
GR: Sigurður Arnar lék á 64 höggum!!!… og Ingvar Andri með nýtt vallarmet af bláum á 80 ára afmælismótinu
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, núverandi Íslandsmeistari í holukeppni í strákaflokki var einn þeirra sem kepptu á Unglingamótinu, sem haldið var á Korpunni í gær í tilefni af 80 ára afmæli GR í ár.
Sigurður Arnar lék Korpúlfsstaðavöll á glæsilegum 64 höggum, sem er stórglæsilegt af 12 ára stráki, sem keppti í hnokkaflokki og hafnaði í 5. sæti þrátt fyrir þennan flotta leik.
Keppnisfyrirkomulagið var punktakeppni, sem reynist lágforgjafarkylfingum eins og Sigurði Arnari oft erfitt, en hann var með langlægstu vallarforgjöf í hnokkaflokki -1.
Engu að síður var Sigurður Arnar með 43 punkta, aðeins 4 punktum á eftir þeim sem var með flestu punktana yfir allt mótið, heimamanninn, Böðvar Braga Pálsson, í Golfklúbbi Reykjavíkur.
Á hringnum fékk Sigurður Arnar hvorki meira né minna en 1 albatross, 7 fugla og 2 skolla.
Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í öllum aldursflokkum og hlaut Sigurður Arnar því minnstu verðlaunin þrátt fyrir frábæran leik eða 5.000 krónu vöruúttekt í Golfvöruverzluninni Örninn.

Ingvar Andri Magnusson, GR. Mynd: Golf 1
Loks mætti geta að Ingvar Andri Magnússon, GR, setti glæsilegt vallarmet af bláum teigum í Korpunni, sem hann lék á 69 glæsihöggum.
Á hringnum fékk Ingvar Andri 1 örn, 4 fugla en því miður líka skolla og skramba.
Ingvar Andri lék í strákaflokki þar sem hann varð í 2. sæti, á 40 punktum, 2 punktum á eftir sigurvegaranum og klúbbfélaga sínum., Páli Birki Reynissyni.
Fyrir vikið hlaut Ingvar Andri, gjafabréf að andvirði kr. 15.000 í Golfvöruverzluninni Örninn.
Frábær árangur hjá okkar yngstu kylfingum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024