Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 18:00

Ragnar Már úr leik í Brabazon Trophy

Ragnar Már Garðarsson, GKG, tók þátt í Brabazon Trophy á Seaton Carew golfvellinum rétt frá Middlesbrough í Englandi.

Þátttaka hans í Brabazon varð til þess að hann missir af Íslandsmótinu í holukeppni, sem hófst í dag á Hvaleyrarvelli.

Ragnar lék á samtals 2 yfir pari 148 höggum (72 76) og var aðeins 1 höggi frá því að komast í gegnum niðurskurð.

Efstu menn, Ryan Evans og Ben Storm voru á samtals 9 undir pari eftir 2 spilaða hringi.

Sjá má stöðuna í Brabazon Trophy með því að  SMELLA HÉR: