Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 1. 2014 | 07:00
GO: Guðjón Reyr og Pétur sigruðu í Golfstöðvar Open 2014

Golfstöðvar Open mótið fór fram 2014, nú á laugardaginn 28. júní. Þátttakendur í mótinu voru 110 lið þ.e. 220 kylfingar, sem kepptust m.a um að fara holu í höggi á 13. en í verðlaun fyrir það afrek var Yaris bifreið. Engum tókst að fara holu í höggi, en sá sem var næstur holu, Sigurður Kristjánsson, sem var 86 cm frá holu fær í sárabót gjafabréf frá Urriðavelli. Á heimasíðu GO má annars sjá úrslitin í mótinu, en þar segir eftirfarandi: „Það var frábær þátttaka eins og áður í opnum texas mótum á Urriðavelli og góð skor sáust víða á vellinum sem og góð högg. Engin var þó það höggviss á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 21:00
Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar verður nýr greinarflokkur hér á Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“ Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en greinin birtist og er þ.a.l. heitt og að sama skapi eitthvað sem var afleitt í vikunni þar á undan. Í hinum íslenska greinaflokki er ekkert loforð gefið um fjölda þess sem er heitt eða afleitt að öðru leyti en því að alltaf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 18:30
Afmæliskylfingur dagsins: Ómar Bogason – 30. júní 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ómar Bogason. Ómar er fæddur 30. júní 1960 og er því 54 ára í dag. Ómar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar (GSF). Ómar er kvæntur Margréti Urði Snorradóttur og á börnin: Arnar Boga, Helga, Urði Örnu og Dagnýju Erlu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér til þess að óska honum til hamingju með daginn Ómar Bogason Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: William Park Sr., f. 30. júní 1833 – d. 25. júlí 1903 Lesa má um þann afmæliskylfing með því að SMELLA HÉR:; Harriot Sumner Curtis, f. 30. júní 1881 – d. 25. október 1974; Veronica Felibert frá Venezuela, 30. júní 1985 (29 ára) …. og ….. Golf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 17:00
Guðrún Brá er efst á stigalista Eimskips- mótaraðarinnar – Ragnhildur með flesta titla

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er efst á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir að Íslandsmótinu í holukeppni, Securitasmótinu, lauk í gær á Hvaleyrarvelli. Það er mjög jöfn keppni hjá fjórum efstu kylfingunum og munar ekki mörgum stigum á fyrstu fjórum sætunum. Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í holukeppni á sunnudaginn í fyrsta sinn á ferlinum, er í 11. sæti á listanum. Guðrún Brá varð önnur á fyrstu tveimur mótum tímabilsins, Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru og Egils Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu. Hún varð sjötta á Símamótinu á Hamarsvelli í Borgarnesi og þriðja á Íslandsmótinu í holukeppni. Signý Arnórsdóttir úr GK, sem hefur fagnað stigameistaratitlinum á Eimskipsmótaröðinni í kvennaflokki undanfarin Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 16:00
Kristján Þór efstur á stigalista Eimskips- mótaraðarinnar – Björgvin með flesta titla

Íslandsmótið í holukeppni, Securitasmótið, var fjórða mótið af alls sjö á Eimskipsmótaröðinni á þessu tímabili. Það eru aðeins þrjú mót eftir, Íslandsmótið höggleik í júlí og síðan fara fram tvö mót í ágúst, fyrst á Garðavelli og lokamótið fer fram á Akureyri. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er efstur á stigalista Eimskipsmótaraðarinnar eftir sigurinn á Íslandsmótinu í holukeppni í gær. Bjarki Pétursson úr GB í Borgarnesi er annar en hann tapaði fyrir Kristjáni í úrslitaleiknum. Gísli Sveinbergsson úr Keili er þriðji og Ragnar Már Garðarsson úr GKG er fjórði en hann sigraði á fyrstu tveimur mótum Eimskipsmótaraðarinnar; Nettómótinu á Hólmsvelli í Leiru og Egils-Gull mótinu á Strandarvelli á Hellu. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 12:00
GF: Heiður Björk og Eiður Ísak klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbs á Flúða (GF) fór fram nú um helgina 28.-29. júní 2014. Þátttakendur voru 35 og keppt í 9 flokkum. Klúbbmeistarar GF 2014 eru Eiður Ísak Broddason og Heiður Björk Friðbjörnsdóttir. Úrslit urðu annars eftirfarandi: 1. flokkur kvenna 1 Heiður Björk Friðbjörnsdóttir GF 6 F 45 46 91 21 84 91 175 35 2 Eygló Geirdal Gísladóttir GS 17 F 42 50 92 22 94 92 186 46 2. flokkur kvenna 1 Ásdís Rafnar GR 19 F 48 48 96 26 98 96 194 54 2 Steinunn G Kristinsdóttir GR 25 F 50 50 100 30 97 100 197 57 3 Jakobína Eygló Benediktsdóttir GF 29 F 59 61 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 10:45
GL: Ingibjörg Ketilsdóttir, GR – Ingunn Þóra Ríkharðsdóttir, GL og Kolbrún Haraldsdóttir, GVG sigruðu á Opna Helenu Rubinstein!

Árlega Helena Rubinstein Open mótið fór fram í blíðskaparveðri Garðavelli, Akranesi, laugardaginn 28. júní 2014. Þátttakendur voru 84 frá 18 golfklúbbum á landinu og kepptu sem fyrr flokkaskipt í 3 forgjafarflokkum um glæsilega vinninga: Helena Rubinstein snyrtivörur. Sjá má nokkrar myndir frá mótinu með því að SMELLA HÉR og SMELLA HÉR: en ljósmyndari er Jensína Valdimarsdóttir. Í mótinu voru veitt vegleg nándarverðlaun á öllum par 3 brautum vallarins. Nándarverðlaunin féllu í skaut eftirfarandi kvenna: 3. braut: Margrét Elsa Sigurðardóttir GK, 3,47 m. 8. braut: Ingveldur Bragadóttir GKJ 1,32 m. 14. braut: Guðrún Erna Guðmundsdóttir GO 8,22 m. 18. braut: Hugrún Elísdóttir GVG 3,69 m. Mikil eftirvænting er jafnan fyrir verðlaunaafhendingu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 09:00
GA: 189 þátttakendur í Arctic Open

Dagana 26.-28. júní s.l. fór hið árlega Arctic Open fram á Akureyri, í 28. skipti. Þátttakendur að þessu sinni voru 189, þar af 27 kvenkylfingar. Um 36 holu mót er að ræða þar sem spilaðar eru 18 holur hvorn keppnisdag. Keppnisform er punktakeppni með og án forgjafar, leikið er í einum opnum flokki auk þess sem veitt eru verðlaun fyrir besta skor í kvennaflokki og öldungaflokki karla. Mótið er vinsælt meðal erlendra keppenda og í ár tók m.a. þátt Oliver Horovitz, sem ritaði bókina vinsælu „An American Caddy in St. Andrews.“ Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi: Besta skor kvenna: Björg Traustadóttir, GÓ 30 yfir pari, 172 högg (83 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 08:00
GKS: Af endurskipulagningu Leirutanga og framkvæmdum við nýja golfvöllinn

Edwin Roald, golfvallarhönnuður kemur ásamt Ármann Viðari Sigurðssyni, byggingarfulltrúa Fjallabyggðar, að endurskipulagningu á Leirutanga á Siglufirði. Skv. tillögum þeirra segir m.a. „Lagt er til að tjaldsvæði verði á norðurhluta tangans, einkum til að draga úr gönguvegalengd til og frá miðbæ Siglufjarðar, og að friðland fugla verði á sunnanverðri uppfyllingunni, þar sem fuglalíf er einna mest í dag. Kría og æðarfugl eru meðal mest áberandi tegunda og er hér gengið út frá því að finna þurfi heppilega og varanlega lausn sem tryggt getur að tjaldsvæðisgestir og krían geti átt samleið á tanganum án þess að úr verði of mikið ónæði,“ segir í umfjöllun Edwins og Ármanns. Edwin Roald og félagar vinna Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 30. 2014 | 07:00
GHR: Ragnhildur á besta skori kvenna í Sothys mótinu

Í gær, sunnudaginn 29. júní fór fram á Strandarvelli á Hellu Opna Sothys mótið. Þátttakendur voru 42, þar af 14 kvenkylfingar, en veitt voru 3 verðlaun í höggleik og punktakeppni, bæði í karla- og kvennaflokki. Helstu úrslit mótsins eru eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar Konur 1. sæti Ragnhildur Sigurðardóttir GR 72 högg 2. sæti Ingibjörg Bjarnardóttir GS 87 högg 3. sæti Katrín B. Aðalbjörnsdóttir GHR 90 högg Karlar 1. sæti Erlingur Snær Loftsson GHR 71 högg 2. sæti Jón Haukur Guðlaugsson GR 72 högg 3. sæti Jón Andri FinnssonGR 74 högg Punktakeppni Konur 1. sæti Herdís Sveinsdóttir GR 33 punktar 2.sæti Þórunn Elva Bjarkadóttir GR 32 punktar 3.sæti Sigríður Olgeirsdóttir Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

