Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2014 | 17:00

Rickie vinsæll í Nígeríu

Rickie Fowler er ekki bara vinsæll kylfingur í Bandaríkjunum og hér á Íslandi…. heldur líka í Nígeríu.

Fyrrum framkvæmdastjóri ferðamálasambands Nígeríu  Olusegun Runsewe, segir að ástæða þess að hann sé einn fremsti golfáhugamaður í Nígeríu sé vegna skuldbindingar sinnar við golfið og hvatningar frá bandarísku golfstjörnunni Rickie Fowler.

Runsewe, fyrrum sýslumaður Cross River State í Nígeríu. lögmaðurinn Paul Erokoro og M. Tarfa eru meðal toppkylfinga sem þátt taka í nýstofnuðu móti, Captain’s Cup, sem fram fer í  IBB Golf and Country Club, í Abuja, Nígeríu.

Talandi um núverandi form sitt í spilamennskunni sagði Runsewe, sem er með 18 í forgjöf: „Leyndarmál mitt er bara skuldbinding mín við leikinn. Hvað sem ég geri, reyni ég að gefa mig allan í það og það er það sama hér.  En mestallt form mitt á ég að þakka því hversu innblásinn ég er af Rickie Fowler sem varð T-2 á British Open í Royal Liverpool,“ sagði Runsewe.

„Ég virði atvinnukylfinganna bæði hér heima í Nígeríu og erlendis.  En ég get sérstaklega sagt að Rickie hafi haft áhrif á leik minn nú síðustu missierinn.  Ég er orðinn mikill áhangandi hans líka.“

Runsewe sagðist vera í teymisvinnu, sem kannaði golf í Suður-Afríku, Bandaríkjunum og Skotlandi og sagðist ætla að nota vitneskju sína til þess að bæta golfið í Nígeríu.

Nígería telst til vanþróuðu landanna sem eru að reyna að koma á golfhefð – en Runsewe telur að allar þreifingar í þá átt séu tilgangslausar nema leitað sér í grasræturnar og að sterku barna- og unglingastarfi sé komið á.  Vá, alveg svipaðar pælingar í Nígeríu og á Íslandi, hvað golfið snertir!….

Og Rickie jafnvinsæll og hvetjandi í Nígeríu sem hér heima á Íslandi!