Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 07:00
GSG: Karl Ólafsson fór holu í höggi!!!

Karl Ólafsson kylfingur úr GSG gerði sér lítið fyrir í gær og fór holu í höggi á 15. braut Kirkjubólsvallar. Þetta er í annað skipti sem Karl fer holu í höggi, en hann hefir áður fengið ás á 2. braut heimavallar síns. Golf 1 óskar Karli innilega til hamingju með draumahöggið!
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 06:00
Guðmundur Arason á besta skorinu í Golfmóti Loftleiða 2014

Í gær, þann 29. júlí 2014 fór fram Golfmót Loftleiða 2014 einnig nefnt Loftleiðir Masters golfmótið á vegum Golfklúbbs flugfreyja og flugþjóna. Mótið var haldið á Grafarholtsvelli. Á besta skori í mótinu varð Guðmundur Arason, GR, en hann lék Grafarholtið á 5 yfir pari, 76 höggum. Þess mætti geta að Guðmundur hafði nýlokið við að spila 4 hringi á Íslandsmótinu í höggleik, þ.e. 5. mótinu á Eimskipsmótaröðinni og stóð sig vel þar. Á besta skori kvenna í mótinu varð Margrét Óskarsdóttir, GKJ, 85 höggum. Efst í punktakeppni karla og kvenna urðu eftirfarandi: Karlar: 1 Björgólfur G Guðbjörnsson GKJ 24 F 23 20 43 43 43 2 Sigurður Örn Sigurðsson GR Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 21:45
GBE: Sveit GBE Austurlandsmeistarar!!!

Í fréttatilkynningu frá Golfklúbbi Byggðarholts (GBE) á Eskifirði segir eftirfarandi: „Um síðastliðna helgi sendum við (GBE) lið í Sveitakeppni Austurlands sem haldin var á Seyðisfirði. Í riðlunum lentum við á móti GKF og GFH. Við unnum GKF 4-0 en gerðum jafnt við GFH 2-2, en við fórum samt áfram í úrslit á fleiri holum unnum. Í úrslitum lentum við á móti sveit GN og aftur fór 2-2 en unnum við aftur á fleiri holum. Unnum við því Sveitakeppni Austurlands. Í sveit GBE voru: Bjarni Kristjánsson, Jóhann Hafþór Arnarson, Steinar Snær Sævarsson, Rósmundur Örn Jóhannsson og Hermann Ísleifsson. Okkur langar að þakka Seyðfirðingum fyrir gott mót.“
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 20:30
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Hvernig er skipting þeirra sem komust gegnum niðurskurð á Íslandsmótinu í golfi eftir klúbbum?

Um síðustu helgi lauk stærsta golfviðburðinum á Íslandi, Íslandsmótinu í golfi hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, með sigri heimamannsins Birgis Leifs Hafþórssonar, sem vann Íslandsmeistaratitilinn í 6. sinn og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, GR, sem sigraði í 2. sinn í kvennaflokki. Alls komust 92 kylfingar í gegnum niðurskurð (18 kvenkylfingar og 74 karlkylfingar). Hvernig skyldi nú skipting þeirra vera eftir golfklúbbum sem þau koma úr, þ.e. hvaða golfklúbbur er með flesta kylfinga sem komust í gegnum niðurskurð? Svarið er að Golfklúbbur Reykjavíkur átti flesta sem komust í gegnum niðurskurð eða alls 29 kylfinga (31,5%) og næstflesta átti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, með 19 kylfinga (21,5%) og í 3. sæti með 9 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 17:00
Rickie vinsæll í Nígeríu

Rickie Fowler er ekki bara vinsæll kylfingur í Bandaríkjunum og hér á Íslandi…. heldur líka í Nígeríu. Fyrrum framkvæmdastjóri ferðamálasambands Nígeríu Olusegun Runsewe, segir að ástæða þess að hann sé einn fremsti golfáhugamaður í Nígeríu sé vegna skuldbindingar sinnar við golfið og hvatningar frá bandarísku golfstjörnunni Rickie Fowler. Runsewe, fyrrum sýslumaður Cross River State í Nígeríu. lögmaðurinn Paul Erokoro og M. Tarfa eru meðal toppkylfinga sem þátt taka í nýstofnuðu móti, Captain’s Cup, sem fram fer í IBB Golf and Country Club, í Abuja, Nígeríu. Talandi um núverandi form sitt í spilamennskunni sagði Runsewe, sem er með 18 í forgjöf: „Leyndarmál mitt er bara skuldbinding mín við leikinn. Hvað sem ég Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 15:00
Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Signý Marta Böðvarsdóttir. Signý Marta er fædd 29. júlí 1970 og er því 44 ára í dag. Hún er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Signý Marta er góður kylfingur og hefir m.a. staðið sig vel í púttmótaröðum GR-kvenna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Signý Marta Böðvarsdóttir · 44 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Max Faulkner f. 29. júlí 1916 – d. 26. febrúar 2005; Friðrik Sigurðsson, GS, 29. júlí 1969 (45 ára); Harrison Frazar, 29. júlí 1971 (43 ára); Ísabelle Lendl, 29. júlí 1991 (23 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 13:00
GKS: Framkvæmdir við nýja golfvöllinn – Myndir

Framkvæmdir við nýja golfvöll Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) í Hólsdal eru í fullum gangi. Búið er að sá í fyrstu braut og slá hana tvisvar. Vonast er til að geta sáð í flest grínin og nokkrar brautir í þessari viku. Teikningar af vellinum má sjá með því að SMELLA HÉR: Eins má sjá nokkrar myndir sem teknar voru af framkvæmdunum á vellinum sunnudaginn 27. júlí og mánudaginn 28. júlí með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 11:00
Paul McGinley ekki með í PGA Championship

Fyrirliði Evrópu í Ryder bikarnum, Paul McGinley, hefir dregið sig úr PGA Championship risamótinu vegna axlarmeiðsla. Mótið fer fram 7.-10. ágúst n.k. McGinley, 47 ára, er með bólgur í vinstri öxl og eftir að hafa röntgenað öxlina ákvað hann að keppa ekki í Valhalla. „Röntgenmyndirnar sýndu að ég verð virkilega að hvíla öxlina á mér í nokkra mánuði,“ sagði McGinley. „Þetta er leitt vegna þess að ég myndi hafa elskað að tía upp í Valhalla,“ sagði McGinley. „En ég er búinn að meta stöðuna nokkrar síðastliðnar vikur í fríi með fjölskyldunni og ég held að þetta sé skynsamasta ákvörðunin.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 09:00
Hvað hefir PGA Championship fram yfir hin risamótin?

Þann 7.-10. ágúst, þ.e. í n.k. viku fer fram 4. og síðasta risamót ársins. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt! Þetta er 96. PGA Championship risamótið og fer að þessu sinni fram í Valhalla Golf Club í Louisville, Kentucky. En hvað skyldi PGA Championship hafa fram yfir hin risamótin? PGA Championship á ekki roð við The Masters, sem alltaf fer fram á sama, gullfallega mótsstaðnum Augusta National. Opna bandaríska er þekkt fyrir að vera langerfiðasta risamótið og Opna breska er það mót sem á sér lengstu hefðina. Hvað er sérstakt við PGA Championship og hvað hefir það fram yfir hin mótin? Stutt svar: Wanamaker Trophy en lengri útgáfuna má finna hér Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 07:00
GKV: Anna Huld og Þráinn klúbbmeistarar 2014

Meistaramót Golfklúbbsins Vík (GKV) fór fram 26.-27. júlí 2014. Þátttakendur í ár voru 10. Klúbbmeistarar GKV eru Anna Huld Óskarsdóttir og Þráinn Sigurðsson. Sjá má úrslit úr meistaramóti GKV 2014 hér að neðan: 1 Þráinn Sigurðsson GKV 9 F 43 44 87 15 88 87 175 31 2 Björgvin Jóhannesson GKV 13 F 42 48 90 18 111 90 201 57 3 Ingvar Helgi Ómarsson GKV 24 F 55 47 102 30 104 102 206 62 4 Guðni Einarsson GKV 18 F 54 54 108 36 98 108 206 62 5 Pálmi Rúnar Sveinsson GKV 16 F 50 50 100 28 108 100 208 64 6 Pálmi Kristjánsson GKV 16 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

