Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 22:22

Evróputúrinn: Kaymer úr leik í Köln

Heimamaðurinn, meistari Opna bandaríska 2014, Martin Kaymer komst ekki í gegnum niðurskurð á BMW International Open, sem fram fer í Golf Club Gut Lärchenhof, í Köln, Þýskalandi. Hann lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (71 73).  Skor voru ótrúlega lág og niðurskurður miðaður við 4 undir pari eftir 2 daga. Fjórir leiða í hálfleik mótsins en það eru forystumenn 1. dags Rafa Cabrera-Bello frá Kanarí eyjum, enski kylfingurinn Danny Willet, argentínski kylfingurinn Emilano Grillo og spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal.   Allir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari, 132 höggum. Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR Til þess að sjá hápunkta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 22:00

Íslensku þátttakendurnir 17 í Finnlandi stóðu sig vel!

Í dag lauk keppni á  Finnish International Junior Championship. Besta árangri íslensku keppendanna 17 náði Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, sem varð í 2. sæti í sínum aldursflokki 14 ára og yngri stráka. Glæsilegur árangur það!!! Sjá má lokastöðuna í Finnish International Junior Championship með því að SMELLA HÉR:  Strákaflokkur 14 ára og yngri (þátttakendur eru 48):   2. sæti Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, 7 yfir pari, (74 73 76) 4. sæti Kristófer Karl Karlsson, GKj, 15 yfir pari, (82 74 75 ) 5. sæti Ingvar Andri Magnússon, GR, 16 yfir pari, (75 81 76) 14. sæti Ingi Rúnar Birgisson, GKG, 24 yfir pari, (86 78 76) T-19 Bætti sig um 8  högg!!! 32. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 20:30

Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Úrslit e. 1. dag á Íslandsmótinu í holukeppni í kvennaflokki

Fyrsta keppnisdegi af þremur á Securitasmótinu-Íslandsmótinu í holukeppni er lokið en mótið er fjórða mót Eimskipsmótaraðarinnar. Í dag voru leiknar tvær umferðir af þremur í riðlakeppninni en leikið er í 8 riðlum í karla og 8 riðlum í kvennaflokki.  Á morgun fer síðasta umferðin í riðlum fram og að henni lokinni þá kemur í ljós hvaða kylfingar komast áfram í 8 manna úrslit, en einn kylfingur fer upp úr hverjum riðli. Hér að neðan má sjá hvernig leikirnir fóru í riðlunum og hér er úrslitaskjalið. Kvennaflokkur. Riðill 1: Sunna Víðisdóttir (GR) , Hildur Rún Guðjónsdóttir (GK), Hansína Þorkelsdóttir (GKG), Hekla Sóley Arnarsdóttir (GK). 1.      Umferð: Sunna sigraði Heklu 5/3, Hildur Rún sigraði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 20:00

Eimskipsmótaröðin 2014 (4): Úrslit e. 1. dag á Íslandsmótinu í holukeppni í karlaflokki

Fyrsta keppnisdegi af þremur á Securitasmótinu-Íslandsmótinu í holukeppni er lokið en mótið er fjórða mót Eimskipsmótaraðarinnar. Í dag voru leiknar tvær umferðir af þremur í riðlakeppninni en leikið er í 8 riðlum í karla og 8 riðlum í kvennaflokki.  Á morgun fer síðasta umferðin í riðlum fram og að henni lokinni þá kemur í ljós hvaða kylfingar komast áfram í 8 manna úrslit, en einn kylfingur fer upp úr hverjum riðli. Hér að neðan má sjá hvernig leikirnir fóru í riðlunum og hér er úrslitaskjalið. Karlaflokkur. Riðill 1: Kristján Þór Einarsson  (GKj.), Arnar Snær Hákonarson(GR), Ari Magnússon (GKG), Helgi Anton Eiríksson (GR). 1.      Umferð: Kristján Þór sigraði Helga Anton 4/3, Arnar Snær Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 18:00

Ragnar Már úr leik í Brabazon Trophy

Ragnar Már Garðarsson, GKG, tók þátt í Brabazon Trophy á Seaton Carew golfvellinum rétt frá Middlesbrough í Englandi. Þátttaka hans í Brabazon varð til þess að hann missir af Íslandsmótinu í holukeppni, sem hófst í dag á Hvaleyrarvelli. Ragnar lék á samtals 2 yfir pari 148 höggum (72 76) og var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð. Efstu menn, Ryan Evans og Ben Storm voru á samtals 9 undir pari eftir 2 spilaða hringi. Sjá má stöðuna í Brabazon Trophy með því að  SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Catherine Lacoste – 27. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er franski kylfingurinn Catherine Lacoste. Catherine fæddist í París 27. júní 1945 og er því 69 ára í dag. Cat, eins og hún er kölluð er dóttir frönsku tennisgoðsagnarinnar Rene Lacoste, sem stofnaði Lacoste tískuvörufyrirtækið. Móðir hennar er Simone Thione de la Chaume, sem vann breska áhugamannamót kvenna árið 1927, sama mót og Cat vann 42 árum síðar. Cat byrjaði að spila golf í Cantaco Golf Club – sem stofnaður var af foreldrum hennar -í Saint-Jean-de-Luz í Frakklandi og var fljótlega yfirburðakylfingur í unglingastarfinu þar. Cat varð aldrei atvinnumaður í golfi en sigraði 2 stærstu áhugamannamót í heiminum og þar að auki 1 risamót atvinnukylfinga, US Women´s Open og er enn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 15:00

Rory mun keppa fyrir Írland á Ólympíuleikunum

Rory tilkynnti um að hann muni keppa í golfi fyrir hönd Írlands á næstu Ólympíuleikum. Þessi ákvörðun hans hefir valdið fjölda greinaskrifa á Brelandseyjum – Írar að vonum ánægðir, Englendingar ekki svo. Bent hefir verið á að aðrir íþróttamenn t.a.m. í róðri, hjólakeppnum og boxi hafi ekki þetta val sem Rory. Sjá má eina slíka grein í Belfast Telegraph með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 14:15

LPGA: Walmart NW Arkansas Championship hefst í dag

Mót vikunnar á LPGA er Walmart NW Arkansas Championship Presented by P&G. Sú sem á titil að verja er Inbee Park.  Leikið er í Pinnacle CC í Rogers, Arkansas. Fylgjast má með gengi keppenda með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 12:00

PGA: Tiger líður vel með 1. hring sinn á Quiken Loans

Tiger Woods lék í fyrsta sinn í gær á Quicken Loans mótinu og sagðist að hring loknum vera ánægður og að sér liði vel með hring sinn. Tiger var í ráshóp með nr. 6 og 9 á heimslistanum þ.e. Jason Day og Jordan Spieth. Tiger jafnvel grínaðist með að þeir þrír hefðu allir verið að ströggla og voru m.a. á 4 yfir pari, eftir fyrstu 9 holurnar.  Jordan Spieth tók undir það og sagði að sér hefði virtst sem lok væri á öllum holunum. Leikur Tiger skánaði síðan eftir því sem leið á hringinn og hann líktist jafnvel „gamla góða Tigernum“ þegar hann fékk 3 fugla á síðustu 6 holunum. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Cabrera-Bello og Willet leiða í Köln – Hápunktar 1. dags

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni að þessu sinni er BMW International Open, sem fram fer í Golf Club Gut Lärchenhof. Eftir fyrsta dag eru það Rafa Cabrera-Bello frá Kanarí eyjum og enski kylfingurinn Danny Willet sem leiða. Báðir eru búnir að spila á samtals 8 undir pari, 64 höggum, hvor. Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: