Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 11:00

Paul McGinley ekki með í PGA Championship

Fyrirliði Evrópu í Ryder bikarnum, Paul McGinley, hefir dregið sig úr  PGA Championship risamótinu vegna axlarmeiðsla.

Mótið fer fram 7.-10. ágúst n.k.

McGinley, 47 ára, er með bólgur í vinstri öxl og eftir að hafa röntgenað öxlina ákvað hann að keppa ekki í Valhalla.

„Röntgenmyndirnar sýndu að ég verð virkilega að hvíla öxlina á mér í nokkra mánuði,“ sagði McGinley.

„Þetta er leitt vegna þess að ég myndi hafa elskað að tía upp í Valhalla,“ sagði McGinley.

„En ég er búinn að meta stöðuna nokkrar síðastliðnar vikur í fríi með fjölskyldunni og ég held að þetta sé skynsamasta ákvörðunin.