Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 21:00

Opna breska 2014: Rory sigurvegari!!! – Hápunktar 4. dags

Rory McIlroy er sigurvegari Opna breska 2014. Þar með varð Rory 3. yngsti kylfingurinn til þess að sigra á Opna breska, en þeir tveir sem orðið hafa meistarar Opna breska yngri en Rory eru Jack Nicklaus (23 ára) og Tiger Woods (24 ára). Sigurskor Rory var 17 undir pari, 271 högg (66 66 68 71). Rory átti 2 högg á Rickie Fowler og Sergio Garcia, sem deildu 2. sætinu. Í 4. sæti varð Jim Furyk á samtals 13 undir pari, hvor. Fimmta sætinu deildu síðan Ástralarnir Adam Scott og Marc Leishman, báðir á samtals 12 undir pari. Eftir sigurinn sagði Rory m.a.: „Ég hef aftur fundið ástríðu mína fyrir golfi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 20:30

GÚ: Magnús og Hólmfríður klúbbmeistarar 2014

Nú um helgina, dagana 19.-20. júlí 2014 fór fram meistaramót Golfklúbbsins Úthlíðar (GÚ). Þátttakendur í ár voru 35. Klúbbmeistarar GÚ 2014 eru Magnús Ólafsson, GO og Hólmfríður Einarsdóttir, GKG, sem varði titil sinn og hefir nú orðið klúbbmeistari kvenna í GÚ 3 ár í röð!  Þess er vert að geta að Hólmfríður er einnig klúbbmeistari í 1. flokki kvenna í GKG 2014! Úrslit í meistaramóti GÚ 2014 eru eftirfarandi: 1. flokkur kvenna: 1 Hólmfríður Einarsdóttir GKG 10 F 40 42 82 12 81 82 163 23 2 Dýrleif Arna Guðmundsdóttir GÚ 12 F 45 45 90 20 90 90 180 40 3 Elín Agnarsdóttir GÚ 16 F 51 51 102 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 20:00

Íslandsbankamótaröðin (4): Andrea Íslandsmeistari í höggleik í stelpuflokki

Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA,  varð í dag Íslandsmeistari í höggleik í stelpuflokki á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Strandarvelli á Hellu. Hún lék á samtals 29 yfir pari, 169 höggum (85 84). Fjórum höggum á eftir á 33 yfir pari varð Zúzanna Korpak GS, á 33 yfir pari, 173 höggum (87 86). Í 3. sæti varð síðan Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG á 36 yfir pari, 176 höggum (87 89). Úrslit í stelpuflokki á Íslandsmótinu í höggleik unglinga 2014 varð eftirfarandi: 1 Andrea Ýr Ásmundsdóttir GA 14 F 41 43 84 14 85 84 169 29 2 Zuzanna Korpak GS 14 F 48 38 86 16 87 86 173 33 3 Alma Rún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 19:00

Íslandsbankamótaröðin (4): Fannar Ingi tvöfaldur Íslandsmeistari í drengjaflokki

Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, átti glæsilegan hring upp á 65 í gær á Strandarvelli, Hellu, þar sem Íslandsmótið í höggleik unglinga fór fram. Fannar Ingi fylgdi þeim hring eftir í dag með öðrum upp á 1 yfir pari og er á samtals skori upp á 4 undir pari, 136 höggum (65 71), sem er besta skorið yfir allt mótið!!! Glæsilegur árangur þetta hjá Fannari Inga!!! Fannar Ingi er jafnframt með þessum sigri tvöfaldur Íslandsmeistari, þ.e. er bæði Íslandsmeistari í holukeppni og höggleik!!! Stórglæsilegt!!! Í 2. sæti varð Arnór Snær Guðmundsson, GHG, einnig á flottu heildarskori upp á 2 undir pari, 138 höggum (68 70) og í 3. sæti er Kristján Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 19:00

Jónína Kristjánsdóttir fór holu í höggi!

Jónína Kristjánsdóttir, GK,  fór holu í höggi á Svarfhólsvelli á Selfossi í dag. Golf 1 óskar Jónínu innilega til hamingju með ásinn!


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 18:30

Íslandsbankamótaröðin (4): Ingi Rúnar Birgisson Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki!

