Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 15. 2014 | 01:00

Arnór Snær og Ólöf María taka þátt í The Junior Open

Arnór Snær Guðmundsson og Ólöf María Einarsdóttir Golfklúbbnum Hamri Dalvík taka nú þátt í Junior Open á West Lancashire golfvellinum, en mótið er haldið á vegum R&A í sömu viku og The Open. West Lancashire er rétt norðan við Royal Liverpool eða Hoylake eins og völlurinn er oftast nefndur. West Lancashire er ekki ósvipaður Hoylake og hefur völlurinn oft verið vettvangur úrtökumóta fyrir The Open og eins hefur Amateur Championship verið haldið á vellinum, en Matteo Mannasero vann einmitt Amateur Championship 2009 og á vallarmetið á vellinum, 65 högg. Í dag leika 122 kylfingar frá 73 löndum á The Junior Open og hafa aldrei fleiri þjóðir tekið þátt í þessu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 20:00

Hvað er heitt og hvað afleitt?

Nú í sumar hefir verið í gangi  greinarflokkur hér á  Golf 1 sem ber heitið „Hvað er heitt og hvað afleitt?“, sem er í raun bein þýðing og stæling á sambærilegum greinaflokki hjá CBSsports.com, sem heitir þar „What´s hot and what not … on the PGA tour.“  Greinarflokkurinn verður í gangi allt þar til síðustu leikir á Íslandsbankaröðinni hafa verið leiknir fyrstu vikuna í september og hefir síðan aftur göngu sína á næsta sumri 2015, þegar mótaraðir okkar bestu hefja göngu sína enda greinarröðinni ótrúlega vel tekið. Á CBS er alltaf getið um 5 atriði (kylfinga, atburði, eitthvað innan golfheimsins), sem þykja hafa skarað fram úr í vikunni áður en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 17:00

Ríflega 550 kylfingar á 4 Íslandsmótum næstu 2 helgar

Ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu taka þátt í Íslandsmótum næstu tvær helgar. Það má með sanni segja að það verði fjör í íslensku golflífi næstu tvær helgar þegar ríflega 550 kylfingar á öllum aldri munu leika á fjórum Íslandsmótum. Keppt verður á Íslandsbankamótaröðinni þar sem sjálft Íslandsmótið í höggleik fer fram á Hellu, auk þess sem keppt verður á Áskorendamótaröð Íslandsbanka á Hellishólum. Icelandair Íslandsmót eldri kylfinga fer fram á Korpúlfsstöðum og Icelandair Íslandsmót 35 ára og eldri verður leikið í Vestmannaeyjum. Búist er við hörkuspennandi keppni á Íslandsbankamótinu – Íslandsmótinu í höggleik unglinga, sem fram fer hjá Golfklúbbi Hellu á Strandavelli um aðra helgi. Alls geta 150 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Erica Blasberg —– 14. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er kylfingurinn Erica Blasberg.  Erica var fædd í Orange, Kaliforníu, 14. júlí 1984 og hefði átt 30 ára stórafmæli í dag, en hún dó langt um aldur fram fyrir 4 árum,  9. maí 2010. Dauðsdagi hennar þótti dularfullur, m.a. vegna aðkomu heimilislæknis hennar, sem talið var að hún hefði átt í ástarsambandi við. Læknirinn hlaut m.a. dóm fyrir að fjarlægja sjálfsmorðsbréf og lyf, sem voru við lík Ericu. Við rannsókn kom í ljós að hún hringdi margoft í lækni sinn nóttina sem hún dó, en hann svaraði ekki hringingum hennar, heldur fór seint um síðir heim til hennar og fann hana að eiginn sögn látna. Úrskurðað var að hún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 14:00

GB: Arnór Tumi og Júlíana klúbbmeistarar 2014 – Úrslit

Meistarmót Golfklúbbs Borgarness (GB) fór fram dagana 9.-12. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 41. Klúbbmeistarar GB árið 2014 eru þau Arnór Tumi Finnsson og Júlíana Jónsdóttir. Úrslit í meistararmóti GB 2014 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla (4):  1 Arnór Tumi Finnsson GB 7 F 46 39 85 14 90 81 91 85 347 63 2 Ómar Örn Ragnarsson GB 8 F 46 39 85 14 91 89 88 85 353 69 3 Ingvi Árnason GB 8 F 44 43 87 16 97 85 98 87 367 83 4 Stefán Haraldsson GB 9 F 43 51 94 23 96 96 93 94 379 95   1. flokkur kvenna (3):  1 Júlíana Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 13:00

