Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 19:00
Piltalandsliðið lagði Íra

Piltalandsliðið í golfi hafði betur í holukeppni við Íra með 3,5 vinningum gegn 1,5. Virkilega vel gert hjá piltunum okkar. „Við unnum magnaðan sigur á Írum i æsispennandi leik, 3,5-1,5! Ekki á hverjum degi sem við vinnum Íra“ sagði Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari. „Strákarnir voru frábærir og sýndu mikinn baráttuvilja, en þetta hefði getað farið a hvorn veg, en við vorum sterkari á lokasprettinum.“ „Sigurinn þýðir að við erum þegar búnir að tryggja sæti okkar i EM lokakeppninni a næsta ári sem er mikið afrek að mínu mati. Á morgun mætum við Frökkum sem urðu Evrópumeistarar i fyrra. Nú hlöðum við batteríin fyrir morgundaginn og komum vel stemmdir til leiks á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 18:00
Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Dönum – Haraldur Franklín náði eina vinningi Íslands!

Íslenska karlalandsliðið tapaði í dag í fyrstu umferð í holukeppninnar á EM í leik sínum gegn frændum okkar Dönum. Leikurinn endaði þannig að Ísland fékk einn vinning gegn 4 vinningum Dana. Hetja Íslendinga þ.e. á sem landaði eina sigri Íslands var Haraldur Franklín Magnús, GR en hann átti eina holu á Danann Nicolai Kristensen. Sjá má hvernig einstakir aðrir leikir fóru með því að SMELLA HÉR: Aðrir leikir á EM karlalandsliða fóru eftirfarandi: Riðill A England g. Sviss 6-1 Írland g. Þýskalandi 4-3 Skotland g. Svíþjóð 4-3 Spánn g. Frakklandi 4-3 Riðill B Ítalía-Portúgal 5-1 Holland – Finnland 3 1/2 – 1 1/2 Belgía – Austurríki 3 -2 Danmörk – Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 17:00
Tap hjá íslenska kvennalandsliðinu g. Wales

Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega fyrir landsliði Wales með 3 vinningum gegn 2. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR vann sinn leik 3/2. Sunna Víðisdóttir, GR tapaði sínum leik naumlega í bráðabana á 19 holu. Guðrún Brá Björgvinsdóttir , GK, tapaði sínum leik eins og Signý Arnórsdóttir, GK 3/2. Þær stöllur Berglind Björnsdóttir, GR og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR unnu svo fjórmenninginn 2/1. Sjá má stöðuna á EM kvennalandsliða með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 12:00
GHH: Óli Kristján klúbbmeistari Golfklúbbs Hafnar í Hornafirði

Dagana 4.-6. júlí 2014 fór fram meistaramót Golfklúbbs Hafnar í Hornafirði á Silfurnesvelli. Þátttakendur voru 12 og aðeins keppt í 1 karlaflokki – engin keppni í kvenna eða unglingaflokki og er það miður. Klúbbmeistari GHH árið 2014 er Óli Kristján Benediktsson. Heildarúrslit í Meistaramóti GHH 2014 eru eftirfarandi: 1 Óli Kristján Benediktsson GHH 7 F 40 41 81 11 81 78 81 240 30 2 Magnús Sigurður Jónasson GHH 12 F 44 43 87 17 80 87 87 254 44 3 Guðmundur Kristján Guðmundsson GHH 9 F 45 41 86 16 93 86 86 265 55 4 Guðmundur Borgar GHH 11 F 48 43 91 21 88 90 91 269 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 09:00
GR: Úrslit úr 3 daga Meistaramóti GR – Ingvar Andri á 66 2. dag Meistaramóts!!! – Myndir

Í fyrradag, 8. júlí 2014 lauk Meistaramóti GR í þeim flokkum sem léku 54 holur en það eru barna-og unglingaflokkar, öldungaflokkar, 3.flokkur karla, 4.flokkur karla, 5.flokkur karla og 3.flokkur kvenna. Leikið var bæði í Grafarholti og á Korpúlfsstöðum í blíðviðri. Frosti Eiðsson, hirðljósmyndari GR-inga tók eftirfarandi myndir af meistaramótinu sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Lokahóf barna og unglinga fór fram í golfskálanum í Grafarholti þar sem veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki . Glæsileg skor sáust í unglingaflokkum og þá ber helst að nefna annan hring Ingvars Andra Magnússonar á Grafarholtsvelli 7. júní en hann lék á 66 höggum eða 5 höggum undir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 10. 2014 | 08:00
Uehara efst snemma dags á Opna breska

Ricoh Opna breska kvenrisamótið hófst í dag á Royal Birkdale golfklúbbnum í Southport, Englandi og er þetta 3. risamót ársins í kvennagolfinu. Mótið stendur dagana 10.-13. júlí 2014. Allir bestu kvenkylfingar heims eru meðal keppenda, þ.á.m. nr. 1 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis, sem er sem stendur í 3. sæti; Charley Hull, Lexi Thompson og Michelle Wie, sem er ansi heit í ár, búin að vinna 1. risamótstitil sinn og spurning hvort hún bæti 2. við? Snemma dags er það japanska stúlkan Ayako Uehara, sem er í forystu á 3 undir pari. Fylgjast má með skori keppenda með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 19:30
Nýju strákarnir á PGA Tour 2014 (efstu 25 af peningalista Web.com): Michael Putnam (25/25)

Efstu 25 af peningalista Web.com Tour 2013 hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2013-2014. Í dag verður kynntur sá síðasti af strákunum heppnu 25, þ.e. sá sem sigraði, þ.e. varð efstur á peningalistanum, varð í 1. sæti, keppnistímabilið 2013, en það er Michael Putnam. Putnam tók þátt í Web.com Tour Finals eins og öllum efstu 25, af peningalista Web.com Tour, stendur til boða á Web.com Tour Finals, um bætta stöðu og sigraði aftur þ.e. varð í 1. sæti, tók alslemm og gat í raun ekkert gert annað en jafnað frábæran 1. sætis árangur sinn. Michael Putnam fæddist í Tacoma, Washington-ríki, 1. júní 1983 og er því 31 árs. Putnam Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 18:30
GSS: Úrslit í Meistaramóti barna og unglinga – Myndir

Meistarmót barna og unglinga GSS var haldið dagana 1.-4.júlí á Hlíðarendavelli. Keppt var í 5 flokkum og voru þátttakendur 15 talsins. Sjá má myndir frá verðlaunaafhendingu með því að SMELLA HÉR: Úrslitin voru sem hér segir. 1 flokkur stelpur 2 x 18 holur – rauðir teigar 1. Telma Ösp Einarsdóttir 262 högg 2. Maríanna Ulriksen 317 högg 1 flokkur strákar 3 x 18 holur – gulir teigar 1. Elvar Ingi Hjartarson 249 högg 2. Hákon Ingi Rafnsson 260 högg 3. Pálmi Þórsson 280 högg 2 flokkur stelpur 3 x 9 holur – rauðir teigar 1. Hildur Heba Einarsdóttir 219 högg 2. Anna Karen Hjartardóttir 230 högg 3. Helga Júlíana Guðmundsdóttir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 18:00
Afmæliskylfingur dagsins: Scott Verplank – 9. júlí 2014

Bandaríski kylfingurinn Scott Rachal Verplank fæddist í Dallas, Texas 9. júlí 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Verplank gerðist atvinnumaður í golfi 1986 (þ.e. fyrir 28 árum) og hefir á ferli sínum sigrað í 8 mótum þar af 5 á PGA Tour. Besti árangur hans í risamóti er T-4 árangur hans 2011 í PGA Championship. Scott Verplank er kvæntur konu sinni Kim og saman eiga þau 4 börn: Scottie, Hannah, Emma og Heidi Ann. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Finch, 9. júlí 1977 (37 ára) …. og ….. Kristinn Þór Guðmundsson (42 ára) Dagbjört Rós Hermundsdóttir (35 ára) Heiðrún Jónsdóttir (45 ára) Asinn Sportbar (37 ára) Hafliði Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 9. 2014 | 17:00
Kristófer Orri bestur íslensku keppendanna á EM piltalandsliða e. 2. dag

Kristófer Orri Þórðarson, GKG lék best af íslensku piltunum á EM piltalandsliða í dag, 2. keppnisdag. Kristófer Orri er búinn að eiga tvo glæsihringi upp á 1 yfir pari, hvorn og er því á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (73 73). Leikið er í Oslo golfklúbbnum í Noregi og eru þátttakendur piltalandsliðanna 96 talsins eða alls 16 lið frá jafnmörgum þjóðum. Sem stendur er lið Íslands í 8.-9. sæti ásamt piltalandsliði Frakka. Hægt er að nálgast upplýsingar um mótið og stöðuna.með því að SMELLA HÉR: T27 – Kristófer Orri Þórðarson Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, samtals á 2 yfir pari, 146 höggum (73 73). T35 – Egill Ragnar Gunnarsson Golfklúbbi Kópavogs og Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

