Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 12:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Viðtal við Íslandsmeistara kvenna í höggleik 2014 —– Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, úr Golfklúbbi Reykjavíkur er Íslandsmeistari kvenna í höggleik 2014. Þetta er í 2. skiptið sem Ólafía verður Íslandsmeistari í höggleik, en hún varð fyrst Íslandsmeistari í höggleik 2011. Ólafía Þórunn útskrifaðist frá Wake Forest háskólanum í Norður-Karólínu í hagfræði nú í vor og er nú við golfæfingar í Þýskalandi. Hún gaf sér tíma til að svara nokkrum spurningum Golf 1: 1. Hvenær vissirðu að Íslandsmeistaratitillinn var höfn? …. og Hvernig tilfinning var það að verða Íslandsmeistari í höggleik aftur? Ólafía Þórunn: Þegar lokachippið var komið innan við meterinn. Tilfinningin er mjög góð, gaman að vinna aftur. 2. Af Íslandsmeistaratitlunum 2 sem þú hefir unnið í höggleik, hvor Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 11:00
Tiger segir hvatningu sína vera að slá met

Meðan enn er óvíst hvort Tiger takist að ávinna sér sæti í Ryder bikars liði Bandaríkjanna, sem spilar í Gleneagles, Skotlandi í september n.k. þá segir Tiger það enn hvatningu sína að slá met. Það sem hann er með í huga er að slá met Sam Snead upp á flesta unna sigra í mótum (hann þarf aðeins að vinna 3 mót í viðbót til að jafna) og auðvitað slá við risamóts- meti Jack Nicklaus, en Tiger á eins og allir vita eftir að sigra á 4 risamótum til að jafna met Nicklaus um flesta sigra á risamótum, en Nicklaus hefir sigrað í 18 risamótum. „Ég hugsa að það séu að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 10:30
GA: Stefanía Elsa og Jón Gunnar sigruðu á VITA og RUB23 mótum helgarinnar

Um helgina fóru fram tvö glæsileg mót á vegum Golfklúbbs Akureyrar (GA), það voru Herramót Rub23 sem fór fram á föstudagskvöldið og Kvennamót Vita og Forever, sem fór fram á laugardaginn. Á herramótinu sigraði Jón Gunnar Traustason eftir tvöfaldan bráðabana við Sigurð Skúla á 18. holu og á kvennamótinu var það Stefanía Elsa sem sigraði með þó nokkrum yfirburðum. Mótin tókust bæði mjög vel í frábæru veðri, þó það hafi rignt í samtals 16 mínútur á meðan mótin voru. Úrslit voru sem hér segir: Herramót Rub23 Höggleikur 1. Jón Gunnar Traustason 77 högg (sigur í bráðabana) 2. Sigurður Skúli Eyjólfsson 77 högg 3. Friðrik Gunnarsson 78 högg Punktakeppni 1. Helgi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 09:45
Adam Scott mun reyna að halda sér á toppnum! – Heitir að gera betur en á Opna breska

Adam Scott er nú kominn til Bandaríkjanna þar sem hann hyggst vera við keppni næstu 7 vikurnar og vonast sem stendur eftir treysta stöðu sína sem nr. 1 á heimslistanum með því m.a. að bæta öðrum heimstitli við titlasafn sitt (á móti vikunnar WGC Bridgestone) og 2. risamótssigri sínum á PGA Championship, sem er í næstu viku. Scott hefir heitið því að berjast fyrir toppsætinu á heimslistanum en hart er að honum sótt m.a. af Rory McIlroy, sem sigraði á Opna breska og eins gæti Henrik Stenson nælt sér í toppsætið með sigri á móti vikunnar í Bandaríkjunum WGC Bridgstone Invitational. „Hvað varðar nr. 1, þá hugsa ég í hverri Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2014 | 09:00
Caroline hnýtir aftur í Rory … eftir deit með Djokovic

Allt sem Rory McIlroy getur, getur hin svikna brúður hans, Caroline Wozniacki, gert betur— danska tennis-stjarnan sást á deiti með Marko, myndarlegum bróður nr. 1 í tennisheiminum Novak Djokovic og eiginkonu þess síðarnefnda. Aðeins 1 viku eftir að Rory kynnti umheiminn fyrir nýjasta „birdie-num“ sínum, Söshu Gale, þá varði Caroline kvöldstund með sæta tennisleikaranum Marko Djokovic (22) sem er bróðir nr. 1 í tennisnum þessa stundina Novak Djokovic frá Serbíu. Caroline setti mynd af tvöfalda deitinu (léleg þýðing á double date) á twitter, en á henni er hún með Marko, bróður Novak, 27 ára, sem nýlega vann Wibledon og ófrískri eiginkonu Novak, Jelenu Ristic, sem hann giftist fyrir aðeins 2 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 21:45
Eimskipsmótaröðin 2014 (5): Að afloknu Íslandmótinu í golfi – Var formaðurinn ánægður með hvernig til tókst?

Guðmundur Oddson, hefir verið formaður Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar (GKG) í 9 ár, en klúbburinn er 20 ára á þessu ári og nýlokið er glæsilegu Íslandsmóti í golfi á aðalvelli klúbbsins, Leirdalsvelli. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar átti veg og vanda að Íslandsmótinu og óhætt að segja að öll umgjörð og skipulagning hafi verið framúrskarandi og klúbbnum til mikillar prýði á afmælisárinu. Í fyrra (2013) voru félagsmenn í GKG 1913 en voru aðeins 250 þegar klúbburinn var stofnaður. En það er ekki aðeins að meðlimafjöldinn hafi aukist næstum áttfalt, mikil uppbygging hefir átt sér stað, sérstaklega í barna- og unglingastarfi og Íslandsmeistarinn sjálfur, Birgir Leifur Hafþórsson er úr GKG. En … það Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 19:00
Afmæliskylfingar dagsins: GMac og Justin Rose – 30. júlí 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Graeme McDowell (GMac) og Justin Rose. GMac er fæddur 30. júlí 1979 og því 35 ára í dag og Justin Rose er árinu yngri fæddur 30. júlí 1980. Justin Rose gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 16 árum þ.e. 1998 en GMac 2002. Rose hefir sigrað 6 sinnum á PGA Tour og 7 sinnum á Evrópumótaröðinni, þar af í 1 risamóti (Opna bandaríska 2013) og GMac hefir sigrað í jafnmörgum atvinnumannsmótum þ.e. 13 þar af 10 á Evrópumótaröðinni, 2 á PGA Tour og 1 á Asíutúrnum og líkt og Rose á 1 risamóti (Opna bandaríska 2010). Rose er kvæntur konu sinni Kate og á tvö börn en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 17:00
GKS: Allir skemmtu sér á SNAG-námskeiði

SNAG námskeið var haldið á sparkvellinum við barnaskólann á Siglufirði, fimmtudaginn 24. júlí. Það voru 15 mættu á námskeiðið, sem var hin besta skemmtun. Leiðbeinandi var Arnar Freyr Þrastarson. Skipt var í 7 hópa með 2 – 3 saman í hóp og farið í gegnum þrautabraut. Í lokin var siðan skipt í 2 lið og farið í „boðgolf“. Hér má sjá nokkrar myndir frá námskeiðinu:
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 10:00
Tiger og Westy að falla á tíma

Tiger Woods og Lee Westwood (Westy) verða að fara að taka sig til og eiga góðar frammistöður á þessum síðustu mótum áður en lokað er á og ákveðið hverjir komist í Ryder bikars lið Bandaríkjanna og Evrópu, byggt á frammistöðum í mótunum. Mörkin eru dregin við PGA Championship risamótið hjá Bandaríkjamönnunum en við Italian Open sem fram fer í lok ágúst í Evrópu. Tiger verður að standa sig vel á heimsmótinu í Ohio eða PGA Championship risamótinu ætli hann sér að öðlast sjálfkrafa sæti í Rydernum og Westy sömuleiðis en á þar að 3 mót að Opna ítalska meðtöldu á Evróputúrnum til góða. Takist þeim ekki að sigra eða verða meðal Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 08:00
Sigurbolti Rory á Opna breska til sölu – Myndskeið

Eftir að Rory McIlory sigraði á Opna bandaríska henti hann bolta sínum út í áhorfendafjöldann. Heppinn náungi að nafni Lee Horner, 39 ára, greip boltann. Nú er það þannig að golfminjagripir sem þessir seljast fyrir himinháar fjárhæðir. Uppboðsfyrirtækið GreenJacketAuctions fór á stúfanna og bauð 10.000 bandaríkjadala fyrir boltann, sem Horner seldi þeim samstundis. Nú er verið að bjóða boltann upp hjá GreenJacketAuctions og er boð í boltann, sem stendur ,í 6.114 bandaríkjadölum og búist við að það eigi eftir að hækka umtalsvert. Hér má sjá frétt ESPN á myndskeiði um sigurbolta Rory á Opna breska 2014 SMELLIÐ HÉR: Hér má sjá uppboðssíðu greenjacket (uppboð á bolta Rory er í 3. línu lengst Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