Champions Tour: Monty sigraði á US Senior Open risamótinu

Colin Montgomerie (Monty) sigraði á US Senior Open risamótinu. Monty leiddi tvo fyrstu keppnisdagana en fyrir lokahringinn var Gene Sauers búinn að fara fram úr honum. Monty og Sauers voru jafnir á samtals 5 undir pari, 279 höggum eftir hefðbundinn 72 holu leik; Monty (65 71 74 69) og Sauers (69 69 68 73). Það kom því til bráðabana og 16. braut Oak Tree National í Edmonton, Oklahoma spiluð aftur … en báðir fengu skolla á holuna.  Á þeirri næstu, par-3 17. holunni, sigraði Monty með pari, meðan Sauers fékk aftur skollans skolla! Monty er 51 árs, fæddur 23. júní 1963. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1987 og hefir á ferli Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 11:45

Mickelson hefur titilvörnina í góðum félagsskap – ráshópa-paranir Opna breska

Phil Mickelson mun hefja titilvörn sína á Opna breska kl. 14.05 n.k. fimmtudag.í góðum félagsskap. Hann fer út ásamt meistara Opna breska 2012, Ernie Els og núverandi Mastersmeistaranum Bubba Watson, en þetta er bara einn af mörgum spennandi ráshópum sem gaman verður að fylgjast með næstu helgi! Mickelson fer út rétt á eftir Martin Kaymer, Jason Day og Zach Johnson , sem fara út kl.  13.38 og rétt áður en Adam Scott, Justin Rose og Jason Dufner hefja leik sinn kl. 14.27. David Howell slær fyrsta högg mótsins kl. 06.25 en hann er í ráshóp með David Duval og sænska stórkylfingnum Robert Karlsson. Skotinn Neil Bradley, sem komst í mótið eftir sigur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 11:15

GKB: Brynhildur og Rúnar Óli klúbbmeistarar 2014 – Úrslit

Rúnar Óli Einarsson er klúbbmeistari karla hjá Golfklúbbi Kiðjabergs 2014. Hann vann eftir spennandi keppni við Kristin Árnason og Hjalta Atlason. Þátttakendur í meistaramóti Kiðjabergs í ár voru 70 talsins. Brynhildur Sigursteinsdóttir var klúbbmeistari kvenna. Veðrið á lokadaginn laugardaginn 12. júlí, var það besta af þessum 4 keppnisdögum. Mótið stóð dagana 9.-12. júlí 2014 og voru allir sammála um að það hafi verið vel heppnað og völlurinn í frábæru standi þrátt fyrir mikla úrkomu flesta mótsdagana. Þriggja manna bráðabana þurfti um þriðja sætið í 2. flokki karla og þurfti að leika fimm holur til að fá úrslit. Úrslit voru sem  hér segir: Meistaraflokkur karla: 1 Rúnar Óli Einarsson GKB 6 F Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 10:45

EPD: Þórður Rafn varð í 35. sæti á Praforst Pro Golf Tour Fulda

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Praforst Pro Golf Tour Fulda mótinu, sem er hluti af EPD mótaröðinni þýsku. Mótið fór fram dagana 11.-13. júlí 2014 í Golfclub Hofgut Praforst í Fulda, Þýskalandi. Þórður Rafn lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (70 71 74). Í 1. sæti í mótinu varð heimamaðurinn, þ.e. Þjóðverjinn Sean Einhaus á samtals 12 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Prafrost Pro Golf Tour Fulda mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 09:40

GVS: Guðrún Egilsdóttir og Ágúst Ársælsson klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbs Vatnsleysustrandar fór fram dagana 9.-12. júlí 2014. Þátttakendur í ár voru 32. Sjá má myndir frá verðlaunahöfum á meistaramóti GVS 2014 með því að SMELLA HÉR:  Helstu úrslit meistamóts GVS 2014 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla:  1. Klúbbmeistari:  Ágúst Ársælsson 2. Guðbjörn Ólafsson 3. Guðni Ingimundarson   Kvennaflokkur: 1. Klúbbmeistari kvk. Guðrún Egilsdóttir 2. Ingibjörg Þórðardóttir 3. Sigurdís Reynisdóttir   1. flokkur karlar: 1. Birgir Björnsson 2. Veigur Sveinsson 3. Sigurður J Hallbjörnsson   2. flokkur karlar. 1. Arnar Daníel Jónsson 2. Reynir Erlingsson   3. flokkur karlar. 1. Albert Ómar Guðbrandsson 2. Magnús Már Júlíusson.   Karlar 55+ 1. Hallberg Svavarsson. 2. Jörundur Guðmundsson. 3. Þorbjörn Bjartmar Birgisson.   Konur m/ Lesa meira