Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 20. 2014 | 14:20

Haraldur Franklín bar sigurorð af Jordan Smith – Kominn í 16 manna úrslit á Opna breska áhugamannamótinu!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í Opna breska áhugamannamótinu, sem fram fer á Royal Portrush og Portstewart völlunum á Norður-Írlandi.

Haraldur Franklín bar sigurorð af Jordan Smith núverandi enskum meistara í höggleik áhugamanna.  Þetta er hreint stórkostlegt hjá Haraldi Franklín!!!

Keppnin hjá Haraldi Franklín og Smith var æsispennandi og úrslit réðust ekki fyrr en á 19. holu þar sem Haraldur Franklín sigraði með fugli.

Haraldur er sem sagt kominn í 16 manna úrslit af 288 keppendum frá 28 þjóðlöndum, sem hófu keppni og er 1 af 16, sem á möguleika á að vinna sér inn þátttökurétt á Opna breska!!!

Til þess að fylgjast með gengi Haraldar Franklín á skortöflu SMELLIÐ HÉR: