Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingar dagsins: GMac og Justin Rose – 30. júlí 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Graeme McDowell (GMac) og Justin Rose.  GMac er fæddur 30. júlí 1979 og því 35 ára í dag og Justin Rose er árinu yngri fæddur 30. júlí 1980.  Justin Rose gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 16 árum þ.e. 1998 en GMac 2002.  Rose hefir sigrað 6 sinnum á PGA Tour og 7 sinnum á Evrópumótaröðinni, þar af í 1 risamóti (Opna bandaríska 2013)  og GMac hefir sigrað í jafnmörgum atvinnumannsmótum þ.e. 13 þar af 10 á Evrópumótaröðinni, 2 á PGA Tour og 1 á Asíutúrnum og líkt og Rose á 1 risamóti (Opna bandaríska 2010).  Rose er kvæntur konu sinni Kate og á tvö börn en GMac er kvæntur Kristin Stipe og eiga þau 1 barn.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Bersteinn Hjörleifsson GK, 30. júlí 1962  (52 ára);  Nino Bertasion, 30. júlí 1988 (26 ára);  Louise Larsson, 30. júlí 1990 (24 ára)  ….. og ……

Gudmundur Runar Hallgrimsson  Klúbbmeistari GS  (39 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum  til hamingju með stórafmælið sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is