Nú er nýlokið Íslandsmótinu í höggleik í strákaflokki á Strandarvelli á Hellu. Íslandsmeistari í höggleik í strákaflokki er Ingi Rúnar Birgisson, GKG. Ingi Rúnar lék á samtals 3 yfir pari (74 69) og átti stórglæsilegan lokahring upp á 1 undir pari, þar sem hann fékk 3 fugla (á 6. 10. og 13. braut)  og 2 skolla (á 8. og 15. braut). Jafnir í 2. sæti voru  Kristófer Karl Karlsson, GKJ og Ingvar Andri Magnússon, GR á 4 yfir pari,  144 höggum; Kristófer Karl (72 72) og Ingvar Andri (75 69) og kom því til bráðabana milli þeirra, þar sem Kristófer Karl bar sigur úr býtum. Úrslit í Íslandsmótinu í höggleik Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Henning Darri Þórðarson – 20. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Henning Darri Þórðarson.  Henning Darri er fæddur 20. júlí 1998 og er því 16 ára í dag!!! Henning Darri er í Golfklúbbi Keilis í Hafnarfirði (GK). Hann er nú við keppni á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar á Strandarvelli á Hellu. Henning Darri sigraði á 1. maí mótinu á Hellu  2012 og spilaði það ár á Unglingamótaröð Arion banka, þar sem hann varð í 1. sæti á 1. mótinu upp á Skaga á glæsiskori 2 undir pari, samtals 142 höggum (72 70), sem var næstbesta skorið í keppninni allri! En Henning Darri lét ekki þar við sitja – hann vann líka í flokki 14 ára og yngri á Þverárvelli á Hellishólum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 14:00

GHD: Birta Dís og Heiðar Davíð klúbbmeistarar

Meistaramót Golfklúbbsins Hamars á Dalvík (GHD) fór fram dagana 9.-12. júlí s.l. Þátttakendur í ár voru 22. Klúbbmeistarar GHD 2014 eru Birta Dís Jónsdóttir og Heiðar Davíð Bragason. Í mótinu sáust glæsileg skor, en það besta átti klúbbmeistarinn Heiðar Davíð á fyrsta degi, 64 glæsihögg!  Arnór Snær Guðmundsson tók þátt fyrstu 2 daga meistaramótsins en hann gat ekki lokið keppni þar sem hann var að fara til keppni í Englandi á The Junior Open. Þeir báðir Heiðar Davíð og Arnór Snær voru á samtals 3 undir pari, sem er glæsilegt heildarskor. Úrslit í meistaramóti GHD 2013 eru eftirfarandi: Meistaraflokkur karla: 1 Arnór Snær Guðmundsson GHD -1 F 37 34 71 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 12:00

Opna breska 2014: Fowler með erfitt verk fyrir höndum

Fyrir lokahringinn er Rickie Fowler í 2. sæti, 6 höggum á eftir Rory McIlroy og á erfitt verk fyrir höndum í dag – að reyna að vinna upp gott forskot Rory. Fowler er á besta skori bandarísku kylfinganna 56, sem eru langfjölmennasti hópurinn frá einni þjóð sem þátt tekur í mótinu… a.m.k. fyrir lokahringinn. Rickie og Rory hafa oft bitist um sigurinn m.a. mættust þeir m.a. fyrir 7 árum, þá 18 ára í Walker Cup. Þetta er í 2. sinn sem Rickie Fowler er í lokaráshópnum, sem fer út kl. 13:40 í dag og hann vonast auðvitað eftir að geta sett pressu á Rory. „Mér finnst ekki ég vera á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2014 | 10:00

Rory aðdáendur – ekki fagna sigri of snemma … hér eru 5 dæmi um kylfinga sem glutruðu niður forystu á risamóti! Myndskeið

Þó Rory McIlroy sé heilum 6 höggum á undan næsta keppanda, Rickie Fowler fyrir lokahringinn á Opna breska, sem fram fer í dag, þá er það ekki ávísun á sigur hans. Þvert á móti stressið getur verið enn meira ef forskotið er mikið og tilhneiging til að reyna að halda einhverju sem fengið er og það getur farið illa með hvaða keppniskylfing sem er. Hér eru 5 dæmi um kylfinga sem voru að keppa á risamótum og glutruðu niður miklu forskoti sem þeir höfðu: 1. Jean de Velde. Hann var með 3 högga forystu  á næstu keppendur FYRIR LOKAHOLUNA  á Opna breska á Carnoustie 1999 og er e.t.v. þekktasta dæmið Lesa meira