Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 21:45
Íslandsbankamótaröðin (3): Staðan eftir 1. dag

Íslandsmót unglinga í holukeppni hófst í dag á Urriðavelli. Í fyrstu umferð er leikinn höggleikur og var Gísli Sveinbergsson, GK, á besta skorinu, sléttu pari, 71 höggi. Staða efstu þriggja í 3. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, í hverjum aldursflokki er eftirfarandi eftir 1. mótsdag: Piltar 17-18 ára: 1 Gísli Sveinbergsson GK -1 F 37 34 71 0 71 71 0 2 Aron Snær Júlíusson GKG 1 F 34 38 72 1 72 72 1 3 Birgir Björn Magnússon GK 0 F 35 40 75 4 75 75 4 4 Kristófer Orri Þórðarson GKG 1 F 35 40 75 4 75 75 4 Stúlkur 17-18 ára: 1 Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 5 F 37 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 20:15
Tiger Woods snýr aftur til keppni í næstu viku!!!

Hvíld og endurhæfingu nr. 4 á heimslistanum Tiger Woods eftir bakuppskurðinn er nú lokið. Í tilkynningu Tiger sagði að hann muni taka þátt í Quicken Loans National, móti sem hann er gestgjafi á, í Congressional Country Club í Bethesda, Maryland. Tiger birti tilkynninguna á Facebook síðu sinni síðdegis í dag, tveimur tímum áður en lokað var fyrir skráningu í mótið. „Eftir mikla endurhæfingu hef náð mér vel og mun styrkja stofnun mína í næstu viku á Quicken Loans Nattional,“skrifaði hann. „Ég er nýbyrjaður að taka fulla sveiflu, en það er kominn tími til að taka næsta skrefið. Ég mun vera svolítið ryðgaður en ég vil leika mig aftur í keppnishæft form. Ég Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 20:00
5 bestu holukeppnisráð Ballesteros

Golf Digest tók saman í máli og myndum 5 bestu ráð Seve Ballesteros í holukeppnum. Svo sem allir Ballesteros aðdáendur og eflaust fleiri vita sigraði Seve í metfjölda skipta í Volvo World Match Play Championship, eða 5 sinnum. Bestu holukeppnisráð Ballesteros má sjá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 19:19
Haraldur Franklín kominn í fjórðungsúrslit

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik og holukeppni 2012, Haraldur Franklín Magnús, GR sigraði í dag John Kinnear í 16 manna úrslitum á Opna breska áhugamannamótinu, en það fer fram á Royal Portrush og Portstewart golfvöllunum á Norður-Írlandi. Haraldur Franklín vann viðureignina 2&1. Stórglæsilegt!!! Hann mætir Skotanum Neil Bradley í 8 manna úrslitum á morgun. Til þess að sjá stöðuna í mótinu SMELLIÐ HÉR: …. og sjá má viðureigni Haraldar Franklín við Kinnear holu fyrir holu hér að neðan: Í Opna breska áhugamannamótinu taka þátt einhverjir bestir áhugamenn í golfíþróttinni í heiminum. Upphaflega hófu 288 leik og aðeins 64 stóðu uppi eftir 2 hringja höggleikskeppni. Nú er Haraldur Franklín einn af 8, sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 17:00
Bill Clinton hlýtur PGA Distinguished Service Award

Fyrrum Bandaríkjaforseti Bill Clinton hefir verið valinn til þess að hljóta PGA Distinguished Service Award, en það eru verðlaun veitt af PGA of America. Clinton er 3. Bandaríkjaforsetinn sem PGA of America velur til að hljóta verðlaunin. Þau eru veitt einstaklingum fyrir forystuhæfileika og eiginleika s.s. heilindi, íþróttamannslega framkomu og golfáhuga. Frá því að Clinton fór úr Hvíta Húsinu 2001 hefir hann sett á laggirnar Clinton Foundation sem hefir að markmiði að bæta heilbrigði um allan heim og stuðla að vellíðun. Fyrir 2 árum gekk Clinton til liðs við Humana og PGA Tour og Desert Classic góðgerðarsamtökin, en saman standa þessir aðilar Humana Challenge mótinu á PGA mótaröðinni. Á mótinu sem fram Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Björgvin Sigmundsson – 20. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Björgvin Sigmundsson. Björgvin fæddist 20. júní 1985 og er því 29 ára í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja og hefir unnið mörg opin mót eða staðið sig vel í þeim. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Björgvin Sigmundsson Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Glenna Collett Vare, 20. júní 1903; Robert Trent Jones, 20. júní 1906; Crystal Fanning 20. júní 1982 (32 ára); Florentyna Parker, 20. júní 1989 (25 ára); Jaclyn Sweeney, 20. júní 1989 (25 ára) ….. og ….. Hafþór Bardi Birgisson (41 árs) Helena Mjöll Jóhannsdóttir (54 ára) Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé (45 ára) Glerstúdíó Nytjalist Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 14:20
Haraldur Franklín bar sigurorð af Jordan Smith – Kominn í 16 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í Opna breska áhugamannamótinu, sem fram fer á Royal Portrush og Portstewart völlunum á Norður-Írlandi. Haraldur Franklín bar sigurorð af Jordan Smith núverandi enskum meistara í höggleik áhugamanna. Þetta er hreint stórkostlegt hjá Haraldi Franklín!!! Keppnin hjá Haraldi Franklín og Smith var æsispennandi og úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu þar sem Haraldur Franklín sigraði með fugli. Haraldur er sem sagt kominn í 16 manna úrslit af 288 keppendum frá 28 þjóðlöndum, sem hófu keppni og er 1 af 16, sem á möguleika á að vinna sér inn þátttökurétt á Opna breska!!! Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín á skortöflu SMELLIÐ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 14:00
Landsliðsþjálfari hefir valið EM liðin

Úlfar Jónsson landsliðsþjálfari hefur valið þá kylfinga sem keppa fyrir Íslands hönd í þeim verkefnum sem framundan eru. Landslið karla tekur þátt í Evrópukeppni karlalandsliða sem fram fer í Finnlandi 8. -12. júlí n.k. Íslenska landsliðið tryggði sér rétt til þátttöku á Evrópumótinu þegar það náði 2. sæti í undankeppni fyrir Evrópumót landsliða í Tékklandi á síðasta ári. Einungis 16 sterkustu lið Evrópu hafa þátttöku rétt í mótinu. Keppt verður á Linna golfvellinum sem er staðsettur um 100 km frá Helsinki rétt utan við bæinn, Hameenlinna. Karlalandsliðið: Andri Þór Björnsson, Golfklúbbi Reykjavíkur Bjarki Pétursson, Golfklúbbi Borgarness Gísli Sveinbergsson, Golfklúbbnum Keili Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Golfklúbbi Reykjavíkur Haraldur Franklin Magnús, Golfklúbbi Reykjavíkur Ragnar Már Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 11:00
LET: Valentine Derrey efst á Allianz Slovak Open

Það er franska stúlkan Valentine Derrey sem tekið hefir forystu á Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT mótinu, sem fram fer í Talé í Tatras fjöllum Slóvakíu nú þegar 2. hringur er hafinn. Derrey, sem deildi 2.-4. sæti eftir 1. dag er búinn að fá 4 fugla og 1 skolla á fyrri 9 á 2. hring og leiðir nú sem stendur á 6 undir pari. Sjá má kynningu Golf 1 á Derrey með því að SMELLA HÉR: Forystukona gærdagsins var hin skoska Kylie Walker, en hún lék 1. hring á 68 höggum. Til þess að fylgjast með gangi mála á Allianz Ladies Slovak Open presented by RESPECT SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 09:00
Golfvellir á Spáni: Montecastillo

GSÍ og Tryggingafélagið Vörður standa nú fyrir skemmtilegum golfregluleik: Regluvörður s.s. sjá má af auglýsingu hér á Golf 1, efst í hægra horni. Tilgangur leiksins er að kynna kylfingum golfreglurnar …. hvetja þá til að vera með eintak af golfreglunum í settinu ….. fá kylfinga til þess að taka þátt í skemmtilegum leik …. því heppinn sigurvegari hlýtur stórglæsileg verðlaun sem enginn er svikinn af: dvöl á Montecastillo golfstaðnum í Jerez, Andaluciu á Spáni. Hér fer örlítil kynning á staðnum, en best er auðvitað að kynnast staðnum af eigin raun! Montecastillo Golf Club er eign Barceló Montecastillo Golf. Golfvöllur klúbbsins er 18 holu, er par-72, 6456 metra og hannaður af Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

