Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 10:00

GR: Sigurður Arnar lék á 64 höggum!!!… og Ingvar Andri með nýtt vallarmet af bláum á 80 ára afmælismótinu

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki var einn þeirra sem kepptu á Unglingamótinu, sem haldið var á Korpunni í gær í tilefni af 80 ára afmæli GR í ár. Sigurður Arnar lék Korpúlfsstaðavöll á glæsilegum 64 höggum, sem er stórglæsilegt af 12 ára stráki, sem keppti í hnokkaflokki og hafnaði í 5. sæti þrátt fyrir þennan flotta leik. Keppnisfyrirkomulagið var punktakeppni, sem reynist lágforgjafarkylfingum eins og Sigurði Arnari oft erfitt, en hann var með langlægstu vallarforgjöf í hnokkaflokki -1. Engu að síður var Sigurður Arnar með 43 punkta, aðeins 4 punktum á eftir þeim sem var með flestu punktana yfir allt mótið, heimamanninn, Böðvar Braga Pálsson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 09:00

Sergio Garcia: „Rory óhræddari við að nota dræver en Tiger“

Sergio Garcia hefir 19 sinnum átt topp-10 árangra á ferli sínum í risamótum. Hann hefir því vel geta fylgst með þeim sem sigrað hafa, þ.á.m. Tiger og núverandi nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy. „Mér finnst þeir augljóslega báðir vera frábærir kylfingar. Ég hugsa að hvað mig snertir, þá finnst mér það – ég veit ekki, augljóslega hef ég ekki spilað við Tiger í lengri tíma. En þegar þeir eru báðir upp á sitt besta þá virðist sem Rory sé óhræddari við að slá með dræver og þegar hann slær eins vel og hann er að slá nú þá slær hann langt og mjög beint,“ sagði Garcia á blaðamannafundi fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 08:30

Oosthuizen sigraði PGA sleggjukeppnina

Louis Oosthuizen sigraði í sleggjukeppni PGA Tour, en þetta er í fyrsta skipti frá árinu 1984, sem keppnin um hver á PGA Tour eigi lengsta drævið fer fram fyrir PGA Championship risamótið, nánar tiltekið á 2. æfingadegi fyrir mótið á 10. braut Valhalla vallarins í Kentucky. Lengi vel leit út fyrir að Jason Day myndi taka titilinn en hann átti glæsidræv upp á 338 yarda  (309 metra) en dræv Oosthuizen var þó betra eða 340 yarda (u.þ.b. 311 metra). Í verðlaun fékk Oosthuizen gullpeningaklemmu, svipaðri þeirri sem Jack Nicklaus fékk í verðlaun 1963 og notar enn. Eins fékk Oosthuizen 25.000 dollara, en fjárhæðinni mun verða skipt jafnt milli þeirra góðgerðarstofnanna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 08:15

Erfið byrjun hjá Haraldi Franklín og Ragnari Má í Skotlandi

Evrópumeistaramót einstaklinga í áhugamannaflokki hófst í gær á Duke´s vellinum í Skotlandi. Þátttakendur eru 144. Tveir íslenskir kylfingar eru meðal þátttakenda,  Haraldur Franklín Magnús, GR og Ragnar Már Garðarsson úr GKG. Haraldur Franklín lék á 4 yfir pari 75 höggum og deilir 59. sæti en Ragnar Már átti afleita byrjun, lék á  11 yfir pari,  82 höggum og er í 134. sæti. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag mótsins   SMELLIÐ HÉR:  


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 08:00

Steve Stricker útnefndur varafyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins

Fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjanna Tom Watson útnefndi Steve Stricker, sem 3. aðstoðarfyrirliða sinn í Ryder bikarskeppninni, sem fram fer í næsta mánuði þ.e. í Gleneagles, Perthshire, Skotlandi,  26.-28. september n.k. Stricker, 47 ára, er varafyrirliði ásamt þeim  Andy North og Raymond Floyd. Stricker hefir verið leikmaður í síðustu 3 Ryder bikarsliðum þ.á.m. því bandaríska liði sem sigraði síðast í Valhalla 2008 og eins hefir Stricker leikið í 5 Forsetabikarsliðum, með rekorð upp á 14-10-0. „Það sem Steve hefir til brunns að bera er hversu vel hann þekkir leikmennina sem eru á túrnum núna,“ sagði Watson. „Hann hefir keppt við þá, spilað við þá, spilað með þeim í Ryder bikarnum og Forsetabikarnum. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 21:00

