkjunum að undirbúa sig undir Opna bandaríska, sem hefst á Pinehurst no. 2 i Charlotte, Norður-Karólínu í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 09:00
Aron og bandaríska landsliðið á TPC Sawgrass

Aron Jóhannsson leikur með bandaríska landsliðinu í fótbolta á HM, sem hefst í Brasílíu í næstu viku. Aron, sem nýlega undirritaði samning við hollenska félagið AZ Alkmaar, er með tvöfalt ríkisfang og því fær hann tækifæri til þess að spila í bandaríska landsliðinu í knattspyrnu. Bandaríska landsliðið er nú statt í Jacksonville, Flórída og er þar við æfingar fyrir vináttulandsleikinn á móti Nígeríu, sem fram fer á morgun á Ever Bank Field. Að sjálfsögðu er liðið líka að æfa fyrir heimsmeistaramótið sjálft. Í gær var samt ákveðið að slaka aðeins á og fara í golf á TPC Sawgrass, sem er þarna nálægt. Leikmenn spreyttu sig m.a. á frægu 17. holunni Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 04:30
PGA: Crane efstur á St. Jude Classic – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst á TPC Southwind í Tennessee, St. Jude Classic mótið, sem er síðasta mót á PGA Tour fyrir Opna bandaríska risamótið, sem hefst í næstu viku. Golfboys-inn Ben Crane er kominn í sviðsljósið aftur en hann stal senunni á St. Jude með hring upp á 7 undir pari, 63 högg og situr hann í efsta sæti eftir 1. dag. Að vísu tókst ekki að ljúka 1. hring vegna myrkurs og því enn þó nokkrir kylfingar em eiga eftir að ljúka leik. Í 2. sæti sem stendur er nýliði á PGA Tour Peter Malnati 2 höggum á eftir Crane á 5 undir pari, 65 höggum. Sjá má kynningu Golf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 18:00
Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Brittany Altomare, Lorie Kane og Katy Harris (3-5/48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída. Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt. Niðurskurður var að þessu sinn miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á samtals pari eða betur, eftir 5 hringi hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA. Í kvöld verða kynntar 3 af 5 sem voru T-44 þ.e. voru í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Marinó Örn Ólafsson – 5. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Marinó Örn Ólafsson. Marínó Örn fæddist í 5. júní 1996 er er því 18 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Massimo Scarpa, 5. júní 1970 Dylan Fritelli (frá Suður-Afríku) 5. júní 1990 ….. og ….. John Scott (49 ára) Katrín Baldvinsdóttir (55 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 15:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Kevin Tway (21/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá, sem varð í . 5. sæti, en það er Kevin Tway. Tway tók þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu en varð í 46. sæti og bætti því stöðu sína ekkert. Kevin Tway fæddist 23. júlí 1988 og er því 25 ára. Golf 1 hefir þegar verið með kynningu nýlega um Kevin Tway og ásamt reyndar hinum fræga Bob Tway föður hans sem nú leikur á öldungamótaröð PGA Tour og verður sú kynning látin Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 13:30
Lucy Li 11 ára með Edel pútter eins og Ólafía Þórunn!!!

Þegar hin 11 ára Lucy Li tíar upp á U.S. Women’s Open risamótinu, sem fram fer vikuna á eftir US Open hjá körlunum á Pinehurst nr. 2, þá mun hún ekki spila um peningaverðlaunin, þar sem hún er enn áhugamaður, en hún verður með flottar kylfur í pokanum sínum. Li er með tríó af fleygjárnum og pútter frá Edel Golf. Vitað er um einn íslenskan kvenkylfing á íslensku mótaröðinni sem var með samskonar pútter og Li, þ.e. Edel pútter og sú kylfa var jafnframt í mestu uppáhaldi hjá henni en það er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, á þeim tíma sem hún varð Íslandsmeistari í höggleik 2011. Li, sem varla er 1,5 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 12:00
Caroline kaupir sér glæsihýsi

Það jafnast ekki á við að eyða óheyrilegum fjárhæðum (hafi maður á annað borð efni á því) til þess að komast yfir sambandsslit. Það er einmitt það sem tennisdrottningin danska, Caroline Wozniacki, hefir gert eftir að slitnaði upp úr trúlofun hennar og nr. 6 á heimslistanum, Rory McIlroy. Golf 1 greindi frá því að hún hefði farið til Miami og skemmt sér þar með vinkonu sinni Serenu Williams og körfuboltasnillingum Miami Heat eftir að báðar duttu fremur fljótt úr Opna franska tennismótinu. Sjá grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR: En tilgangur ferðarinnar til Miami var líka viðskiptalegs eðlis því nú þegar þau Rory eru skilin að skiptum þarf Caroline Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 5. 2014 | 11:00
LEK: Íslensku karlasveitirnar fara vel af stað á EM í Portúgal

LEK-sveitirnar fara vel af stað á Evrópumeistaramótinu í Portúgal. A-sveitin leikur á Pestana Vale da Pinta og B-sveitn leikur á golfvelli Pestana Gramacho. Íslenska A sveitin er í 3. sæti eftir fyrsta dag á samtals 305 höggum. (Sjá stöðuna í liðakeppninni eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:) Sveitir Ítalíu og Finnlands leiða á samtals 299 höggum. Skor Íslendinganna voru sem hér segir: (Sjá stöðuna eftir 1. dag einstaklingskeppninnar með því að SMELLA HÉR:) Jón Haukur Guðlaugsson- 72 högg (í 2.-5. sæti – Glæsilegt!!!) Sæmundur Pálsson – 77 högg (13.-19. sæti!) Skarphéðinn Skarphéðinsson- 77 högg (13.-19. sæti!) Óskar Pálsson – 77 högg (13.-19. sæti!) Snorri Hjaltason – 81 högg Óskar Sæmundsson Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

