Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 14. 2014 | 10:45

EPD: Þórður Rafn varð í 35. sæti á Praforst Pro Golf Tour Fulda

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tók þátt í Praforst Pro Golf Tour Fulda mótinu, sem er hluti af EPD mótaröðinni þýsku.

Mótið fór fram dagana 11.-13. júlí 2014 í Golfclub Hofgut Praforst í Fulda, Þýskalandi.

Þórður Rafn lék á samtals 1 undir pari, 215 höggum (70 71 74).

Í 1. sæti í mótinu varð heimamaðurinn, þ.e. Þjóðverjinn Sean Einhaus á samtals 12 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Prafrost Pro Golf Tour Fulda mótinu SMELLIÐ HÉR: