Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 09:00

Sergio Garcia: „Rory óhræddari við að nota dræver en Tiger“

Sergio Garcia hefir 19 sinnum átt topp-10 árangra á ferli sínum í risamótum.

Hann hefir því vel geta fylgst með þeim sem sigrað hafa, þ.á.m. Tiger og núverandi nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy.

„Mér finnst þeir augljóslega báðir vera frábærir kylfingar. Ég hugsa að hvað mig snertir, þá finnst mér það – ég veit ekki, augljóslega hef ég ekki spilað við Tiger í lengri tíma. En þegar þeir eru báðir upp á sitt besta þá virðist sem Rory sé óhræddari við að slá með dræver og þegar hann slær eins vel og hann er að slá nú þá slær hann langt og mjög beint,“ sagði Garcia á blaðamannafundi fyrir 96. PGA Championship risamótið sem hefst á Valhalla golfvellinum í Kentucky.

„Þannig að þetta auðveldar auðvitað að spila fullt af holum, vitið þið, þar sem flestir gæjanna eru að slá með 7-járni notar hann (Rory) fleygjárn. Þannig að þetta hefir hann fram yfir. Maður verður eftir sem áður að dræva vel, þannig að þetta þýðir ekki að þetta sé auðvelt.“

Á þessu 2014 keppnistímabili hefir Garcia átt 8 topp-10 árangra og á ásamt Rory, Adam Scott og Graeme McDowell  2. besta árangurinn á PGA Tour.

En hann (Garcia) hefir enn ekki sigrað á keppnistímabilinu – þannig að skyldi nú vera kominn tími Sergio Garcia?