GR: Hulda Clara Gestsdóttir sigraði í hnátuflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár. Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 9 í hnátuflokki, sem er gleðileg þátttökuttala!!!! Alls var leikið í 8 aldursflokkum. Keppnisform var punktakeppni. Sigurvegarinn í hnátuflokki varð Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, en hún fékk glæsilega 44  punkta á Korpunni.  Hulda Clara hefir verið afskaplega dugleg í klúbbnum sínum, GKG, varð m.a. í 2. sæti á púttmótaröð barna og unglinga í flokki 12 ára og yngri nú í vetur, auk þess sem hún hefir spilað á Íslandsbankamótaröðinni í flokki 14 ára og yngri.  Hulda Clara var valin efnilegust í klúbbnum sínum í fyrra, 2013 og hún er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 20:45

GR: Böðvar Bragi Pálsson með flesta punkta á 80 ára afmælismótinu – Glæsilega 47!

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár. Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 19 í hnokkaflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum. Keppnisform var punktakeppni. Sigurvegarinn varð Böðvar Bragi Pálsson, GR, en hann fékk flesta punkta í mótinu, 47 glæsipunkta á Korpunni. Böðvar Bragi var þar skömmu áður búinn að standa sig framúrskarandi vel á Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki, þar sem hann varð í 2. sæti í flokki 11-13 ára, um Verslunarmannahelgina. Böðvar Bragi hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn, en 5 efstu hlutu verðlaun. Úrslitin í hnokkaflokki 12 ára og yngri á afmælismótinu voru eftirfarandi: 1 Böðvar Bragi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 19:30

GR: Alma Rún Ragnarsdóttir sigraði í stelpuflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár. Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 3 í stelpuflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum. Keppnisform var punktakeppni. Sigurvegarinn í stelpuflokki varð Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG, en hún fékk glæsilega 42  punkta á Korpunni. Alma Rún hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn. Úrslitin í stelpuflokki 14 ára og yngri á afmælismótinu voru eftirfarandi: 1 Alma Rún Ragnarsdóttir GKG 22 F 20 22 42 42 42 2 Sigrún Linda Baldursdóttir GKJ 26 F 17 15 32 32 32 3 Anna Júlía Ólafsdóttir GKG 26 F 10 14 24 24 24


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 18:30

GR: Páll Birkir Reynisson sigraði í strákaflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár. Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 30 í strákaflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum. Keppnisform var punktakeppni. Sigurvegarinn er Páll Birkir Reynisson, GR, en hann fékk 42 punkta á Korpunni. Páll Birkir hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn, en 5 efstu hlutu verðlaun. Úrslitin í strákaflokki 14 ára og yngri á afmælismótinu voru eftirfarandi: 1 Páll Birkir Reynisson GR 21 F 22 20 42 42 42 2 Ingvar Andri Magnússon GR 1 F 19 21 40 40 40 3 Birkir Orri Viðarsson GS 6 F 17 22 39 39 39 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 6. 2014 | 18:15

GR: Saga Traustadóttir sigraði í telpnaflokki á 80 ára afmælismótinu

Í dag fór fram unglingamót í tilefni 80 ára afmæli Golfklúbbs Reykjavíkur í ár. Þátttakendur í mótinu voru tæp 100, þar af 3 í telpnaflokki, en alls var leikið í 8 aldursflokkum. Keppnisform var punktakeppni. Sigurvegarinn er Saga Traustadóttir, GR, en hún fékk 36 punkta á Korpunni.  Reyndar voru allir keppendurnir 3 í þessum flokki úr GR!!! 🙂 Saga hlýtur í verðlaun 20.000 kr. gjafabréf í golfversluninni Örninn, en allar í telpnaflokknum hlutu verðlaun! Reyndar tók Saga ekki verðlaunin fyrir flesta punkta í telpuflokki, þau hlaut Eva Karen, því Saga tók verðlaunin fyrir að vera á besta skori kvenna í allri keppninni, lék Korpuna á glæsilegum 75 höggum! Úrslit í flokki Lesa meira